Björn Bjarnason hugleiddi að hætta í stjórnmálum 29. október 2006 19:02 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem tapaði slagnum um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, segist hafa velt því fyrir sér á kjörtímabilinu, hvort hann ætti að hætta beinum stjórnmálaafskiptum og snúa sér að öðru, á meðan hann hefði fulla heilsu og krafta. Án þess að segja hreint út hvort hann tekur þriðja sætið, segist hann hafa unnið góðan varnarsigur með því að halda þriðja sætinu, sem þrisvar hafi dugað sér til setu í ríkisstjórn. Björn segir á heimasíðu sinni í dag, bjorn.is, að hann hafi þó ákveðið, að láta slag standa að nýju. "Meginástæðan var hin breytta staða í öryggismálum þjóðarinnar vegna brottfarar varnarliðsins, en í marga áratugi hef ég látið mig varnar- og öryggismál og utanríkismál almennt mig varða. Mér er mikið í mun, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi forystu sinni við stefnumótun á því sviði. Ég hef einnig sem dómsmálaráðherra fengið einstakt tækifæri til að hrinda í framkvæmd ýmsum umbótum á þessu sviði og tel því starfi ekki lokið," segir Björn. Hann segir að eftir að hann hafði sagðist ætla að gefa kost á sér að nýju og sækjast eftir öðru sætinu, hafi farið að birtast um það fréttir, að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður ætlaði einnig að setja stefnuna á það sæti. "Ég stofnaði til fundar okkar Guðlaugs Þórs um málið og sagðist hann þá ekki hafa gert upp hug sinn en hart væri að sér lagt að sækjast eftir þessu sæti. Ég sagði honum þá skoðun mína, að átök, sem þar með yrðu, gætu orðið flokknum hættuleg, einkum væri líklegt, að andstæðingar flokksins myndu leitast við að færa sér þau í nyt til að ýta undir flokkadrætti." Björn segir að þessi spá um andstæðinga flokksins hafi gengið eftir og hafi atlaga þeirra meðal annars orðið til þess, að þeir Geir H. Haarde héldu sameiginlegan fund um öryggismál í Valhöll laugardaginn 21. október. Þá hefði það líka gerst nokkrum dögum áður, að stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefði sent frá sér dæmalausa ályktun, sem túlkuð var eins og árás á hann á viðkvæmasta stigi prófskjörsbaráttu. Björn lýsir einnig áhyggjum af því ef menn væru teknir til við að hlutast til um innra starf flokksins með því hugarfari að beita formennsku í hverfafélögum til átaka við samherja. Loks segir Björn að prófkjör séu ekki besta leiðin til að þétta raðir flokksmanna eða hvetja þá til samstöðu, því að í eðli sínu felst í þeim krafa um átök, sem geti leitt til viðvarandi sundrungar. "Reynir þá oft mjög á forystumenn og hæfileika þeirra til að draga úr viðsjám og leiða hópinn á ný til samstöðu og samheldni. Þegar ég lít yfir prófkjörið og úrslit þess, tel ég mig hafa unnið góðan varnarsigur. Eftir margra ára árásir andstæðinga og geysiharða atlögu innan flokks, þar sem hvorki var sparað fé né fyrirhöfn, fékk ég mjög örugga kosningu í þriðja sætið og raunar mjög mikinn stuðning í annað sætið," segir Björn. Innlent Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem tapaði slagnum um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, segist hafa velt því fyrir sér á kjörtímabilinu, hvort hann ætti að hætta beinum stjórnmálaafskiptum og snúa sér að öðru, á meðan hann hefði fulla heilsu og krafta. Án þess að segja hreint út hvort hann tekur þriðja sætið, segist hann hafa unnið góðan varnarsigur með því að halda þriðja sætinu, sem þrisvar hafi dugað sér til setu í ríkisstjórn. Björn segir á heimasíðu sinni í dag, bjorn.is, að hann hafi þó ákveðið, að láta slag standa að nýju. "Meginástæðan var hin breytta staða í öryggismálum þjóðarinnar vegna brottfarar varnarliðsins, en í marga áratugi hef ég látið mig varnar- og öryggismál og utanríkismál almennt mig varða. Mér er mikið í mun, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi forystu sinni við stefnumótun á því sviði. Ég hef einnig sem dómsmálaráðherra fengið einstakt tækifæri til að hrinda í framkvæmd ýmsum umbótum á þessu sviði og tel því starfi ekki lokið," segir Björn. Hann segir að eftir að hann hafði sagðist ætla að gefa kost á sér að nýju og sækjast eftir öðru sætinu, hafi farið að birtast um það fréttir, að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður ætlaði einnig að setja stefnuna á það sæti. "Ég stofnaði til fundar okkar Guðlaugs Þórs um málið og sagðist hann þá ekki hafa gert upp hug sinn en hart væri að sér lagt að sækjast eftir þessu sæti. Ég sagði honum þá skoðun mína, að átök, sem þar með yrðu, gætu orðið flokknum hættuleg, einkum væri líklegt, að andstæðingar flokksins myndu leitast við að færa sér þau í nyt til að ýta undir flokkadrætti." Björn segir að þessi spá um andstæðinga flokksins hafi gengið eftir og hafi atlaga þeirra meðal annars orðið til þess, að þeir Geir H. Haarde héldu sameiginlegan fund um öryggismál í Valhöll laugardaginn 21. október. Þá hefði það líka gerst nokkrum dögum áður, að stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefði sent frá sér dæmalausa ályktun, sem túlkuð var eins og árás á hann á viðkvæmasta stigi prófskjörsbaráttu. Björn lýsir einnig áhyggjum af því ef menn væru teknir til við að hlutast til um innra starf flokksins með því hugarfari að beita formennsku í hverfafélögum til átaka við samherja. Loks segir Björn að prófkjör séu ekki besta leiðin til að þétta raðir flokksmanna eða hvetja þá til samstöðu, því að í eðli sínu felst í þeim krafa um átök, sem geti leitt til viðvarandi sundrungar. "Reynir þá oft mjög á forystumenn og hæfileika þeirra til að draga úr viðsjám og leiða hópinn á ný til samstöðu og samheldni. Þegar ég lít yfir prófkjörið og úrslit þess, tel ég mig hafa unnið góðan varnarsigur. Eftir margra ára árásir andstæðinga og geysiharða atlögu innan flokks, þar sem hvorki var sparað fé né fyrirhöfn, fékk ég mjög örugga kosningu í þriðja sætið og raunar mjög mikinn stuðning í annað sætið," segir Björn.
Innlent Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira