Mögulega raðnauðgarar að verki 25. október 2006 19:45 Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort sömu mennirnir standi á bak við hrottalegar nauðganir á tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur, sem áttu sér stað með hálfsmánaðar millibili. Þriðja nauðgunin, þar sem þolandi var erlend námsstúlka sem þáði bílfar með ókunnugum manni, gæti einnig tengst málinu. Stúlkurnar gátu ekki lýst mönnunum nema að takmörkuðu leyti, en töldu þá hafa verið milli tvítugs og þrítugs. Aðstæður í tveimur málanna eru þó áþekkar, tveir menn sátu fyrir stúlkunum þar sem þær voru einar á ferð í miðborginni og réðust á þær og nauðguðu þeim. Báðar árásirnar voru gerðar að næturlagi. Önnur við Menntaskólann í Reykjavík fyrir hálfum mánuði og hin við Þjóðleikhúsið að morgni laugardags. Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar um hverjir voru að verki en útilokar ekki að málin tengist. Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram og engar öryggismyndavélar eru við byggingarnar. Ef sömu mennirnir hafa verið að verki er slíkt þó einsdæmi hérlendis en einnig er fátítt að nauðgarar ráðist að fórnarlömbum sínum og komi fram vilja sínum úti á götu. DNA sýni hafa verið send til rannsóknar en niðurstaða þeirra rannsókna gæti leitt í ljós hvort um sömu mennina er að ræða. Þriðja nauðgunin sem kemur til kasta lögreglunnar í Reykjavík á tæpum þremur vikum var framin aðfaranótt sunnudags nóttina eftir að árásin var gerð við Þjóðleikhúsið. Erlend námskona þáði bílfar hjá ókunnugum manni, sem stöðvaði bifreið sína þar sem hún var að ganga á Laugaveginum. Hann ók með hana á afskekktan stað og nauðgaði henni. Ekki er loku fyrir það skotið að lögreglan geti nálgast myndir af bíl mannsins á öryggismyndavélum að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur þó verið handtekinn vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort sömu mennirnir standi á bak við hrottalegar nauðganir á tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur, sem áttu sér stað með hálfsmánaðar millibili. Þriðja nauðgunin, þar sem þolandi var erlend námsstúlka sem þáði bílfar með ókunnugum manni, gæti einnig tengst málinu. Stúlkurnar gátu ekki lýst mönnunum nema að takmörkuðu leyti, en töldu þá hafa verið milli tvítugs og þrítugs. Aðstæður í tveimur málanna eru þó áþekkar, tveir menn sátu fyrir stúlkunum þar sem þær voru einar á ferð í miðborginni og réðust á þær og nauðguðu þeim. Báðar árásirnar voru gerðar að næturlagi. Önnur við Menntaskólann í Reykjavík fyrir hálfum mánuði og hin við Þjóðleikhúsið að morgni laugardags. Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar um hverjir voru að verki en útilokar ekki að málin tengist. Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram og engar öryggismyndavélar eru við byggingarnar. Ef sömu mennirnir hafa verið að verki er slíkt þó einsdæmi hérlendis en einnig er fátítt að nauðgarar ráðist að fórnarlömbum sínum og komi fram vilja sínum úti á götu. DNA sýni hafa verið send til rannsóknar en niðurstaða þeirra rannsókna gæti leitt í ljós hvort um sömu mennina er að ræða. Þriðja nauðgunin sem kemur til kasta lögreglunnar í Reykjavík á tæpum þremur vikum var framin aðfaranótt sunnudags nóttina eftir að árásin var gerð við Þjóðleikhúsið. Erlend námskona þáði bílfar hjá ókunnugum manni, sem stöðvaði bifreið sína þar sem hún var að ganga á Laugaveginum. Hann ók með hana á afskekktan stað og nauðgaði henni. Ekki er loku fyrir það skotið að lögreglan geti nálgast myndir af bíl mannsins á öryggismyndavélum að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur þó verið handtekinn vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira