Sex manns í gæsluvarðhaldi vegna fjögurra fíkniefnamála 1. nóvember 2006 17:06 Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi og hald hefur lagt á umtalsvert magn fíkniefna í fjórum stórum fíkniefnamálum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á stuttum tíma.Í tilkynningu frá lögreglunni segir að upp hafi komist um málin í samstarfi tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og lögreglunnar í Reykjavík sem annast hefur rannsókn þeirra. Þá hefur rannsókn tveggja þessara mála verið unnin í nánu samstarfi með lögreglunni í Kaupmannahöfn.Fyrsta málið kom upp þann 12. október þegar tveir íslenskir karlmenn um fertugt komu til landsins frá Kaupmannahöfn. Við leit tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli kom í ljós að þeir höfðu falið töluvert magn kókaíns í skóm sínum. Lögreglan í Reykjavík sem annast rannsókn málsins fékk mennina úrskurðaða í gæsluvarðhald. Þeir hafa verið látnir lausir. Daginn eftir var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri stöðvaður í flugstöðinni, einnig við komu frá Kaupmannahöfn. Verulegt magn kókaíns fannst í skóbotnum hans. Manninum var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar í Reykjavík sem annast rannsókn málsins.Í framhaldi af þessum málum voru tveir grunaðir samverkamenn þeirra handteknir og sæta þeir gæsluvarðhaldi nú.Í þriðja málinu hafði lögreglan í Kaupmannahöfn samband við lögregluna á Keflavíkurflugvelli og óskaði eftir því að íslenskt par sem von var á til landsins frá Kaupmannahöfn yrði handtekið við komu þess til Íslands. Ástæða þess var sú að í tösku sem þeim tengdist á flugvellinum í Danmörku fannst verulegt magn amfetamíns. Lögreglan í Reykjavík annast rannsókn þess máls í nánu samstarfi með lögreglunni í Kaupmannahöfn.Fjórða málið kom upp þann 19. október þegar tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í tengslum við rannsókn á innflutningi á umtalsverðu magni af fíkniefnum með hraðsendingu sem kom frá Danmörku. Þeir sæta nú gæsluvarðhaldi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi og hald hefur lagt á umtalsvert magn fíkniefna í fjórum stórum fíkniefnamálum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á stuttum tíma.Í tilkynningu frá lögreglunni segir að upp hafi komist um málin í samstarfi tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og lögreglunnar í Reykjavík sem annast hefur rannsókn þeirra. Þá hefur rannsókn tveggja þessara mála verið unnin í nánu samstarfi með lögreglunni í Kaupmannahöfn.Fyrsta málið kom upp þann 12. október þegar tveir íslenskir karlmenn um fertugt komu til landsins frá Kaupmannahöfn. Við leit tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli kom í ljós að þeir höfðu falið töluvert magn kókaíns í skóm sínum. Lögreglan í Reykjavík sem annast rannsókn málsins fékk mennina úrskurðaða í gæsluvarðhald. Þeir hafa verið látnir lausir. Daginn eftir var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri stöðvaður í flugstöðinni, einnig við komu frá Kaupmannahöfn. Verulegt magn kókaíns fannst í skóbotnum hans. Manninum var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar í Reykjavík sem annast rannsókn málsins.Í framhaldi af þessum málum voru tveir grunaðir samverkamenn þeirra handteknir og sæta þeir gæsluvarðhaldi nú.Í þriðja málinu hafði lögreglan í Kaupmannahöfn samband við lögregluna á Keflavíkurflugvelli og óskaði eftir því að íslenskt par sem von var á til landsins frá Kaupmannahöfn yrði handtekið við komu þess til Íslands. Ástæða þess var sú að í tösku sem þeim tengdist á flugvellinum í Danmörku fannst verulegt magn amfetamíns. Lögreglan í Reykjavík annast rannsókn þess máls í nánu samstarfi með lögreglunni í Kaupmannahöfn.Fjórða málið kom upp þann 19. október þegar tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í tengslum við rannsókn á innflutningi á umtalsverðu magni af fíkniefnum með hraðsendingu sem kom frá Danmörku. Þeir sæta nú gæsluvarðhaldi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira