Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum 28. desember 2006 07:45 "Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum en það er gott ef menn eru á tánum og ætla sér að vinna" sagði Sigurður Sigurðarson hrossabóndi í Þjóðólfshaga við blaðamann Hestafrétta um ummæli Atla Guðmundssonar þar sem hann sagðist ætla að vinna Meistaradeildina á næsta ári. Sigurður er búinn að keppa í Meistaradeildinni frá upphafi og hefur hann unnið hana einu sinni og í tvígang hafnað í öðru sæti. Sigurður ætlar að tefla fram Drífu frá Hafsteinsstöðum í fljúgandi skeiðið og ætlar jafnvel að koma með hana líka í gæðingaskeiðið en Sigurður gerði góða hluti á henni í sumar þar sem hann fékk m.a eina af hæstu einkunnum fyrir gæðingaskeið, vann Reykjarvíkurmeistaramótið og varð í öðru sæti á henni á Íslandsmóti. Sigurður varð í þriðja sæti í fjórgangi á Sporði frá Höskuldsstöðum í deildinni nú í ár, "ég er með þrjá mjög efnilega fola sem koma til greina í fjórganginn, þar á meðal Yl frá Akranesi 6 vetra undan Hrafni frá Garðabæ, Kóp frá Hvalsnesi sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og svo er ég með Rauðanúp frá Sauðárkróki en hann er undan Stíganda frá Sauðárkróki. Þessir allir koma vel til greina, það er bara að sjá hvernig þeir koma til og ákvörðun tekin þegar nær dregur að deildinni" "Sturla frá Hafsteinsstöðum er lofandi hestur og stefni ég með hann í fimmganginn, þessi klár lofar mjög góðu og svo er það Skuggabaldur frá Litla Dal, þessir koma báðir til greina" sagði Sigurður. En hvað um töltið? Það gekk nú ekki allt upp hjá þér á Spes frá Hrólfsstaðarhelli í síðustu keppni í deildinni? "Nei það er rétt ég lenti í 10 sæti í töltinu, prógrammið klikkaði aðeins hjá mér og skal það ekki koma fyrir aftur" Stefnir þú með hana aftur töltið? "Nei en það koma til greina tveir hestar, en það eru Hektor frá Dalsminni og Rauðinúpur frá Sauðárkróki en að sjálfsögðu metur maður stöðuna þegar að töltinu kemur. Hvernig leggst svo Meistaradeildin í kappann? "Hún leggst vel í mig og hvet ég sem flesta til að skrá sig í úrtökuna og vera með, og gaman væri að sjá topp knapa taka þátt í næstu Meistaradeild eins og Olil Amble, Einar Öder, Þórð Þorgeirsson ásamt ýmsum öðrum" sagði Sigurður Sigurðarson að lokum. Allt um Meistaradeildina í Hestaíþróttum á www.hestafrettir.is Hestar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
"Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum en það er gott ef menn eru á tánum og ætla sér að vinna" sagði Sigurður Sigurðarson hrossabóndi í Þjóðólfshaga við blaðamann Hestafrétta um ummæli Atla Guðmundssonar þar sem hann sagðist ætla að vinna Meistaradeildina á næsta ári. Sigurður er búinn að keppa í Meistaradeildinni frá upphafi og hefur hann unnið hana einu sinni og í tvígang hafnað í öðru sæti. Sigurður ætlar að tefla fram Drífu frá Hafsteinsstöðum í fljúgandi skeiðið og ætlar jafnvel að koma með hana líka í gæðingaskeiðið en Sigurður gerði góða hluti á henni í sumar þar sem hann fékk m.a eina af hæstu einkunnum fyrir gæðingaskeið, vann Reykjarvíkurmeistaramótið og varð í öðru sæti á henni á Íslandsmóti. Sigurður varð í þriðja sæti í fjórgangi á Sporði frá Höskuldsstöðum í deildinni nú í ár, "ég er með þrjá mjög efnilega fola sem koma til greina í fjórganginn, þar á meðal Yl frá Akranesi 6 vetra undan Hrafni frá Garðabæ, Kóp frá Hvalsnesi sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og svo er ég með Rauðanúp frá Sauðárkróki en hann er undan Stíganda frá Sauðárkróki. Þessir allir koma vel til greina, það er bara að sjá hvernig þeir koma til og ákvörðun tekin þegar nær dregur að deildinni" "Sturla frá Hafsteinsstöðum er lofandi hestur og stefni ég með hann í fimmganginn, þessi klár lofar mjög góðu og svo er það Skuggabaldur frá Litla Dal, þessir koma báðir til greina" sagði Sigurður. En hvað um töltið? Það gekk nú ekki allt upp hjá þér á Spes frá Hrólfsstaðarhelli í síðustu keppni í deildinni? "Nei það er rétt ég lenti í 10 sæti í töltinu, prógrammið klikkaði aðeins hjá mér og skal það ekki koma fyrir aftur" Stefnir þú með hana aftur töltið? "Nei en það koma til greina tveir hestar, en það eru Hektor frá Dalsminni og Rauðinúpur frá Sauðárkróki en að sjálfsögðu metur maður stöðuna þegar að töltinu kemur. Hvernig leggst svo Meistaradeildin í kappann? "Hún leggst vel í mig og hvet ég sem flesta til að skrá sig í úrtökuna og vera með, og gaman væri að sjá topp knapa taka þátt í næstu Meistaradeild eins og Olil Amble, Einar Öder, Þórð Þorgeirsson ásamt ýmsum öðrum" sagði Sigurður Sigurðarson að lokum. Allt um Meistaradeildina í Hestaíþróttum á www.hestafrettir.is
Hestar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira