Guðbjartur og Séra Karl eru sigurvegarar 29. október 2006 23:31 Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, varð efstur í próffkjöri Samfylkingar í NV kjördæmi og gæti tekið við þingsæti Jóhanns Ársælssonar, sem gaf ekki kost á sér. Karl Matthíasson, sem var þingmaður fyrir Samfylkinguna 2001-2003, varð í öðru sæti og endurheimtir því e.t.v. þingsæti sitt. Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem hefur skipað hitt þingsæti Samfylkingar í NV kjördæmi á þessu kjörtímabili, varð í þriðja sæti, en flokkurinn fékk aðeins tvo þingmenn í kjördæminu í Alþingiskosningunum 2003 og Anna Kristín gæti því misst sæti sitt á þingi. Um 1700 manns kusu í 16 kjördeildum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Atkvæði voru talin á Akranesi. Lokastaða fjögurra efstu frambjóðendanna varð þessi: 1. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Akranesi - 477 atkvæði í 1. 2. Séra Karl Matthíasson, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík - 552 atkvæði í 1.-2. 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Sauðárkróki - 582 atkvæði í 1.-3. 4. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrú, Ísafirði - 790 í 1.-4.Leiðir lista Samfylkingarinnar í NV kjördæmiGuðbjartur Hannesson er 56 ára, kennari að mennt frá Kennaraskóla Íslands en einnig með tómstundakennarapróf frá Kaupmannahöfn, stjórnunarnám frá Kennaraháskóla Íslands og meistaranám í "Fjármálum og menntun" frá Lundúnarháskóla.Guðbjartur hefur verið skólastjóri Grundaskóla á Akranesi í 25 ár eða frá stofnun skólans og sat í bæjarstjórn og bæjarráði Akraness í 12 ár þar sem hann m.a. gengdi embætti formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. Guðbjartur starfaði 5 ár í bankaráði Landsbanka Íslands og var jafnframt eitt ár í bankaráði Heritable-banka í London (eign LÍ). Hann hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum sveitarfélagsins og svæðisskrifstofu Vesturlands.Guðbjartur sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins og gegndi þar formennsku. Hann er einn af stofnfélögum Samfylkingarinnar og fyrsti formaður Akraneslistans forvera Samfylkingarinnar á Akranesi. Hann er í Framtíðarhópi Samfylkingarinnar.Guðbjartur er giftur Sigrúnu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa. Þau eiga tvær dætur, Birnu og Hönnu Maríu. Innlent Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, varð efstur í próffkjöri Samfylkingar í NV kjördæmi og gæti tekið við þingsæti Jóhanns Ársælssonar, sem gaf ekki kost á sér. Karl Matthíasson, sem var þingmaður fyrir Samfylkinguna 2001-2003, varð í öðru sæti og endurheimtir því e.t.v. þingsæti sitt. Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem hefur skipað hitt þingsæti Samfylkingar í NV kjördæmi á þessu kjörtímabili, varð í þriðja sæti, en flokkurinn fékk aðeins tvo þingmenn í kjördæminu í Alþingiskosningunum 2003 og Anna Kristín gæti því misst sæti sitt á þingi. Um 1700 manns kusu í 16 kjördeildum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Atkvæði voru talin á Akranesi. Lokastaða fjögurra efstu frambjóðendanna varð þessi: 1. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Akranesi - 477 atkvæði í 1. 2. Séra Karl Matthíasson, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík - 552 atkvæði í 1.-2. 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Sauðárkróki - 582 atkvæði í 1.-3. 4. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrú, Ísafirði - 790 í 1.-4.Leiðir lista Samfylkingarinnar í NV kjördæmiGuðbjartur Hannesson er 56 ára, kennari að mennt frá Kennaraskóla Íslands en einnig með tómstundakennarapróf frá Kaupmannahöfn, stjórnunarnám frá Kennaraháskóla Íslands og meistaranám í "Fjármálum og menntun" frá Lundúnarháskóla.Guðbjartur hefur verið skólastjóri Grundaskóla á Akranesi í 25 ár eða frá stofnun skólans og sat í bæjarstjórn og bæjarráði Akraness í 12 ár þar sem hann m.a. gengdi embætti formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. Guðbjartur starfaði 5 ár í bankaráði Landsbanka Íslands og var jafnframt eitt ár í bankaráði Heritable-banka í London (eign LÍ). Hann hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum sveitarfélagsins og svæðisskrifstofu Vesturlands.Guðbjartur sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins og gegndi þar formennsku. Hann er einn af stofnfélögum Samfylkingarinnar og fyrsti formaður Akraneslistans forvera Samfylkingarinnar á Akranesi. Hann er í Framtíðarhópi Samfylkingarinnar.Guðbjartur er giftur Sigrúnu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa. Þau eiga tvær dætur, Birnu og Hönnu Maríu.
Innlent Stj.mál Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira