Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2025 10:09 Tino Chrupalla, annar leiðtoga flokksins Valkostur fyrir Þýskaland, eða AfD. EPA/CLEMENS BILAN Tino Chrupalla, annar af æðstu leiðtogum flokksins Valkostur fyrir Þýskaland eða AfD, segir Þýskalandi ekki stafa nokkur ógn af Rússlandi Vladimírs Pútín. Það sama segir hann þó ekki um Pólland. Churpalla telur að Þýskalandi gæti stafað ógn af Póllandi. Í sjónvarpsviðtali á þriðjudaginn sagði Chrupalla að Pútín hefði ekki gert honum neitt og að hann sæi ekki hvernig Rússland ógnaði Þýskalandi á nokkurn hátt, að svo stöddu. Eins og fram kemur í frétt Politico sneri Churpalla sér að Póllandi í kjölfarið og sagði að það væri meðal ríkja sem gætu hins vegar ógnað Þýskalandi. Vísaði hann meðal annars til þess að yfirvöld í Póllandi hafa neitað að framselja úkraínskan mann sem talinn er hafa komið að skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunum árið 2022. Það væri til marks um að Pólverjar hefðu aðra hagsmuni en Þjóðverjar, samkvæmt pólska miðlinum TVP World. „Pólland getur einnig ógnað okkur,“ sagði Churpalla. Í þættinum básúnaði hann einnig áróður Rússa um að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Pútíns í Úkraínu. AfD hefur verið flokkaður sem öfgasamtök í Þýskalandi en fylgi hans hefur þó aukist nokkuð í Þýskalandi að undanförnu. Sakaðir um njósnir fyrir Rússa Leiðtogar AfD hafa lengi verið sakaðir um að ganga erinda yfirvalda í Rússlandi og hafa þær ásakanir orðið háværari með auknu fylgi þeirra í Þýskalandi. Miðjumenn á þýska þinginu segja AfD þjóna hagsmunum Þýskalands og því hefur einnig verið haldið fram að Rússar noti meðlimi AfD til njósna. Það hefur Marc Henrichmann, íhaldssamur formaður leyniþjónustumálanefndar þýska þingsins, til að mynda haldið fram, samkvæmt Politico. Hann sagði í nýlegu viðtali að Rússar væru að nýta AfD flokkinn til njósna, með góðfúslegu leyfi leiðtoga hans. „Rússar eru klárlega að nota áhrif á þingi, sérstklega innan AfD, til njósna og söfnunnar viðvkæmra upplýsinga,“ sagði Henrichmann. Alice Weidel leiðir AfD með Chrupalla.EPA/CLEMENS BILAN Í sömu grein var vitnað í Georg Maier, innanríkisráðherra Þýringalands, en hann sagði að þingmenn AfD hefðu sent fjölda fyrirspurna til sín. Svo virtist sem þeim væri ætlað að varpa ljósi á öryggisgalla á mikilvægum innviðum Þýskalands. Maier sagði þingmennina hafa sérstakan áhuga á drónavörnum, upplýsingatækni lögreglunnar og aðgerðum þýska hersins. „Maður fær þá tilfinningu að AfD sé hreinlega að vinna sig í gegnum spurningalista frá Kreml.“ Í þættinum á þriðjudaginn sagði Churpalla að þessar ásakanir væru fáránlegar og að sífellt væri verið að saka flokkinn um eitthvað sem hefði aldrei verið sannað. Aðstoðarmaður fyrrverandi Evrópuþingmanns AfD nýlega dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að njósna í þágu Kínverja. Þingmaðurinn sjálfur hefur verið rannsakaður vegna gruns um að hann hafi tekið við mútum frá Kína og Rússlandi. Deilur um þingmenn sem vilja til Rússlands Nýlega komu upp deilur innan AfD vegna hóps stjórnmálamanna flokksins sem ætluðu að ferðast til Rússlands og sækja þar ráðstefnu BRICS-ríkjanna svokölluðu. Alice Weidel, hinn leiðtogi AfD, hefur reynt að hreinsa ímynd flokksins þegar kemur að viðhorfum meðlima hans til Rússlands. Samkvæmt Politico hefur hún frekar viljað leggja áherslu á bætt tengsl við ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum, og hefur hún reynt að stöðva ferðalag áðurnefndra stjórnmálamanna til Rússlands. Þýskaland Rússland Vladimír Pútín Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Fjarhægriflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, nær þrefaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Norðurrín-Vestfalíu í gær. 15. september 2025 08:43 Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt. 4. september 2025 10:10 Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Í sjónvarpsviðtali á þriðjudaginn sagði Chrupalla að Pútín hefði ekki gert honum neitt og að hann sæi ekki hvernig Rússland ógnaði Þýskalandi á nokkurn hátt, að svo stöddu. Eins og fram kemur í frétt Politico sneri Churpalla sér að Póllandi í kjölfarið og sagði að það væri meðal ríkja sem gætu hins vegar ógnað Þýskalandi. Vísaði hann meðal annars til þess að yfirvöld í Póllandi hafa neitað að framselja úkraínskan mann sem talinn er hafa komið að skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunum árið 2022. Það væri til marks um að Pólverjar hefðu aðra hagsmuni en Þjóðverjar, samkvæmt pólska miðlinum TVP World. „Pólland getur einnig ógnað okkur,“ sagði Churpalla. Í þættinum básúnaði hann einnig áróður Rússa um að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Pútíns í Úkraínu. AfD hefur verið flokkaður sem öfgasamtök í Þýskalandi en fylgi hans hefur þó aukist nokkuð í Þýskalandi að undanförnu. Sakaðir um njósnir fyrir Rússa Leiðtogar AfD hafa lengi verið sakaðir um að ganga erinda yfirvalda í Rússlandi og hafa þær ásakanir orðið háværari með auknu fylgi þeirra í Þýskalandi. Miðjumenn á þýska þinginu segja AfD þjóna hagsmunum Þýskalands og því hefur einnig verið haldið fram að Rússar noti meðlimi AfD til njósna. Það hefur Marc Henrichmann, íhaldssamur formaður leyniþjónustumálanefndar þýska þingsins, til að mynda haldið fram, samkvæmt Politico. Hann sagði í nýlegu viðtali að Rússar væru að nýta AfD flokkinn til njósna, með góðfúslegu leyfi leiðtoga hans. „Rússar eru klárlega að nota áhrif á þingi, sérstklega innan AfD, til njósna og söfnunnar viðvkæmra upplýsinga,“ sagði Henrichmann. Alice Weidel leiðir AfD með Chrupalla.EPA/CLEMENS BILAN Í sömu grein var vitnað í Georg Maier, innanríkisráðherra Þýringalands, en hann sagði að þingmenn AfD hefðu sent fjölda fyrirspurna til sín. Svo virtist sem þeim væri ætlað að varpa ljósi á öryggisgalla á mikilvægum innviðum Þýskalands. Maier sagði þingmennina hafa sérstakan áhuga á drónavörnum, upplýsingatækni lögreglunnar og aðgerðum þýska hersins. „Maður fær þá tilfinningu að AfD sé hreinlega að vinna sig í gegnum spurningalista frá Kreml.“ Í þættinum á þriðjudaginn sagði Churpalla að þessar ásakanir væru fáránlegar og að sífellt væri verið að saka flokkinn um eitthvað sem hefði aldrei verið sannað. Aðstoðarmaður fyrrverandi Evrópuþingmanns AfD nýlega dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að njósna í þágu Kínverja. Þingmaðurinn sjálfur hefur verið rannsakaður vegna gruns um að hann hafi tekið við mútum frá Kína og Rússlandi. Deilur um þingmenn sem vilja til Rússlands Nýlega komu upp deilur innan AfD vegna hóps stjórnmálamanna flokksins sem ætluðu að ferðast til Rússlands og sækja þar ráðstefnu BRICS-ríkjanna svokölluðu. Alice Weidel, hinn leiðtogi AfD, hefur reynt að hreinsa ímynd flokksins þegar kemur að viðhorfum meðlima hans til Rússlands. Samkvæmt Politico hefur hún frekar viljað leggja áherslu á bætt tengsl við ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum, og hefur hún reynt að stöðva ferðalag áðurnefndra stjórnmálamanna til Rússlands.
Þýskaland Rússland Vladimír Pútín Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Fjarhægriflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, nær þrefaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Norðurrín-Vestfalíu í gær. 15. september 2025 08:43 Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt. 4. september 2025 10:10 Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Fjarhægriflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, nær þrefaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Norðurrín-Vestfalíu í gær. 15. september 2025 08:43
Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt. 4. september 2025 10:10
Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39