Sport

Hans og Gréta í Ölfushöll í dag, sunnudag

Búið er að setja upp sér stíu fyrir móðurlausu folaldstvíburana frá Feti þau Hans og Grétu á sýningunni Skeifnaspett sem haldin er nú um helgina í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Hans og Gréta eru undan Árna Geir frá Feti og Skák frá Feti en merin féll frá folöldunum aðeins nokkrum dögum eftir að þau fæddust.

Heimilisfólkið á Feti hefur haldið lífi í þeim eftir að Skák féll frá og braggast þau ótrúlega vel þrátt fyrir móðurmissinn. Þessir tvíburar verða á sýningunni allan daginn á morgun og er upplagt fyrir fjölskyldufólk að koma og skoða þessa dýrgripi sem ræktaðir eru af Brynjari Vilmundarsyni stórræktunarmanni á Feti. Sýningin Skeifnasprettur er opnin frá klukkan 12 - 16 í dag, sunnudag.

Hér er hægt að SKOÐA myndband af tvíburunum sem tekið var upp fyrir fáeinum vikum þegar Hestafréttir voru í heimsókn á Feti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×