Björn Bjarnason hugleiddi að hætta í stjórnmálum 29. október 2006 19:02 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem tapaði slagnum um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, segist hafa velt því fyrir sér á kjörtímabilinu, hvort hann ætti að hætta beinum stjórnmálaafskiptum og snúa sér að öðru, á meðan hann hefði fulla heilsu og krafta. Án þess að segja hreint út hvort hann tekur þriðja sætið, segist hann hafa unnið góðan varnarsigur með því að halda þriðja sætinu, sem þrisvar hafi dugað sér til setu í ríkisstjórn. Björn segir á heimasíðu sinni í dag, bjorn.is, að hann hafi þó ákveðið, að láta slag standa að nýju. "Meginástæðan var hin breytta staða í öryggismálum þjóðarinnar vegna brottfarar varnarliðsins, en í marga áratugi hef ég látið mig varnar- og öryggismál og utanríkismál almennt mig varða. Mér er mikið í mun, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi forystu sinni við stefnumótun á því sviði. Ég hef einnig sem dómsmálaráðherra fengið einstakt tækifæri til að hrinda í framkvæmd ýmsum umbótum á þessu sviði og tel því starfi ekki lokið," segir Björn. Hann segir að eftir að hann hafði sagðist ætla að gefa kost á sér að nýju og sækjast eftir öðru sætinu, hafi farið að birtast um það fréttir, að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður ætlaði einnig að setja stefnuna á það sæti. "Ég stofnaði til fundar okkar Guðlaugs Þórs um málið og sagðist hann þá ekki hafa gert upp hug sinn en hart væri að sér lagt að sækjast eftir þessu sæti. Ég sagði honum þá skoðun mína, að átök, sem þar með yrðu, gætu orðið flokknum hættuleg, einkum væri líklegt, að andstæðingar flokksins myndu leitast við að færa sér þau í nyt til að ýta undir flokkadrætti." Björn segir að þessi spá um andstæðinga flokksins hafi gengið eftir og hafi atlaga þeirra meðal annars orðið til þess, að þeir Geir H. Haarde héldu sameiginlegan fund um öryggismál í Valhöll laugardaginn 21. október. Þá hefði það líka gerst nokkrum dögum áður, að stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefði sent frá sér dæmalausa ályktun, sem túlkuð var eins og árás á hann á viðkvæmasta stigi prófskjörsbaráttu. Björn lýsir einnig áhyggjum af því ef menn væru teknir til við að hlutast til um innra starf flokksins með því hugarfari að beita formennsku í hverfafélögum til átaka við samherja. Loks segir Björn að prófkjör séu ekki besta leiðin til að þétta raðir flokksmanna eða hvetja þá til samstöðu, því að í eðli sínu felst í þeim krafa um átök, sem geti leitt til viðvarandi sundrungar. "Reynir þá oft mjög á forystumenn og hæfileika þeirra til að draga úr viðsjám og leiða hópinn á ný til samstöðu og samheldni. Þegar ég lít yfir prófkjörið og úrslit þess, tel ég mig hafa unnið góðan varnarsigur. Eftir margra ára árásir andstæðinga og geysiharða atlögu innan flokks, þar sem hvorki var sparað fé né fyrirhöfn, fékk ég mjög örugga kosningu í þriðja sætið og raunar mjög mikinn stuðning í annað sætið," segir Björn. Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem tapaði slagnum um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, segist hafa velt því fyrir sér á kjörtímabilinu, hvort hann ætti að hætta beinum stjórnmálaafskiptum og snúa sér að öðru, á meðan hann hefði fulla heilsu og krafta. Án þess að segja hreint út hvort hann tekur þriðja sætið, segist hann hafa unnið góðan varnarsigur með því að halda þriðja sætinu, sem þrisvar hafi dugað sér til setu í ríkisstjórn. Björn segir á heimasíðu sinni í dag, bjorn.is, að hann hafi þó ákveðið, að láta slag standa að nýju. "Meginástæðan var hin breytta staða í öryggismálum þjóðarinnar vegna brottfarar varnarliðsins, en í marga áratugi hef ég látið mig varnar- og öryggismál og utanríkismál almennt mig varða. Mér er mikið í mun, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi forystu sinni við stefnumótun á því sviði. Ég hef einnig sem dómsmálaráðherra fengið einstakt tækifæri til að hrinda í framkvæmd ýmsum umbótum á þessu sviði og tel því starfi ekki lokið," segir Björn. Hann segir að eftir að hann hafði sagðist ætla að gefa kost á sér að nýju og sækjast eftir öðru sætinu, hafi farið að birtast um það fréttir, að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður ætlaði einnig að setja stefnuna á það sæti. "Ég stofnaði til fundar okkar Guðlaugs Þórs um málið og sagðist hann þá ekki hafa gert upp hug sinn en hart væri að sér lagt að sækjast eftir þessu sæti. Ég sagði honum þá skoðun mína, að átök, sem þar með yrðu, gætu orðið flokknum hættuleg, einkum væri líklegt, að andstæðingar flokksins myndu leitast við að færa sér þau í nyt til að ýta undir flokkadrætti." Björn segir að þessi spá um andstæðinga flokksins hafi gengið eftir og hafi atlaga þeirra meðal annars orðið til þess, að þeir Geir H. Haarde héldu sameiginlegan fund um öryggismál í Valhöll laugardaginn 21. október. Þá hefði það líka gerst nokkrum dögum áður, að stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefði sent frá sér dæmalausa ályktun, sem túlkuð var eins og árás á hann á viðkvæmasta stigi prófskjörsbaráttu. Björn lýsir einnig áhyggjum af því ef menn væru teknir til við að hlutast til um innra starf flokksins með því hugarfari að beita formennsku í hverfafélögum til átaka við samherja. Loks segir Björn að prófkjör séu ekki besta leiðin til að þétta raðir flokksmanna eða hvetja þá til samstöðu, því að í eðli sínu felst í þeim krafa um átök, sem geti leitt til viðvarandi sundrungar. "Reynir þá oft mjög á forystumenn og hæfileika þeirra til að draga úr viðsjám og leiða hópinn á ný til samstöðu og samheldni. Þegar ég lít yfir prófkjörið og úrslit þess, tel ég mig hafa unnið góðan varnarsigur. Eftir margra ára árásir andstæðinga og geysiharða atlögu innan flokks, þar sem hvorki var sparað fé né fyrirhöfn, fékk ég mjög örugga kosningu í þriðja sætið og raunar mjög mikinn stuðning í annað sætið," segir Björn.
Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira