Óperan blómstrar á Dokkeyju 3. janúar 2007 12:30 Atriði úr sviðsetningunni á Lohengrin Wagners Kongelige Teater mynd/Jörgen Landsman/Det Óperuunnendur á Íslandi eiga styst með að skjótast erlendis til að njóta óperulistarinnar – í það minnsta þangað til Íslenska óperan setur Rake Progress eftir Stravinsky á svið 9. febrúar - Flagara í framsókn kalla þeir við Ingólfsstrætið verkið. En vindi menn sér til Hafnar er nóg að sjá og flest ekki af verri endanum: hjá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn eru stöðugt í gangi stórar óperusýningar í nýja óperuhúsinu þeirrra á Dokkeyju: Þar verður frumsýnd þann 14. janúar sviðsetning Peter Konwitschnys hins þýska á Lohengrin eftir Wagner. Sviðsetning hans hefur þegar verið flutt í Hamburg og Barcelona og sætt miklum deilum. Vettvangur sögunnar rómantísku er fluttur aftur úr miðöldum í skólastofu þar sem allt er sett upp í einföld og barnaleg átök krakka. Og fleiri verk bíða byltingarkenndra sviðsetninga í nýja óperuhúsinu: sænski leikstjórinn Jasenko Selimovic setur Simon Boccanegra eftir Verdi á svið um miðjan mars. Jasenko Selimovic er Bosníumaður að uppruna og nýráðinn yfirmaður leiklistardeildar sænska hljóðvarpsins. Titus eftir Mozart er á dagskrá í lok febrúar og einnig Palleas og Melisande eftir Debussy. Sagan er sótt í texta Maurice Maeterlinck hins belgíska og það er engin önnur en Anne Sofie von Otter sem syngur í verkinu ásamt hinni lofandi Elisabeth Jansson. Guy Joosten setur á svið en hann er eftirsóttur víða um álfur. Meistarasöngvarar Wagners eru væntanleguir á svið 1. apríl og er það heimsókn frá Volksbuhne í Berlín. Til stóð að setja Le Grande Macabre á svið en í hennar stað kemur Leðurblakan 24. mars. Þá verður Lucia di Lammermoor sýnd i mai. Upplýsingar um þessar sýningar og miðasala er aðgengileg á vef Konunglega leikhússins: www.kglteater.dk. Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Óperuunnendur á Íslandi eiga styst með að skjótast erlendis til að njóta óperulistarinnar – í það minnsta þangað til Íslenska óperan setur Rake Progress eftir Stravinsky á svið 9. febrúar - Flagara í framsókn kalla þeir við Ingólfsstrætið verkið. En vindi menn sér til Hafnar er nóg að sjá og flest ekki af verri endanum: hjá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn eru stöðugt í gangi stórar óperusýningar í nýja óperuhúsinu þeirrra á Dokkeyju: Þar verður frumsýnd þann 14. janúar sviðsetning Peter Konwitschnys hins þýska á Lohengrin eftir Wagner. Sviðsetning hans hefur þegar verið flutt í Hamburg og Barcelona og sætt miklum deilum. Vettvangur sögunnar rómantísku er fluttur aftur úr miðöldum í skólastofu þar sem allt er sett upp í einföld og barnaleg átök krakka. Og fleiri verk bíða byltingarkenndra sviðsetninga í nýja óperuhúsinu: sænski leikstjórinn Jasenko Selimovic setur Simon Boccanegra eftir Verdi á svið um miðjan mars. Jasenko Selimovic er Bosníumaður að uppruna og nýráðinn yfirmaður leiklistardeildar sænska hljóðvarpsins. Titus eftir Mozart er á dagskrá í lok febrúar og einnig Palleas og Melisande eftir Debussy. Sagan er sótt í texta Maurice Maeterlinck hins belgíska og það er engin önnur en Anne Sofie von Otter sem syngur í verkinu ásamt hinni lofandi Elisabeth Jansson. Guy Joosten setur á svið en hann er eftirsóttur víða um álfur. Meistarasöngvarar Wagners eru væntanleguir á svið 1. apríl og er það heimsókn frá Volksbuhne í Berlín. Til stóð að setja Le Grande Macabre á svið en í hennar stað kemur Leðurblakan 24. mars. Þá verður Lucia di Lammermoor sýnd i mai. Upplýsingar um þessar sýningar og miðasala er aðgengileg á vef Konunglega leikhússins: www.kglteater.dk.
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira