Vill að þáttur lækna í láti sonar síns verði rannsakaður 29. október 2006 18:21 Móðir karlmanns, sem fannst látinn um borð í Norrænu við komuna til Færeyja í síðustu viku, vill að þáttur lækna á Egilsstöðum verið rannsakaður. Maðurinn lést af innvortis áverkum sem hann hlaut í bílveltu innan við tveimur dögum áður. Þórður Einar Guðmundsson, fjörtíu og fjögurra ára þriggja barna faðir, lést um borð í Norrænu á leið til Danmerkur. Á leiðinni á Seyðisfjörð 17. þessa mánaðar valt bíll hans út af veginum. Gunnlaug Helga Jónsdóttir, móðir hans sem býr á Suðureyri, telur að hann hafi fengið ófullnægjandi aðhlynningu á Egilsstöðum eftir slysið. Hún segir mikilvægt að allir sem lendi í bílslysi séu myndaðir, þar sem áverkar sjáist oft ekki utan á fólki, hún fullyrðir að það hafi ekki verið gert í tilfelli sonar hennar. Gunnlaug Helga heyrði í syni sínum skömmu eftir slysið í Berufirði. Hann lét hana þá vita að hann hefði velt bíl sínum og að hann væri í sjúkrabíl á leiðinni til Egilsstaða. Fáum klukkustundum síðar heyrði hún aftur í syni sínum, þegar hann hringdi úr hótelherbergi sínu á Egilsstöðum, nóttina áður en Norræna lagði úr höfn. Hann sagði henni að ekkert hefði verið gert á sjúkrahúsinu en hann teldi að allt væri í lagi. Sonur Gunnlaugar Helgu tók ferjuna næsta dag, en var látinn við komuna til Færeyja. Fjölskyldunni var tjáð að krufning hefði leitt í ljós að banameinið hafi verið innvortis blæðing vegna gats á milta sem hann fékk í bílveltunni. Gunnlaug Helga ætlar nú að fara fram á að þáttur lækna á Egilsstöðum verði rannsakaður. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Móðir karlmanns, sem fannst látinn um borð í Norrænu við komuna til Færeyja í síðustu viku, vill að þáttur lækna á Egilsstöðum verið rannsakaður. Maðurinn lést af innvortis áverkum sem hann hlaut í bílveltu innan við tveimur dögum áður. Þórður Einar Guðmundsson, fjörtíu og fjögurra ára þriggja barna faðir, lést um borð í Norrænu á leið til Danmerkur. Á leiðinni á Seyðisfjörð 17. þessa mánaðar valt bíll hans út af veginum. Gunnlaug Helga Jónsdóttir, móðir hans sem býr á Suðureyri, telur að hann hafi fengið ófullnægjandi aðhlynningu á Egilsstöðum eftir slysið. Hún segir mikilvægt að allir sem lendi í bílslysi séu myndaðir, þar sem áverkar sjáist oft ekki utan á fólki, hún fullyrðir að það hafi ekki verið gert í tilfelli sonar hennar. Gunnlaug Helga heyrði í syni sínum skömmu eftir slysið í Berufirði. Hann lét hana þá vita að hann hefði velt bíl sínum og að hann væri í sjúkrabíl á leiðinni til Egilsstaða. Fáum klukkustundum síðar heyrði hún aftur í syni sínum, þegar hann hringdi úr hótelherbergi sínu á Egilsstöðum, nóttina áður en Norræna lagði úr höfn. Hann sagði henni að ekkert hefði verið gert á sjúkrahúsinu en hann teldi að allt væri í lagi. Sonur Gunnlaugar Helgu tók ferjuna næsta dag, en var látinn við komuna til Færeyja. Fjölskyldunni var tjáð að krufning hefði leitt í ljós að banameinið hafi verið innvortis blæðing vegna gats á milta sem hann fékk í bílveltunni. Gunnlaug Helga ætlar nú að fara fram á að þáttur lækna á Egilsstöðum verði rannsakaður.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira