Írak, Írak, Írak 2. nóvember 2006 10:13 Bandarískir hermenn að störfum í Írak. MYND/NM Afstaðan til Íraksstríðsins mun ráða atkvæðum flestra kjósenda í bandarísku þingkosningunum. Tilraunir repúblikana til að snúa umræðunni frá stríðinu og óánægju kjósenda hafa borið takmarkaðan árangur og litla hjálp að fá lengur frá John Kerry sem virðist hafa farið að ráðum félaga sinna um að biðjast afsökunar og láta lítið fyrir sér fara. Kerry klúðraði Kosningaumræðan síðustu tvo daga hefur að miklu leyti snúist um John Kerry og klúðruðum brandara hans. Kerry sagði á fundi með háskólanemendum á mánudag að mikilvægt væri að stunda skólann því ella ættu þeir á hættu að "festast í Írak". Þetta mátti skilja sem árás á gáfnafar bandarískra hermanna. Kerry sagðist hins vegar hafa ætlað að skjóta á George Bush forseta en hafa sleppt úr mikilvægum orðum. Hann þverneitaði að biðjast afsökunar og sagði engum detta í hug að hann, sem fyrrverandi hermaður, væri að gera grín að þeim sem fórna sér fyrir þjóðina. Margir gerðu það engu að síður. Loks afsökunarbeiðni Hvorki hefur heyrst eða sést til Kerrys frá því að hann hringdi í útvarpsþátt ofurdemókratans Don Imus í gærmorgun. Samtalið hófst svo; Kerry: Góðan daginn Don Imus. Hvernig hefurðu það? Imus: Gerðu það hættu þessu. (hlátur) Imus: Hættu að tala. Farðu heim, farðu að hjóla, farðu á seglbretti, hvað sem er, hættu þessu. Þú átt eftir að skemma þetta. Samtalið endaði svo á því að Imus grátbað Kerry að hætta að tala. Afsökunarbeiðnin birtist á heimasíðu öldungadeildarþingmannsins undir kvöld í gær og telja margir þar með að umræðan fari aftur að snúast um önnur mál. Kannanir slæmar fyrir repúblikana Flestir kjósendur segja Íraksstríðið hafa mest áhrif á það hver fær atkvæði þeirra og kemur það repúblikönum án vafa illa. Einungis tuttugu og níu prósent eru sáttir við hvernig Bush forseti hefur stjórnað málum í Írak og sjötíu prósent telja hann ekki hafa neina áætlun um hvernig ljúka eigi afskiptum Bandaríkjamanna þar samkvæmt könnun sem birtist í New York Times í dag. Óánægja með stríðið og hlutverk Bush kemur ekki á óvart en áhyggjuefni fyrir repúblikana að enn dregur úr trú manna á forsetanum. Bush getur ekki svo auðveldlega látið lítið fyrir sér fara og mun eflaust halda áfram kappfundaherferð sinni þótt fimmtíu og sex prósent aðspurðra í könnunina sögðust telja hann skaða frambjóðendur. Önnur mál litast af Írak Repúblikönum hefur ekki orðið eins ágengt og áður að hræða kjósendur frá demókrataflokknum með umræðu um mál eins og hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þá virðist óánægjan með stríðið í Írak lita afstöðu margra kjósenda til annarra mála. Dæmi um það er efnahagslífið því þótt sextíu og tvö prósent telji það í góðu standi samkvæmt könnun CNN þá telja einungis þrjátíu og átta prósent Bush standa sig vel í efnahagsmálum samkvæmt könnun New York Times. Óháðir Sumir stjórnmálaskýrendur gera mikið úr mögulegum áhrifum óháðra kjósenda sem í undanförnum kosningum hafa skipt atkvæðum sínum nokkuð jafnt milli flokka. Í könnun New York Times segja tuttugu og þrjú prósent óháðra ætla að kjósa repúblikana á meðan fimmtíu prósent segjast ætla að greiða demókrötum atkvæði þetta sinn. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Afstaðan til Íraksstríðsins mun ráða atkvæðum flestra kjósenda í bandarísku þingkosningunum. Tilraunir repúblikana til að snúa umræðunni frá stríðinu og óánægju kjósenda hafa borið takmarkaðan árangur og litla hjálp að fá lengur frá John Kerry sem virðist hafa farið að ráðum félaga sinna um að biðjast afsökunar og láta lítið fyrir sér fara. Kerry klúðraði Kosningaumræðan síðustu tvo daga hefur að miklu leyti snúist um John Kerry og klúðruðum brandara hans. Kerry sagði á fundi með háskólanemendum á mánudag að mikilvægt væri að stunda skólann því ella ættu þeir á hættu að "festast í Írak". Þetta mátti skilja sem árás á gáfnafar bandarískra hermanna. Kerry sagðist hins vegar hafa ætlað að skjóta á George Bush forseta en hafa sleppt úr mikilvægum orðum. Hann þverneitaði að biðjast afsökunar og sagði engum detta í hug að hann, sem fyrrverandi hermaður, væri að gera grín að þeim sem fórna sér fyrir þjóðina. Margir gerðu það engu að síður. Loks afsökunarbeiðni Hvorki hefur heyrst eða sést til Kerrys frá því að hann hringdi í útvarpsþátt ofurdemókratans Don Imus í gærmorgun. Samtalið hófst svo; Kerry: Góðan daginn Don Imus. Hvernig hefurðu það? Imus: Gerðu það hættu þessu. (hlátur) Imus: Hættu að tala. Farðu heim, farðu að hjóla, farðu á seglbretti, hvað sem er, hættu þessu. Þú átt eftir að skemma þetta. Samtalið endaði svo á því að Imus grátbað Kerry að hætta að tala. Afsökunarbeiðnin birtist á heimasíðu öldungadeildarþingmannsins undir kvöld í gær og telja margir þar með að umræðan fari aftur að snúast um önnur mál. Kannanir slæmar fyrir repúblikana Flestir kjósendur segja Íraksstríðið hafa mest áhrif á það hver fær atkvæði þeirra og kemur það repúblikönum án vafa illa. Einungis tuttugu og níu prósent eru sáttir við hvernig Bush forseti hefur stjórnað málum í Írak og sjötíu prósent telja hann ekki hafa neina áætlun um hvernig ljúka eigi afskiptum Bandaríkjamanna þar samkvæmt könnun sem birtist í New York Times í dag. Óánægja með stríðið og hlutverk Bush kemur ekki á óvart en áhyggjuefni fyrir repúblikana að enn dregur úr trú manna á forsetanum. Bush getur ekki svo auðveldlega látið lítið fyrir sér fara og mun eflaust halda áfram kappfundaherferð sinni þótt fimmtíu og sex prósent aðspurðra í könnunina sögðust telja hann skaða frambjóðendur. Önnur mál litast af Írak Repúblikönum hefur ekki orðið eins ágengt og áður að hræða kjósendur frá demókrataflokknum með umræðu um mál eins og hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þá virðist óánægjan með stríðið í Írak lita afstöðu margra kjósenda til annarra mála. Dæmi um það er efnahagslífið því þótt sextíu og tvö prósent telji það í góðu standi samkvæmt könnun CNN þá telja einungis þrjátíu og átta prósent Bush standa sig vel í efnahagsmálum samkvæmt könnun New York Times. Óháðir Sumir stjórnmálaskýrendur gera mikið úr mögulegum áhrifum óháðra kjósenda sem í undanförnum kosningum hafa skipt atkvæðum sínum nokkuð jafnt milli flokka. Í könnun New York Times segja tuttugu og þrjú prósent óháðra ætla að kjósa repúblikana á meðan fimmtíu prósent segjast ætla að greiða demókrötum atkvæði þetta sinn.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira