Skráðu nöfn kjósenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 28. október 2006 15:23 Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. "Helstu rök fyrir beiðni þessari eru annars vegar að minnka óþarfa áreiti og ónæði á sjálfstæðisfólk laugardaginn 28. október þ.e. seinni dag prófkjörs og hins vegar hljóta þessar upplýsingar að vera til þess fallnar að auðvelda vinnu frambjóðenda og stuðningsmanna," sagði í bréfi frá kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs. Kjörstjórn taldi ekki mögulegt að verða við þessari beiðni vegna annarra verkefna sem starfsfólk þyrfti að sinna. "Yfirkjörstjórn vekur hins vegar athygli frambjóðenda á því að fulltrúum þeirra að velkomið að fylgjast með framkvæmd kosninganna í hverju kjörhverfi fyrir sig, svo framarlega sem viðvera fulltrúanna trufli ekki eða tefji kosninguna," sagði í bréfi sem sent var frambjóðendum klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Fulltrúar frambjóðenda, sem haft var samband við, eru ekki ánægðir með þessa afgreiðslu og stuttan fyrirvara sem gefinn var til að skipa fulltrúa í kjördeildir. Einnig benda þeir á að ótækt sé að farið sé með þessar upplýsingar úr kjördeildum á meðan á kjörfundi stendur. Það hafi verið tekin ákvörðun innan Sjálfstæðisflokksins að viðhafa ekki þessi vinnubrögð í almennum kosningum. Þetta hafi vakið úlfúð meðal kjósenda, sem töldu njósnað um sig, og einnig hafi persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeildum. "Það er álit Persónuverndar að umboðsmönnum framboðslista sé heimil viðvera í kjördeildum og að merkja í kjörskrá við þá sem koma og nýta atkvæðarétt sinn. Hins vegar telur Persónuvernd þeim vera óheimilt að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram, t.d. tryggja að umboðsmenn framboðslistanna geti rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með því að þeir einir sem eru á kjörskrá greiði atkvæði og að enginn greiði atkvæði oftar en einu sinni," segir í áliti Persónuverndar frá árinu 2003. Innlent Stj.mál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. "Helstu rök fyrir beiðni þessari eru annars vegar að minnka óþarfa áreiti og ónæði á sjálfstæðisfólk laugardaginn 28. október þ.e. seinni dag prófkjörs og hins vegar hljóta þessar upplýsingar að vera til þess fallnar að auðvelda vinnu frambjóðenda og stuðningsmanna," sagði í bréfi frá kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs. Kjörstjórn taldi ekki mögulegt að verða við þessari beiðni vegna annarra verkefna sem starfsfólk þyrfti að sinna. "Yfirkjörstjórn vekur hins vegar athygli frambjóðenda á því að fulltrúum þeirra að velkomið að fylgjast með framkvæmd kosninganna í hverju kjörhverfi fyrir sig, svo framarlega sem viðvera fulltrúanna trufli ekki eða tefji kosninguna," sagði í bréfi sem sent var frambjóðendum klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Fulltrúar frambjóðenda, sem haft var samband við, eru ekki ánægðir með þessa afgreiðslu og stuttan fyrirvara sem gefinn var til að skipa fulltrúa í kjördeildir. Einnig benda þeir á að ótækt sé að farið sé með þessar upplýsingar úr kjördeildum á meðan á kjörfundi stendur. Það hafi verið tekin ákvörðun innan Sjálfstæðisflokksins að viðhafa ekki þessi vinnubrögð í almennum kosningum. Þetta hafi vakið úlfúð meðal kjósenda, sem töldu njósnað um sig, og einnig hafi persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeildum. "Það er álit Persónuverndar að umboðsmönnum framboðslista sé heimil viðvera í kjördeildum og að merkja í kjörskrá við þá sem koma og nýta atkvæðarétt sinn. Hins vegar telur Persónuvernd þeim vera óheimilt að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram, t.d. tryggja að umboðsmenn framboðslistanna geti rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með því að þeir einir sem eru á kjörskrá greiði atkvæði og að enginn greiði atkvæði oftar en einu sinni," segir í áliti Persónuverndar frá árinu 2003.
Innlent Stj.mál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira