Verra en borgarastyrjöld í Írak 4. desember 2006 19:00 Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld og telur líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hússein réð ríkjum í landinu. Hann segir innrásina í Írak hafa verið mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Kofi Annan lætur af embætti framkvæmdastjóra í lok árs eftir tíu ár í starfi. Hann er ómyrkur í máli í viðtali við BBC þar sem hann hvar spurður hvort borgarastyrjöld geisaði í Írak. Hann vísar til átaka í Líbanon og annars staðar, sem talist hafi borgarastyrjaldir. Annan segir ástandið í Írak mun verra en á þeimstöðum og mkilvægt að alþjóðasamfélagið aðstoði Íraka við endurbyggingu í landinu því hann eigi ekki von á að þeir geti staðið að henni einir og óstuddir. Ummæli Annans eru enn eitt áfallið fyrir stefnu stjórnar Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Íraks. Um liðna helgi greindi bandaríska blaðið New York Times frá því að Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefði, tveimur dögum fyrir afsögn sína viðurkennt í minnisblaði að framganga hersins í Írak væri hvorki að skila skjótum né góðum árangri og því kominn tími til að gera róttækar breytingar á stefnunni. Annar bandamaður Bush er á leið úr valdamiklu embætti fast á hæla Rumsfelds. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, afhenti forsetanum afsagnarbréf sitt í dag. Demókratar voru afar ósáttir við skipan Boltons sem tók við starfinu í fyrra þegar þinghlé var og því þurfti öldungadeild Bandaríkjaþings ekki að staðfesta skipan hans í embættið fyrr en í þessum mánuði. Nú er ljóst að það fæst ekki í gegn þar sem demókratar hafa þar meirihluta og því ákvað Bolton að taka pokann sinn. Erlent Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld og telur líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hússein réð ríkjum í landinu. Hann segir innrásina í Írak hafa verið mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Kofi Annan lætur af embætti framkvæmdastjóra í lok árs eftir tíu ár í starfi. Hann er ómyrkur í máli í viðtali við BBC þar sem hann hvar spurður hvort borgarastyrjöld geisaði í Írak. Hann vísar til átaka í Líbanon og annars staðar, sem talist hafi borgarastyrjaldir. Annan segir ástandið í Írak mun verra en á þeimstöðum og mkilvægt að alþjóðasamfélagið aðstoði Íraka við endurbyggingu í landinu því hann eigi ekki von á að þeir geti staðið að henni einir og óstuddir. Ummæli Annans eru enn eitt áfallið fyrir stefnu stjórnar Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Íraks. Um liðna helgi greindi bandaríska blaðið New York Times frá því að Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefði, tveimur dögum fyrir afsögn sína viðurkennt í minnisblaði að framganga hersins í Írak væri hvorki að skila skjótum né góðum árangri og því kominn tími til að gera róttækar breytingar á stefnunni. Annar bandamaður Bush er á leið úr valdamiklu embætti fast á hæla Rumsfelds. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, afhenti forsetanum afsagnarbréf sitt í dag. Demókratar voru afar ósáttir við skipan Boltons sem tók við starfinu í fyrra þegar þinghlé var og því þurfti öldungadeild Bandaríkjaþings ekki að staðfesta skipan hans í embættið fyrr en í þessum mánuði. Nú er ljóst að það fæst ekki í gegn þar sem demókratar hafa þar meirihluta og því ákvað Bolton að taka pokann sinn.
Erlent Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira