Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2025 10:09 Tino Chrupalla, annar leiðtoga flokksins Valkostur fyrir Þýskaland, eða AfD. EPA/CLEMENS BILAN Tino Chrupalla, annar af æðstu leiðtogum flokksins Valkostur fyrir Þýskaland eða AfD, segir Þýskalandi ekki stafa nokkur ógn af Rússlandi Vladimírs Pútín. Það sama segir hann þó ekki um Pólland. Churpalla telur að Þýskalandi gæti stafað ógn af Póllandi. Í sjónvarpsviðtali á þriðjudaginn sagði Chrupalla að Pútín hefði ekki gert honum neitt og að hann sæi ekki hvernig Rússland ógnaði Þýskalandi á nokkurn hátt, að svo stöddu. Eins og fram kemur í frétt Politico sneri Churpalla sér að Póllandi í kjölfarið og sagði að það væri meðal ríkja sem gætu hins vegar ógnað Þýskalandi. Vísaði hann meðal annars til þess að yfirvöld í Póllandi hafa neitað að framselja úkraínskan mann sem talinn er hafa komið að skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunum árið 2022. Það væri til marks um að Pólverjar hefðu aðra hagsmuni en Þjóðverjar, samkvæmt pólska miðlinum TVP World. „Pólland getur einnig ógnað okkur,“ sagði Churpalla. Í þættinum básúnaði hann einnig áróður Rússa um að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Pútíns í Úkraínu. AfD hefur verið flokkaður sem öfgasamtök í Þýskalandi en fylgi hans hefur þó aukist nokkuð í Þýskalandi að undanförnu. Sakaðir um njósnir fyrir Rússa Leiðtogar AfD hafa lengi verið sakaðir um að ganga erinda yfirvalda í Rússlandi og hafa þær ásakanir orðið háværari með auknu fylgi þeirra í Þýskalandi. Miðjumenn á þýska þinginu segja AfD þjóna hagsmunum Þýskalands og því hefur einnig verið haldið fram að Rússar noti meðlimi AfD til njósna. Það hefur Marc Henrichmann, íhaldssamur formaður leyniþjónustumálanefndar þýska þingsins, til að mynda haldið fram, samkvæmt Politico. Hann sagði í nýlegu viðtali að Rússar væru að nýta AfD flokkinn til njósna, með góðfúslegu leyfi leiðtoga hans. „Rússar eru klárlega að nota áhrif á þingi, sérstklega innan AfD, til njósna og söfnunnar viðvkæmra upplýsinga,“ sagði Henrichmann. Alice Weidel leiðir AfD með Chrupalla.EPA/CLEMENS BILAN Í sömu grein var vitnað í Georg Maier, innanríkisráðherra Þýringalands, en hann sagði að þingmenn AfD hefðu sent fjölda fyrirspurna til sín. Svo virtist sem þeim væri ætlað að varpa ljósi á öryggisgalla á mikilvægum innviðum Þýskalands. Maier sagði þingmennina hafa sérstakan áhuga á drónavörnum, upplýsingatækni lögreglunnar og aðgerðum þýska hersins. „Maður fær þá tilfinningu að AfD sé hreinlega að vinna sig í gegnum spurningalista frá Kreml.“ Í þættinum á þriðjudaginn sagði Churpalla að þessar ásakanir væru fáránlegar og að sífellt væri verið að saka flokkinn um eitthvað sem hefði aldrei verið sannað. Aðstoðarmaður fyrrverandi Evrópuþingmanns AfD nýlega dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að njósna í þágu Kínverja. Þingmaðurinn sjálfur hefur verið rannsakaður vegna gruns um að hann hafi tekið við mútum frá Kína og Rússlandi. Deilur um þingmenn sem vilja til Rússlands Nýlega komu upp deilur innan AfD vegna hóps stjórnmálamanna flokksins sem ætluðu að ferðast til Rússlands og sækja þar ráðstefnu BRICS-ríkjanna svokölluðu. Alice Weidel, hinn leiðtogi AfD, hefur reynt að hreinsa ímynd flokksins þegar kemur að viðhorfum meðlima hans til Rússlands. Samkvæmt Politico hefur hún frekar viljað leggja áherslu á bætt tengsl við ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum, og hefur hún reynt að stöðva ferðalag áðurnefndra stjórnmálamanna til Rússlands. Þýskaland Rússland Vladimír Pútín Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Fjarhægriflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, nær þrefaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Norðurrín-Vestfalíu í gær. 15. september 2025 08:43 Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt. 4. september 2025 10:10 Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Í sjónvarpsviðtali á þriðjudaginn sagði Chrupalla að Pútín hefði ekki gert honum neitt og að hann sæi ekki hvernig Rússland ógnaði Þýskalandi á nokkurn hátt, að svo stöddu. Eins og fram kemur í frétt Politico sneri Churpalla sér að Póllandi í kjölfarið og sagði að það væri meðal ríkja sem gætu hins vegar ógnað Þýskalandi. Vísaði hann meðal annars til þess að yfirvöld í Póllandi hafa neitað að framselja úkraínskan mann sem talinn er hafa komið að skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunum árið 2022. Það væri til marks um að Pólverjar hefðu aðra hagsmuni en Þjóðverjar, samkvæmt pólska miðlinum TVP World. „Pólland getur einnig ógnað okkur,“ sagði Churpalla. Í þættinum básúnaði hann einnig áróður Rússa um að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Pútíns í Úkraínu. AfD hefur verið flokkaður sem öfgasamtök í Þýskalandi en fylgi hans hefur þó aukist nokkuð í Þýskalandi að undanförnu. Sakaðir um njósnir fyrir Rússa Leiðtogar AfD hafa lengi verið sakaðir um að ganga erinda yfirvalda í Rússlandi og hafa þær ásakanir orðið háværari með auknu fylgi þeirra í Þýskalandi. Miðjumenn á þýska þinginu segja AfD þjóna hagsmunum Þýskalands og því hefur einnig verið haldið fram að Rússar noti meðlimi AfD til njósna. Það hefur Marc Henrichmann, íhaldssamur formaður leyniþjónustumálanefndar þýska þingsins, til að mynda haldið fram, samkvæmt Politico. Hann sagði í nýlegu viðtali að Rússar væru að nýta AfD flokkinn til njósna, með góðfúslegu leyfi leiðtoga hans. „Rússar eru klárlega að nota áhrif á þingi, sérstklega innan AfD, til njósna og söfnunnar viðvkæmra upplýsinga,“ sagði Henrichmann. Alice Weidel leiðir AfD með Chrupalla.EPA/CLEMENS BILAN Í sömu grein var vitnað í Georg Maier, innanríkisráðherra Þýringalands, en hann sagði að þingmenn AfD hefðu sent fjölda fyrirspurna til sín. Svo virtist sem þeim væri ætlað að varpa ljósi á öryggisgalla á mikilvægum innviðum Þýskalands. Maier sagði þingmennina hafa sérstakan áhuga á drónavörnum, upplýsingatækni lögreglunnar og aðgerðum þýska hersins. „Maður fær þá tilfinningu að AfD sé hreinlega að vinna sig í gegnum spurningalista frá Kreml.“ Í þættinum á þriðjudaginn sagði Churpalla að þessar ásakanir væru fáránlegar og að sífellt væri verið að saka flokkinn um eitthvað sem hefði aldrei verið sannað. Aðstoðarmaður fyrrverandi Evrópuþingmanns AfD nýlega dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að njósna í þágu Kínverja. Þingmaðurinn sjálfur hefur verið rannsakaður vegna gruns um að hann hafi tekið við mútum frá Kína og Rússlandi. Deilur um þingmenn sem vilja til Rússlands Nýlega komu upp deilur innan AfD vegna hóps stjórnmálamanna flokksins sem ætluðu að ferðast til Rússlands og sækja þar ráðstefnu BRICS-ríkjanna svokölluðu. Alice Weidel, hinn leiðtogi AfD, hefur reynt að hreinsa ímynd flokksins þegar kemur að viðhorfum meðlima hans til Rússlands. Samkvæmt Politico hefur hún frekar viljað leggja áherslu á bætt tengsl við ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum, og hefur hún reynt að stöðva ferðalag áðurnefndra stjórnmálamanna til Rússlands.
Þýskaland Rússland Vladimír Pútín Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Fjarhægriflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, nær þrefaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Norðurrín-Vestfalíu í gær. 15. september 2025 08:43 Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt. 4. september 2025 10:10 Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Fjarhægriflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, nær þrefaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Norðurrín-Vestfalíu í gær. 15. september 2025 08:43
Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt. 4. september 2025 10:10
Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39