Hatturinn passar ennþá 3. janúar 2007 10:00 Fornleifafræðingurinn ævintýragjarni snýr aftur á næsta ári í fjórðu Indiana Jones-myndinni. MYND/Getty Fjórða myndin um fornleifafræðinginn ævintýragjarna, Indiana Jones, er væntanleg í kvikmyndahús í maí á næsta ári. Nítján ár eru liðin síðan Harrison Ford lék Indy síðast í þriðju myndinni í seríunni, The Last Crusade. Steven Spielberg mun leikstýra nýju myndinni og framleiðandi verður George Lucas. Stefnt er að því að hefja upptökur í júní víðs vegar um heiminn. „George, Harr-ison og ég erum allir mjög spenntir,“ sagði Spielberg. „Okkur finnst handritið vera biðarinnar virði. Við vonum að það eigi ekki eftir að valda aðdáendum Indiana Jones vonbrigðum.“ Þrátt fyrir að vera að undirbúa mynd um ævi Abraham Lincoln með Liam Neeson í aðalhlutverki ákvað Spielberg að einbeita sér fyrst að gerð Indiana Jones 4. Fyrsta myndin í seríunni, Raiders of the Lost Ark, kom út árið 1981. Þremur árum síðar kom framhaldsmyndin, Indiana Jones and the Temple of Doom, og árið 1989 kom síðan út The Last Crusade. Alls hlutu myndirnar fjórtán óskarstilnefningar, sjö óskara og tóku inn rúma 70 milljarða króna í miðasölunni úti um allan heim. Margir hafa beðið spenntir eftir fjórðu myndinni. Helst hafa menn óttast að Harrison Ford sé of gamall í hlutverkið, en hann er orðinn 64 ára. „Ég er hæstánægður með að vera kominn aftur í lið með mínum gömlu vinum,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni. „Ég veit ekki hvort buxurnar passa enn þá en ég veit að hatturinn gerir það. Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fjórða myndin um fornleifafræðinginn ævintýragjarna, Indiana Jones, er væntanleg í kvikmyndahús í maí á næsta ári. Nítján ár eru liðin síðan Harrison Ford lék Indy síðast í þriðju myndinni í seríunni, The Last Crusade. Steven Spielberg mun leikstýra nýju myndinni og framleiðandi verður George Lucas. Stefnt er að því að hefja upptökur í júní víðs vegar um heiminn. „George, Harr-ison og ég erum allir mjög spenntir,“ sagði Spielberg. „Okkur finnst handritið vera biðarinnar virði. Við vonum að það eigi ekki eftir að valda aðdáendum Indiana Jones vonbrigðum.“ Þrátt fyrir að vera að undirbúa mynd um ævi Abraham Lincoln með Liam Neeson í aðalhlutverki ákvað Spielberg að einbeita sér fyrst að gerð Indiana Jones 4. Fyrsta myndin í seríunni, Raiders of the Lost Ark, kom út árið 1981. Þremur árum síðar kom framhaldsmyndin, Indiana Jones and the Temple of Doom, og árið 1989 kom síðan út The Last Crusade. Alls hlutu myndirnar fjórtán óskarstilnefningar, sjö óskara og tóku inn rúma 70 milljarða króna í miðasölunni úti um allan heim. Margir hafa beðið spenntir eftir fjórðu myndinni. Helst hafa menn óttast að Harrison Ford sé of gamall í hlutverkið, en hann er orðinn 64 ára. „Ég er hæstánægður með að vera kominn aftur í lið með mínum gömlu vinum,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni. „Ég veit ekki hvort buxurnar passa enn þá en ég veit að hatturinn gerir það.
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira