Bayern Munchen unnu góðan sigur á Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 2-1, eftir að hafa lent undir strax á 8. mínútu leiksins. Við tapið féll Stuttgart af toppi deildarinnar en þar situr nú Schalke eftir 4-2 sigur á Engergie Cuttbus.
Það var Mario Gomez sem kom Stuttgart yfir í upphafi leiks en Roy Makaay jafnaði verðskuldað metin um miðjan fyrri hálfleik. Claudio Pizarro skoraði annað mark níu mínútum síðar og þar við sat.
Sigurinn kemur Bayern í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig, einu stigi minna en Stuttgart í þriða sæti. Werder Bremen er áfram í öðru sæti eftir að hafa aðeins náð 2-2 jafntefli gegn Alemannia Aachen. Shalke er með 26 stig í efsta sæti.