Kosið um fleira en þingsæti 3. nóvember 2006 10:53 Michael J Fox hvetur til að stofnfrumrannsóknir verði leyfðar Kosið verður 208 aukamál samhliða þingkosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kjósendur fá þannig tækifæri til að hafa áhrif á fjölda lagasetninga sem varða allt frá skilgreiningu á hjónabandi til dúfnaveiða. Mál sem varða ráðstöfun á almannafé eru þó langsamlega algengust. Skattarnir Í flestum fylkjum fá kjósendur tækifæri til að hafa áhrif á ýmis mál sem varða þeirra sameiginlegu sjóði. Í Kaliforníu er til að mynda spurt hvort auka eigi skatta á selda sígarettupakka og hvort hækka eigi álögur á olíufélögin. Miklir hagsmunir eru í húfi, bæði fyrir tóbaksfyrirtækin og olíufélögin en líka fyrir þá sem eiga að njóta teknanna. Aukatekjurnar af sígarettuskattinum eiga að fara í heilbrigðiskerfið og af olíuskattinum í þróun framtíðarorkugjafa. Eins og stendur eru jafn margir með og á móti sígarettuskattinum en ívið fleiri á móti olíuskattinum þrátt fyrir að Bill Clinton, Al Gore, Julia Roberts og fleiri frægir hafi gert sitt besta til að sannfæra kjósendur um ágæti hans. "Ríkið mun ekki leysa vandamál okkar, ríkið er vandamálið" sagði Kaliforníubúinn Ronald Reagan og endurspeglar vantrú hans á mikilvægi ríkisvaldsins að líkindum skoðun margra kjósenda. Peningarnir í buddunni Önnur skattaleg mál sem gjarnan er kosið um tengjast nýjum lánveitingum til að fjármagna ákveðin verkefni eða málaflokka eins og til dæmis menntun eða vegaframkvæmdir. Takmörkun á valdi stjórnvalda til að taka land eignarnámi er á kjörseðlum margra fylkja svo og hvort veita skuli eða afturkalla skattafslætti ýmissa atvinnugreina eða hópa. Þá er í sex fylkjum spurt hvort hækka eigi lágmarkslaun. Réttindi samkynhneigðraTuttugu fylki hafa þegar samþykkt bann við hjónaböndum samkynhneigðra og er málið á dagskrá í átta fylkjum til viðbótar nú. Í tveimur fylkjum, Suður-Dakóta og Wisconsin, er óvíst hvernig atkvæðagreiðslan fer. Það þykir teljast til tíðinda vegna þess að annars staðar hefur slíkt bann verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Í Colorado er útlit fyrir að hjónabandið verði skilgreint sem eining karls og konu en á atkvæðaseðlinum verður líka tillaga um að veita samkynhneigðum pörum lagaleg réttindi sem fylgja skráðri sambúð. Stofnfrumurannsóknir Stofnfrumurannsóknir hafa fengið mikla athygli út á sjónvarpsauglýsingar leikarans Michaels J. Fox en það er einungis í Missouri sem þær eru á dagskrá. Þar er tillaga sem styður framgang stofnfrumurannsókna og aðgang íbúa að læknismeðferðum þeim tengdum. Fox hvetur kjósendur til að styðja Claire McCaskill frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar vegna stuðnings hennar við stofnfrumurannsóknir. Óljóst er hvort það muni gagnast henni. Fóstureyðingar og reykingarKjósendur í Suður-Dakóta fá tækifæri til að afturkalla bann við öllum fóstureyðingum sem fylkisþingið samþykkti í febrúar. Í tveimur fylkjum er kosið um hvort skylda beri heilbrigðisstarfsmennt til að upplýsa foreldra um fóstureyðinga stúlkna undir lögaldri. Íbúar þriggja fylkja fá tækifæri til að banna reykingar á opinberum stöðum og í Nevada er spurt hvort lögleiða eigi hófsamar maríjúanareykingar. Beint lýðræði á skáAlls konar athyglisverð mál eru á kjörseðlum margra fylkja, og slær Arizona metið með nítján tillögum. Þar er meðal annars spurt um tillögu til að auka kosningaþátttöku með því að draga út einn heppinn kjósenda á tveggja ára fresti og gefa honum milljón dollara. Í Massachusetts er spurt hvort selja eigi áfengi í matvöruverslunum og í Oklahoma hvort banna eigi áfengissölu á kjördag. Eitt helsta deilumál í Michigan síðari ár er nú sett í hendur kjósenda, sem fá að ákveða hvort banna skuli dúfnaveiðar að nýju. Bandarískir kjósendur eiga þess kost að hafa áhrif á fjölmörg hagsmunamál innan fylkja, sveita og bæja en þegar kemur að alríkismálum er leiðin lengri að lýðræðinu og verða þeir þar að treysta á kjörna fulltrúa. Þingkosningar í Bandaríkjunum Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Kosið verður 208 aukamál samhliða þingkosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kjósendur fá þannig tækifæri til að hafa áhrif á fjölda lagasetninga sem varða allt frá skilgreiningu á hjónabandi til dúfnaveiða. Mál sem varða ráðstöfun á almannafé eru þó langsamlega algengust. Skattarnir Í flestum fylkjum fá kjósendur tækifæri til að hafa áhrif á ýmis mál sem varða þeirra sameiginlegu sjóði. Í Kaliforníu er til að mynda spurt hvort auka eigi skatta á selda sígarettupakka og hvort hækka eigi álögur á olíufélögin. Miklir hagsmunir eru í húfi, bæði fyrir tóbaksfyrirtækin og olíufélögin en líka fyrir þá sem eiga að njóta teknanna. Aukatekjurnar af sígarettuskattinum eiga að fara í heilbrigðiskerfið og af olíuskattinum í þróun framtíðarorkugjafa. Eins og stendur eru jafn margir með og á móti sígarettuskattinum en ívið fleiri á móti olíuskattinum þrátt fyrir að Bill Clinton, Al Gore, Julia Roberts og fleiri frægir hafi gert sitt besta til að sannfæra kjósendur um ágæti hans. "Ríkið mun ekki leysa vandamál okkar, ríkið er vandamálið" sagði Kaliforníubúinn Ronald Reagan og endurspeglar vantrú hans á mikilvægi ríkisvaldsins að líkindum skoðun margra kjósenda. Peningarnir í buddunni Önnur skattaleg mál sem gjarnan er kosið um tengjast nýjum lánveitingum til að fjármagna ákveðin verkefni eða málaflokka eins og til dæmis menntun eða vegaframkvæmdir. Takmörkun á valdi stjórnvalda til að taka land eignarnámi er á kjörseðlum margra fylkja svo og hvort veita skuli eða afturkalla skattafslætti ýmissa atvinnugreina eða hópa. Þá er í sex fylkjum spurt hvort hækka eigi lágmarkslaun. Réttindi samkynhneigðraTuttugu fylki hafa þegar samþykkt bann við hjónaböndum samkynhneigðra og er málið á dagskrá í átta fylkjum til viðbótar nú. Í tveimur fylkjum, Suður-Dakóta og Wisconsin, er óvíst hvernig atkvæðagreiðslan fer. Það þykir teljast til tíðinda vegna þess að annars staðar hefur slíkt bann verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Í Colorado er útlit fyrir að hjónabandið verði skilgreint sem eining karls og konu en á atkvæðaseðlinum verður líka tillaga um að veita samkynhneigðum pörum lagaleg réttindi sem fylgja skráðri sambúð. Stofnfrumurannsóknir Stofnfrumurannsóknir hafa fengið mikla athygli út á sjónvarpsauglýsingar leikarans Michaels J. Fox en það er einungis í Missouri sem þær eru á dagskrá. Þar er tillaga sem styður framgang stofnfrumurannsókna og aðgang íbúa að læknismeðferðum þeim tengdum. Fox hvetur kjósendur til að styðja Claire McCaskill frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar vegna stuðnings hennar við stofnfrumurannsóknir. Óljóst er hvort það muni gagnast henni. Fóstureyðingar og reykingarKjósendur í Suður-Dakóta fá tækifæri til að afturkalla bann við öllum fóstureyðingum sem fylkisþingið samþykkti í febrúar. Í tveimur fylkjum er kosið um hvort skylda beri heilbrigðisstarfsmennt til að upplýsa foreldra um fóstureyðinga stúlkna undir lögaldri. Íbúar þriggja fylkja fá tækifæri til að banna reykingar á opinberum stöðum og í Nevada er spurt hvort lögleiða eigi hófsamar maríjúanareykingar. Beint lýðræði á skáAlls konar athyglisverð mál eru á kjörseðlum margra fylkja, og slær Arizona metið með nítján tillögum. Þar er meðal annars spurt um tillögu til að auka kosningaþátttöku með því að draga út einn heppinn kjósenda á tveggja ára fresti og gefa honum milljón dollara. Í Massachusetts er spurt hvort selja eigi áfengi í matvöruverslunum og í Oklahoma hvort banna eigi áfengissölu á kjördag. Eitt helsta deilumál í Michigan síðari ár er nú sett í hendur kjósenda, sem fá að ákveða hvort banna skuli dúfnaveiðar að nýju. Bandarískir kjósendur eiga þess kost að hafa áhrif á fjölmörg hagsmunamál innan fylkja, sveita og bæja en þegar kemur að alríkismálum er leiðin lengri að lýðræðinu og verða þeir þar að treysta á kjörna fulltrúa.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira