Böðullinn er hættur við að hætta 28. nóvember 2006 20:30 Böðullinn ætlar að bæta einni rós í hnappagatið áður en hann leggur hanskana endanlega á hilluna NordicPhotos/GettyImages "Böðullinn" Bernard Hopkins hefur nú ákveðið að hætta við að leggja hanskana á hilluna og segist ætla að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt að þessu sinni. Hopkins er 41 árs gamall og hætti í júní sl. eftir góðan sigur á Antonio Tarver, en hann segist nú ætla að halda uppi heiðri Bandaríkjanna í þungavigtinni. Hopkins hefur aldrei áður keppt í þungavigt, en þessi mikli meistari hefur unnið allt sem hægt er að vinna í léttari deildunum. Hann ætlar nú að feta í fótspor manna eins og Roy Jones Jr. og verða meistari í þungavigt. Hann setur stefnuna á að keppa við WBC meistarann Oleg Maskaev frá Kasakstan. "Ég vil verða heimsmeistari í þungavigt og vil koma titlinum aftur til Bandaríkjanna. Ég ætla að vera maðurinn sem allir munu segja að hafi bjargað heiðri bandarískra þungavigtarmanna," sagði Hopkins brattur, en hann hafði lofað móður sinni að keppa ekki fram yfir fertugt áður en hún lést á sínum tíma. Hopkins vantar enn rúm 20 pund í að geta talist þungavigtarmaður í hnefaleikum, en hefur þó þegar þyngt sig um ein 20 pund síðan hann keppti í sumar. Hann segist ætlað verða orðinn þungavigtarmaður áður en árið líður, en talsmaður Maskaev er ekki hrifinn af hugmynd Hopkins um að fara svo snögglega upp um þyngdarflokka. "Hann er alls ekki tilbúinn til að fara í þungavigtina og er enginn maður í að taka við þeim höggum sem þar lenda á mönnum," sagði Sam Garner, sem starfar hjá umboðsmanni Maskaev - en Hopkins er hvergi smeykur. "Auðvitað er þetta áhætta, en það er áhættan sem gerir það að verkum að mig langar að reyna þetta. Ég veit að lítil mistök geta þýtt að ég er dauður," sagði Hopkins, sem varði millivigtartitil sinn 20 sinnum á árunum 1995-2005 áður en hann tapaði tveimur umdeildum bardögum við Jermain Taylor, núverandi meistara. Ef ekki verður af bardaganum við Maskaev segir Hopkins að hann muni skora á breska boxarann Joe Calzaghe, þó ekki væri nema til að hindra hann í að slá met sitt í flestum titilvörnum á ferlinum. Calzaghe berst við Peter Manfredo Jr. í New York í mars og þá getur hann varið titil sinn í 20. skipti líkt og Hopkins, en það er met. Hvað svo sem verður er Hopkins staðráðinn í því að það sé báðum þessum hnefaleikurum í hag að berjast við sig, hvor svo sem það verður. "Það getur hvaða maður sem er sigrað meistara - en aðeins útvaldir geta sigrað goðsögn," sagði Hopkins. Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
"Böðullinn" Bernard Hopkins hefur nú ákveðið að hætta við að leggja hanskana á hilluna og segist ætla að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt að þessu sinni. Hopkins er 41 árs gamall og hætti í júní sl. eftir góðan sigur á Antonio Tarver, en hann segist nú ætla að halda uppi heiðri Bandaríkjanna í þungavigtinni. Hopkins hefur aldrei áður keppt í þungavigt, en þessi mikli meistari hefur unnið allt sem hægt er að vinna í léttari deildunum. Hann ætlar nú að feta í fótspor manna eins og Roy Jones Jr. og verða meistari í þungavigt. Hann setur stefnuna á að keppa við WBC meistarann Oleg Maskaev frá Kasakstan. "Ég vil verða heimsmeistari í þungavigt og vil koma titlinum aftur til Bandaríkjanna. Ég ætla að vera maðurinn sem allir munu segja að hafi bjargað heiðri bandarískra þungavigtarmanna," sagði Hopkins brattur, en hann hafði lofað móður sinni að keppa ekki fram yfir fertugt áður en hún lést á sínum tíma. Hopkins vantar enn rúm 20 pund í að geta talist þungavigtarmaður í hnefaleikum, en hefur þó þegar þyngt sig um ein 20 pund síðan hann keppti í sumar. Hann segist ætlað verða orðinn þungavigtarmaður áður en árið líður, en talsmaður Maskaev er ekki hrifinn af hugmynd Hopkins um að fara svo snögglega upp um þyngdarflokka. "Hann er alls ekki tilbúinn til að fara í þungavigtina og er enginn maður í að taka við þeim höggum sem þar lenda á mönnum," sagði Sam Garner, sem starfar hjá umboðsmanni Maskaev - en Hopkins er hvergi smeykur. "Auðvitað er þetta áhætta, en það er áhættan sem gerir það að verkum að mig langar að reyna þetta. Ég veit að lítil mistök geta þýtt að ég er dauður," sagði Hopkins, sem varði millivigtartitil sinn 20 sinnum á árunum 1995-2005 áður en hann tapaði tveimur umdeildum bardögum við Jermain Taylor, núverandi meistara. Ef ekki verður af bardaganum við Maskaev segir Hopkins að hann muni skora á breska boxarann Joe Calzaghe, þó ekki væri nema til að hindra hann í að slá met sitt í flestum titilvörnum á ferlinum. Calzaghe berst við Peter Manfredo Jr. í New York í mars og þá getur hann varið titil sinn í 20. skipti líkt og Hopkins, en það er met. Hvað svo sem verður er Hopkins staðráðinn í því að það sé báðum þessum hnefaleikurum í hag að berjast við sig, hvor svo sem það verður. "Það getur hvaða maður sem er sigrað meistara - en aðeins útvaldir geta sigrað goðsögn," sagði Hopkins.
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira