Málsmeðferðartími efnahagsbrotadeildar of langur 24. október 2006 12:30 MYND/Róbert Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagabrota. Þá telur Ríkisendurskoðun æskilegt að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk ríkislögreglustjóra innan hennarí ljósi aukins kostnaðar hjá embættinu á undanförnum árum. Embætti Ríkislögreglustjóra var komið á fót fyrir níu árum og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að það hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Bent er á að vegna síaukinni verkefna Ríkislögreglustjóra hafi starfsmannafjöldi embættisins þrefaldast frá stofnun þess og raunkostnaður þess fjórfaldast á árunum 1998-2005. Kostnaðaraukningin hafi að hluta til leitt til lægir kostnaðar hjá öðrum lögregluembættum en kostnaðarþróun bendi til þess að stjórnvöld hafi átt erfitt með að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk þess og þróun verkefna frá ári til árs. Til þess sama bendir einnig óvenju hátt hlutfall viðbótarfjárheimilda af heildarframlögum til embættisins. Því vill Ríkisendurskoðun að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk Ríkislögreglustjóra innan hennar og nefnir tvær leiðir í því sambandi. Annaðhvort að fela Ríkislögreglustjóra stjórnunarlega ábyrgð á lögreglunni í heild sinni gagnvart dómsmálaráðherra, líkt og í Danmörku, eða gera embættið að hreinræktaðri stoð- og eftirlitsstofnun sem yrði skipulagslega hliðsett öðrum lögregluembættum. Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra sé langstærsta þjónustuverkefni stofnunarinnar. Miðstöðin annast rekstur, viðhald og endurnýjun lögreglubíla í landinu. Hún hafi fengið fjórðung af framlögum til embættisins árið 2005 en rekstrarerfiðleikar hafi þó augljóslega bitnað á getu hennar til að endurnýja ökutæki í samræmi við markmið embættisins. Telur Ríkisendurskoðun að með þessu móti sé verið að velta vandanum á undan sér. Í umfjöllun um efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segir Ríkisendurskoðun að unndanfarin ár hafi gengið betur en áður að afgreiða jafnóðum þau mál sem berist deildinni og megi rekja það til fjölgun starfsmanna og þess að reynt hefur verið að miða inntöku mála við afkastagetu deildarinnar. „Engu að síður var hlutfall lokinna mála af þeim málum sem bárust deildinni á árunum 2001-2005 mun lægra en hjá þeim stofnunum í Noregi og Svíþjóð sem sinna svipuðum verkefnum. Þá var málsmeðferðartími efnahagsbrotamála almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannalöndum okkar. Ríkisendurskoðun telur að íslensk stjórnvöld eigi ekki að sætta sig við slíkt og bendir á nokkrar leiðir til úrbóta, meðal annars mætti breyta fyrirkomulagi á rannsókn alvarlegra skattalagabrota með því að auka samvinnu ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra," segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar vegna skýrslunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagabrota. Þá telur Ríkisendurskoðun æskilegt að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk ríkislögreglustjóra innan hennarí ljósi aukins kostnaðar hjá embættinu á undanförnum árum. Embætti Ríkislögreglustjóra var komið á fót fyrir níu árum og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að það hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Bent er á að vegna síaukinni verkefna Ríkislögreglustjóra hafi starfsmannafjöldi embættisins þrefaldast frá stofnun þess og raunkostnaður þess fjórfaldast á árunum 1998-2005. Kostnaðaraukningin hafi að hluta til leitt til lægir kostnaðar hjá öðrum lögregluembættum en kostnaðarþróun bendi til þess að stjórnvöld hafi átt erfitt með að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk þess og þróun verkefna frá ári til árs. Til þess sama bendir einnig óvenju hátt hlutfall viðbótarfjárheimilda af heildarframlögum til embættisins. Því vill Ríkisendurskoðun að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk Ríkislögreglustjóra innan hennar og nefnir tvær leiðir í því sambandi. Annaðhvort að fela Ríkislögreglustjóra stjórnunarlega ábyrgð á lögreglunni í heild sinni gagnvart dómsmálaráðherra, líkt og í Danmörku, eða gera embættið að hreinræktaðri stoð- og eftirlitsstofnun sem yrði skipulagslega hliðsett öðrum lögregluembættum. Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra sé langstærsta þjónustuverkefni stofnunarinnar. Miðstöðin annast rekstur, viðhald og endurnýjun lögreglubíla í landinu. Hún hafi fengið fjórðung af framlögum til embættisins árið 2005 en rekstrarerfiðleikar hafi þó augljóslega bitnað á getu hennar til að endurnýja ökutæki í samræmi við markmið embættisins. Telur Ríkisendurskoðun að með þessu móti sé verið að velta vandanum á undan sér. Í umfjöllun um efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segir Ríkisendurskoðun að unndanfarin ár hafi gengið betur en áður að afgreiða jafnóðum þau mál sem berist deildinni og megi rekja það til fjölgun starfsmanna og þess að reynt hefur verið að miða inntöku mála við afkastagetu deildarinnar. „Engu að síður var hlutfall lokinna mála af þeim málum sem bárust deildinni á árunum 2001-2005 mun lægra en hjá þeim stofnunum í Noregi og Svíþjóð sem sinna svipuðum verkefnum. Þá var málsmeðferðartími efnahagsbrotamála almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannalöndum okkar. Ríkisendurskoðun telur að íslensk stjórnvöld eigi ekki að sætta sig við slíkt og bendir á nokkrar leiðir til úrbóta, meðal annars mætti breyta fyrirkomulagi á rannsókn alvarlegra skattalagabrota með því að auka samvinnu ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra," segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar vegna skýrslunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira