Standa verði vörð um almannaþjónustuna 25. október 2006 14:41 MYND/ÞÖK Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsamanna ríkis og bæja, gerði stöðu á íslenskum vinnumarkaði að umtalsefni sínu og lagði áherslu á að standa vörð um almannaþjónustuna í ræðu sinni við setningu 41. þings BSRB. Ögmundur benti á að gífurleg þensla hefði verið hér á landi og að á þessu ári hefðju sjö þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn frá útlöndum og varaði hann við að farið yrði of geyst í sakirnar.„Í láglaunastörf víða í atvinnulífinu og innan velferðarþjónustunnar hópast nú aðkomufólk sem boðið er upp á kjör sem Íslendingar sætta sig ekki við; kjör sem þetta fólk þiggur oft og tíðum fegins hendi vegna neyðar og skorts í heimahögunum. Það er rangt sem stundum er sagt að Íslendingar sætti sig ekki við sum störf og flýi þau af þeim sökum. Hið rétta er að þeir sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru og flýja þau þess vegna. Þetta er nú að gerast á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Fólk sættir sig ekki við vinnuálag, aðbúnað og launakjör, hugsanlega í þessari forgangsröð; neitar að vinna störfin," sagði Ögmundur.Hann sagði enn fremur að unnið væri að því að bæta vaktafyrirkomulagið innan grunnþjónustunnar með það fyrir augum að gera það meira aðlaðandi. „Við höfum ráðist í umfangsmiklar kannanir í þessu augnamiði og sú niðurstaða sem ég hef komist að fyrir mitt leyti er að manneklan veldur því, ekki síst á sjúkrastofnunum, að ekkert kerfi getur gengið upp. Ef ekki eru settir umtalsverðir fjármunir inn í heilbrigðiskerfið núna þá verður þar stórslys. Þetta leyfi ég mér að fullyrða."Í ræðu sinni kom Ögmundur einnig inn á að síðustu ár hefðu einkennst af markaðs- og einkavæðingu, ekki aðeins hér á landi heldur víðs vegar á Vesturlöndum. Fjármálakerfið og símaþjónusta hefðu verið einkavædd og ýmsir þættir heilbrigðisþjónustunnar lytu í vaxandi mæli markaðslögmálum.„Með því að færa undirstöðuþætti almannaþjónustunnar undan handarjaðri almennings eru völdin færð til nýrra eigenda, handhafa fjármagnsins. Þess vegna dregur einkavæðingin úr áhrifum almennings en eykur að sama skapi tök fjármálamanna á þjóðlífinu. Vilji menn hins vegar kröftugt lýðræðisþjóðfélag þá gefur auga leið að þeir hinir sömu verða að standa vörð um almannaþjónustuna. Ekki nóg með það: Hana þarf að stórefla," sagði Ögmundur. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsamanna ríkis og bæja, gerði stöðu á íslenskum vinnumarkaði að umtalsefni sínu og lagði áherslu á að standa vörð um almannaþjónustuna í ræðu sinni við setningu 41. þings BSRB. Ögmundur benti á að gífurleg þensla hefði verið hér á landi og að á þessu ári hefðju sjö þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn frá útlöndum og varaði hann við að farið yrði of geyst í sakirnar.„Í láglaunastörf víða í atvinnulífinu og innan velferðarþjónustunnar hópast nú aðkomufólk sem boðið er upp á kjör sem Íslendingar sætta sig ekki við; kjör sem þetta fólk þiggur oft og tíðum fegins hendi vegna neyðar og skorts í heimahögunum. Það er rangt sem stundum er sagt að Íslendingar sætti sig ekki við sum störf og flýi þau af þeim sökum. Hið rétta er að þeir sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru og flýja þau þess vegna. Þetta er nú að gerast á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Fólk sættir sig ekki við vinnuálag, aðbúnað og launakjör, hugsanlega í þessari forgangsröð; neitar að vinna störfin," sagði Ögmundur.Hann sagði enn fremur að unnið væri að því að bæta vaktafyrirkomulagið innan grunnþjónustunnar með það fyrir augum að gera það meira aðlaðandi. „Við höfum ráðist í umfangsmiklar kannanir í þessu augnamiði og sú niðurstaða sem ég hef komist að fyrir mitt leyti er að manneklan veldur því, ekki síst á sjúkrastofnunum, að ekkert kerfi getur gengið upp. Ef ekki eru settir umtalsverðir fjármunir inn í heilbrigðiskerfið núna þá verður þar stórslys. Þetta leyfi ég mér að fullyrða."Í ræðu sinni kom Ögmundur einnig inn á að síðustu ár hefðu einkennst af markaðs- og einkavæðingu, ekki aðeins hér á landi heldur víðs vegar á Vesturlöndum. Fjármálakerfið og símaþjónusta hefðu verið einkavædd og ýmsir þættir heilbrigðisþjónustunnar lytu í vaxandi mæli markaðslögmálum.„Með því að færa undirstöðuþætti almannaþjónustunnar undan handarjaðri almennings eru völdin færð til nýrra eigenda, handhafa fjármagnsins. Þess vegna dregur einkavæðingin úr áhrifum almennings en eykur að sama skapi tök fjármálamanna á þjóðlífinu. Vilji menn hins vegar kröftugt lýðræðisþjóðfélag þá gefur auga leið að þeir hinir sömu verða að standa vörð um almannaþjónustuna. Ekki nóg með það: Hana þarf að stórefla," sagði Ögmundur.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira