Stórskotalið leikara í Legi 10. janúar 2007 15:00 Hugleikur Dagsson, Stefán Jónsson og Davíð Þór Jónsson sameina krafta sína á ný í Legi, en þeir unnu líka saman að sýningunni Forðist okkur. MYND/Valli Stórskotalið yngri kynslóðar leikara kom saman í Þjóðleikhúsinu í gær þar sem fyrsti samlestur á söngleiknum Leg eftir Hugleik Dagsson fór fram. Verkið fjallar um örlög óléttu unglingsstúlkunnar Kötu í Garðabæ framtíðarinnar, en hlutverk hennar er í höndum Dóru Jóhannsdóttur. Hugleikur var hæstánægður með útkomuna. „Þetta leggst alveg svakalega vel í mig, enda er þetta besta lið sem höfundur getur vonast eftir. Leikmyndin er bara tímamótaverk. Hún er listaverk út af fyrir sig og búningarnir ættu að fara á eitthvert catwalk í París,“ sagði Hugleikur, sem vildi þó lítið tjá sig og hefur sett sjálfan sig í fjölmiðlabann eftir að hafa verið nokkuð áberandi á síðum blaðanna fyrir jól. Margt samstarfsfólk Hugleiks úr Forðist okkur, sem Nemendaleikhúsið setti upp í samvinnu við Common Nonsense árið 2005, snýr aftur til verka í Legi. Stefán Jónsson leikstýrir að nýju, Davíð Þór Jónsson sér um tónlistina ásamt hljómsveitinni Flís, og Ilmur Stefánsdóttir gerir leikmynd. „Hann Stefán skilur mig alveg rosalega vel,“ sagði Hugleikur um samstarfið. „Ég lít á hann sem svona síamstvíburabróður.“ Meðal annarra leikara í sýningunni eru þau Atli Rafn Sigurðarson, Halldóra Geirharðsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Kjartan Guðjónsson, en Leg mun koma fyrir augu landsmanna í febrúar. - sun Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Stórskotalið yngri kynslóðar leikara kom saman í Þjóðleikhúsinu í gær þar sem fyrsti samlestur á söngleiknum Leg eftir Hugleik Dagsson fór fram. Verkið fjallar um örlög óléttu unglingsstúlkunnar Kötu í Garðabæ framtíðarinnar, en hlutverk hennar er í höndum Dóru Jóhannsdóttur. Hugleikur var hæstánægður með útkomuna. „Þetta leggst alveg svakalega vel í mig, enda er þetta besta lið sem höfundur getur vonast eftir. Leikmyndin er bara tímamótaverk. Hún er listaverk út af fyrir sig og búningarnir ættu að fara á eitthvert catwalk í París,“ sagði Hugleikur, sem vildi þó lítið tjá sig og hefur sett sjálfan sig í fjölmiðlabann eftir að hafa verið nokkuð áberandi á síðum blaðanna fyrir jól. Margt samstarfsfólk Hugleiks úr Forðist okkur, sem Nemendaleikhúsið setti upp í samvinnu við Common Nonsense árið 2005, snýr aftur til verka í Legi. Stefán Jónsson leikstýrir að nýju, Davíð Þór Jónsson sér um tónlistina ásamt hljómsveitinni Flís, og Ilmur Stefánsdóttir gerir leikmynd. „Hann Stefán skilur mig alveg rosalega vel,“ sagði Hugleikur um samstarfið. „Ég lít á hann sem svona síamstvíburabróður.“ Meðal annarra leikara í sýningunni eru þau Atli Rafn Sigurðarson, Halldóra Geirharðsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Kjartan Guðjónsson, en Leg mun koma fyrir augu landsmanna í febrúar. - sun
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira