Geislavirkt efni í líkama Litvinenkos 24. nóvember 2006 19:02 Töluvert af geislavirku efni hefur fundist í líkama rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos, sem lést af völdum eitrunar á sjúkrahúsi í Lundúnum í gærkvöldi. Skömmu fyrir andlátið sagði hann Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á örlögum sínum. Forsetinn vísar því alfarið á bug. Fyrsta nóvember síðasliðinn veiktist Litvinenko eftir fund með ítölskum öryggissérfræðingi, þar sem þeir ræddu morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkoskayu, sem féll fyrir morðingjahendi í síðasta mánuði. Síðan þá hefur Litvinenko barist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum og tapaði þeirri baráttu í gærkvöldi. Í dag var svo ljóst að geislavirka efnið polonium 210 greindist í líkama Litvinenkos og einnig á veitingastaðnum þar sem hann snæddi með heimildamanni sínum. Sigurður Emil Pálsson, eðlisfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins, segir um náttúrulegt efni að ræða sem verði einnig til í kjarnorkuiðnaði. Það gefi frá sér afla geislun og litla aðra geilsun. Hann segir erfitt að greina hana utan líkamans. Alfageislun sé skammdræg og jafnvel pappírsörk geti stöðvað hana. Komist efnið í líkamann geti áhrifin verið alvarleg. Í tilviki Litvinenkos virðist hafa orðið mikil geislun, áhrifin séu bráð þegar svo sé. Ónæmiskerfi lamist og ýmis líffæri. Svo virðist sem mikið af efninu hafi komist í líkama Litvinenkos. Litvinenko starfaði hjá KGB og síðar rússnesku öryggislögreglunni áður en hann leitaði hælis í Bretlandi 2001. Hann komst í ónáð hjá Pútín Rússlandsforseta, þegar sá síðarnefndi var yfirmaður öryggislögreglunnar. Ættingjar og vinir Litvinenkos ræddu við fjölmiðlamenn í Lundúnum í dag. Alex Goldfarb, vinur Litvinenkos, las upp yfirlýsingu frá honum sem var rituð skömmu fyrir andlát hans. Þar eru Pútín Rússlandsforseta ekki vandaðar kveðjurnar og hann sagður bera ábyrgð á örlögum njósnarans fyrrverandi. Pútín Rússlandsforseti vísar ásökununum á bug og segir ekkert hæft í þeim. Andstæðingar hans séu að nýta sér dauða Litvinenkos til að koma höggi á hann. Forsetinn vottaði ættingjum njósnarans fyrrverandi samúð sína á blaðamannafundi síðdegis. Erlent Fréttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Töluvert af geislavirku efni hefur fundist í líkama rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos, sem lést af völdum eitrunar á sjúkrahúsi í Lundúnum í gærkvöldi. Skömmu fyrir andlátið sagði hann Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á örlögum sínum. Forsetinn vísar því alfarið á bug. Fyrsta nóvember síðasliðinn veiktist Litvinenko eftir fund með ítölskum öryggissérfræðingi, þar sem þeir ræddu morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkoskayu, sem féll fyrir morðingjahendi í síðasta mánuði. Síðan þá hefur Litvinenko barist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum og tapaði þeirri baráttu í gærkvöldi. Í dag var svo ljóst að geislavirka efnið polonium 210 greindist í líkama Litvinenkos og einnig á veitingastaðnum þar sem hann snæddi með heimildamanni sínum. Sigurður Emil Pálsson, eðlisfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins, segir um náttúrulegt efni að ræða sem verði einnig til í kjarnorkuiðnaði. Það gefi frá sér afla geislun og litla aðra geilsun. Hann segir erfitt að greina hana utan líkamans. Alfageislun sé skammdræg og jafnvel pappírsörk geti stöðvað hana. Komist efnið í líkamann geti áhrifin verið alvarleg. Í tilviki Litvinenkos virðist hafa orðið mikil geislun, áhrifin séu bráð þegar svo sé. Ónæmiskerfi lamist og ýmis líffæri. Svo virðist sem mikið af efninu hafi komist í líkama Litvinenkos. Litvinenko starfaði hjá KGB og síðar rússnesku öryggislögreglunni áður en hann leitaði hælis í Bretlandi 2001. Hann komst í ónáð hjá Pútín Rússlandsforseta, þegar sá síðarnefndi var yfirmaður öryggislögreglunnar. Ættingjar og vinir Litvinenkos ræddu við fjölmiðlamenn í Lundúnum í dag. Alex Goldfarb, vinur Litvinenkos, las upp yfirlýsingu frá honum sem var rituð skömmu fyrir andlát hans. Þar eru Pútín Rússlandsforseta ekki vandaðar kveðjurnar og hann sagður bera ábyrgð á örlögum njósnarans fyrrverandi. Pútín Rússlandsforseti vísar ásökununum á bug og segir ekkert hæft í þeim. Andstæðingar hans séu að nýta sér dauða Litvinenkos til að koma höggi á hann. Forsetinn vottaði ættingjum njósnarans fyrrverandi samúð sína á blaðamannafundi síðdegis.
Erlent Fréttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira