Tap hjá Iverson í fyrsta leik 23. desember 2006 13:15 Allan Iverson stóð sig vel í sínum fyrsta leik fyrir Denver. MYND/Getty 22 stig og tíu stoðsendingar frá Allen Iverson dugðu ekki fyrir Denver í nótt þegar liðið beið í lægri hlut fyrir Sacramento í NBA-deildinni, 101-96. Þetta var fyrsti leikur Iverson fyrir sitt nýja lið. 15 leikja sigurhrinu Pheonix lauk ennfremur í nótt. Iverson þótti koma vel frá leik sínum í nótt en nokkuð er liðið síðan hann spilaði síðast. George Karl, þjálfari Denver, var mjög ánægður með frammistöðu nýjasta lærisveins síns. "Af leikmanni sem hefur ekki spilað í nokkrar vikur, þá fannst mér Iverson líta fjári vel út. Mér þykir bara leitt að hafa ekki sigrað í hans fyrsta leik ," sagði Karl, en Iverson hitti úr níu af 15 skotum sínum. Carmelo Anthony, hinn stjörnuleikmaður Denver, lék ekki með liði sínu í gær vegna leikbanns. Alls voru átta leikmenn liðsins fjarverandi vegna leikbanna og meiðsla. Iverson sagði sjálfur að honum hefði liðið mjög vel á vellinum. "Áhorfendurnir sungu nafnið mitt og hvöttu mig til dáða. Það var mjög góð tilfinning. Ég er nokkuð frá mínu besta formi en um leið og ég finn það aftur, auk þess sem við endurheimtum marga leikmenn úr banni og meiðslum, eigum við eftir að verða frábært lið. Ég veit það," sagði Iverson. Gilbert Arenas skoraði 53 stig í 144-139 sigri Washington á Pheonix í nótt. Úrslitin réðust í framlengingu í frábærum leik þar sem sóknarboltinn var í fyrirrúmi. Steve Nash skoraði 42 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, sem höfðu fram að gærkvöldinu unnið 15 leiki í röð. Af öðrum leikjum gærkvöldsins bar hæst að Utah tapaði fyrir Charlotte og Lakers sigraði New Jersey örugglega. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira
22 stig og tíu stoðsendingar frá Allen Iverson dugðu ekki fyrir Denver í nótt þegar liðið beið í lægri hlut fyrir Sacramento í NBA-deildinni, 101-96. Þetta var fyrsti leikur Iverson fyrir sitt nýja lið. 15 leikja sigurhrinu Pheonix lauk ennfremur í nótt. Iverson þótti koma vel frá leik sínum í nótt en nokkuð er liðið síðan hann spilaði síðast. George Karl, þjálfari Denver, var mjög ánægður með frammistöðu nýjasta lærisveins síns. "Af leikmanni sem hefur ekki spilað í nokkrar vikur, þá fannst mér Iverson líta fjári vel út. Mér þykir bara leitt að hafa ekki sigrað í hans fyrsta leik ," sagði Karl, en Iverson hitti úr níu af 15 skotum sínum. Carmelo Anthony, hinn stjörnuleikmaður Denver, lék ekki með liði sínu í gær vegna leikbanns. Alls voru átta leikmenn liðsins fjarverandi vegna leikbanna og meiðsla. Iverson sagði sjálfur að honum hefði liðið mjög vel á vellinum. "Áhorfendurnir sungu nafnið mitt og hvöttu mig til dáða. Það var mjög góð tilfinning. Ég er nokkuð frá mínu besta formi en um leið og ég finn það aftur, auk þess sem við endurheimtum marga leikmenn úr banni og meiðslum, eigum við eftir að verða frábært lið. Ég veit það," sagði Iverson. Gilbert Arenas skoraði 53 stig í 144-139 sigri Washington á Pheonix í nótt. Úrslitin réðust í framlengingu í frábærum leik þar sem sóknarboltinn var í fyrirrúmi. Steve Nash skoraði 42 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, sem höfðu fram að gærkvöldinu unnið 15 leiki í röð. Af öðrum leikjum gærkvöldsins bar hæst að Utah tapaði fyrir Charlotte og Lakers sigraði New Jersey örugglega.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira