Eiði Smára líkt við Romario 20. nóvember 2006 09:15 Eiður Smári Guðjohnsen sést hér skora annað mark sitt gegn Mallorca í gær. Yfirvegunin sem hann sýndi í markinu þykir minna á Romario, lifandi goðsögn hjá Barcelona. AFP Eiður Smári Guðjohnsen, eða "Guddy" eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. "Annað mark Guddy var einstaklega fallegt og minnti á yfirvegunina sem Romario hafði þegar hann var upp á sitt besta," sagði meðal annars í umfjöllun Mundo Deportivo, helsta dagblaðs Katalóníu. Blaðið hrósar Eiði Smára í hástert og fullyrðir að með sömu frammistöðu sé með öllu óvíst hvort að Samuel Eto´o komist aftur í liðið. Enn fremur segir að eftir mörkin tvö í gær eigi flestir að vera búnir að gleyma dauðafærinu sem hann klúðraði gegn Real Madrid fyrir nokkrum vikum. "Mörkin gefa mér sjálfstraust," sagði Eiður Smári við spænska fjölmiðla eftir leikinn en bætti við að það væru stigin þrjú sem væru honum efst í huga. "Það skiptir öllu máli að við erum í toppsætinu," sagði hann. Eiður Smári sagði einnig að liðsfélagar sínir hjá Barcelona gerðu í því að veita honum sjálfstraust. "Þegar maður spilar fyrir framan svona töframenn með boltann er ekki annað hægt en að fá færi og þá er um að gera að nýta þau." Ronaldinho sagði úrslitin í gær sýna að Barcelona gæti vel staðið sig án Lionel Messi og Eto´o, sem eru meiddir. "Það hafa verið vangaveltur um hver eigi að skora mörkin en núna skoruðu framherjar okkar þrjú af fjórum mörkum. Það segir ýmislegt. Mörk eru það besta sem getur komið framherja og ég á ekki von á öðru en að þeir haldi áfram að skora," sagði Ronaldinho. Andreas Iniesta, sem lagði upp síðara mark Eiðs með laglegri stungusendingu, sagði Íslendinginn hafa klárað færið einstaklega vel. "Það er hægt að hrósa mér fyrir sendinguna en hún hefði ekki verið neitt merkileg ef Eiður hefði ekki nýtt færið. Hann skoraði og þess vegna fæ ég stoðsendinguna skráða á mig," sagði Iniesta hógvær. Erlendar Erlent Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, eða "Guddy" eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. "Annað mark Guddy var einstaklega fallegt og minnti á yfirvegunina sem Romario hafði þegar hann var upp á sitt besta," sagði meðal annars í umfjöllun Mundo Deportivo, helsta dagblaðs Katalóníu. Blaðið hrósar Eiði Smára í hástert og fullyrðir að með sömu frammistöðu sé með öllu óvíst hvort að Samuel Eto´o komist aftur í liðið. Enn fremur segir að eftir mörkin tvö í gær eigi flestir að vera búnir að gleyma dauðafærinu sem hann klúðraði gegn Real Madrid fyrir nokkrum vikum. "Mörkin gefa mér sjálfstraust," sagði Eiður Smári við spænska fjölmiðla eftir leikinn en bætti við að það væru stigin þrjú sem væru honum efst í huga. "Það skiptir öllu máli að við erum í toppsætinu," sagði hann. Eiður Smári sagði einnig að liðsfélagar sínir hjá Barcelona gerðu í því að veita honum sjálfstraust. "Þegar maður spilar fyrir framan svona töframenn með boltann er ekki annað hægt en að fá færi og þá er um að gera að nýta þau." Ronaldinho sagði úrslitin í gær sýna að Barcelona gæti vel staðið sig án Lionel Messi og Eto´o, sem eru meiddir. "Það hafa verið vangaveltur um hver eigi að skora mörkin en núna skoruðu framherjar okkar þrjú af fjórum mörkum. Það segir ýmislegt. Mörk eru það besta sem getur komið framherja og ég á ekki von á öðru en að þeir haldi áfram að skora," sagði Ronaldinho. Andreas Iniesta, sem lagði upp síðara mark Eiðs með laglegri stungusendingu, sagði Íslendinginn hafa klárað færið einstaklega vel. "Það er hægt að hrósa mér fyrir sendinguna en hún hefði ekki verið neitt merkileg ef Eiður hefði ekki nýtt færið. Hann skoraði og þess vegna fæ ég stoðsendinguna skráða á mig," sagði Iniesta hógvær.
Erlendar Erlent Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira