Steingrímur J. styður sjálfstæði Færeyja 1. nóvember 2006 15:48 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna lýsti yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga, á þingi Norðurlandaráðs, í Kaupmannahöfn, í dag. Hann studdi einnig að sjálfstjórnarsvæðin fengju fulla aðild að Norðurlandaráði.- Ef þetta krefst endurskoðunar á Helsinkisáttmálanum verður að hrinda henni í framkvæmd núna og það á ekki að fresta því lengur að gefa sjálfstjórnarsvæðunum fulla aðild að Norðurlandaráði, sagði Steingrímur.Fulltrúi norska Samaþingsins, Aili Keskitalo svaraði og sagðist ánægð með að fleiri létu í ljósi pólitískan vilja til þess að innlima sjálfstjórnarsvæðin að fullu í norrænt samstarf.- Að hálfu Sama höfum við lagt mikla orku í að fá sambærilega stöðu í norræna samstarfinu, en við höfum rekið okkur á formlegar hindranir. Af þeim sökum er ég ánægð með að menn lýsa yfir pólitískum vilja hvað varðar þetta málefni, sagði Keskitalo sem spurði, hvort taka bæri samstarfið í Norðurskautsráðinu til fyrirmyndar, en þar njóta allir aðilar jafnræðis.Jogvan Vid Keldu þakkaði fyrir stuðning Íslendinga í sjálfstæðis¬baráttunni. Hann staðfesti að nú væru liðin þrjú ár síðan löggjafarþingið á Færeyjum bað um fulla aðild, en síðan hefði ekkert gerst.- Ef breyta þarf Helsinkisáttmálanum snýst þetta einungis um pólitískan vilja, sagði Keldu.Samstarfsráðherra Álands, Lasse Wikløf taldi greiningu ráðherranefndarinnar áhugaverða og vísaði í staðhæfingu eins prófessorsins í skýrslunni þar sem fram kemur að ekkert ákvæði í þjóðrétti komi í veg fyrir frekari þróun á stöðu sjálfstjórnarsvæðanna.- Ef vilji er fyrir hendi er allt hægt, sagði Lasse Wikløf Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna lýsti yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga, á þingi Norðurlandaráðs, í Kaupmannahöfn, í dag. Hann studdi einnig að sjálfstjórnarsvæðin fengju fulla aðild að Norðurlandaráði.- Ef þetta krefst endurskoðunar á Helsinkisáttmálanum verður að hrinda henni í framkvæmd núna og það á ekki að fresta því lengur að gefa sjálfstjórnarsvæðunum fulla aðild að Norðurlandaráði, sagði Steingrímur.Fulltrúi norska Samaþingsins, Aili Keskitalo svaraði og sagðist ánægð með að fleiri létu í ljósi pólitískan vilja til þess að innlima sjálfstjórnarsvæðin að fullu í norrænt samstarf.- Að hálfu Sama höfum við lagt mikla orku í að fá sambærilega stöðu í norræna samstarfinu, en við höfum rekið okkur á formlegar hindranir. Af þeim sökum er ég ánægð með að menn lýsa yfir pólitískum vilja hvað varðar þetta málefni, sagði Keskitalo sem spurði, hvort taka bæri samstarfið í Norðurskautsráðinu til fyrirmyndar, en þar njóta allir aðilar jafnræðis.Jogvan Vid Keldu þakkaði fyrir stuðning Íslendinga í sjálfstæðis¬baráttunni. Hann staðfesti að nú væru liðin þrjú ár síðan löggjafarþingið á Færeyjum bað um fulla aðild, en síðan hefði ekkert gerst.- Ef breyta þarf Helsinkisáttmálanum snýst þetta einungis um pólitískan vilja, sagði Keldu.Samstarfsráðherra Álands, Lasse Wikløf taldi greiningu ráðherranefndarinnar áhugaverða og vísaði í staðhæfingu eins prófessorsins í skýrslunni þar sem fram kemur að ekkert ákvæði í þjóðrétti komi í veg fyrir frekari þróun á stöðu sjálfstjórnarsvæðanna.- Ef vilji er fyrir hendi er allt hægt, sagði Lasse Wikløf
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira