Blekkingar Nolans 11. janúar 2007 10:00 Scarlett Johansson og Hugh Jackman lifa og hrærast í heimi sjónhverfinga í The Prestige. Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju. Sýningar á nýjustu mynd hans, The Prestige, hefjast á Íslandi á morgun en þar egnir hann saman áðurnefndum Bale og Hugh Jackman í hlutverkum tveggja töframanna sem eru í bullandi samkeppni við upphaf 20. aldarinnar. Jackman leikur Robert Angier sem er með sviðstöfrabrögðum sínum að verða vinsæll skemmtikraftur en Bale leikur félaga hans og kollega Alfred Borden. Sá er hugmyndaríkt séní sem á öllu erfiðara með að láta hugmyndir sínar og brellur njóta sín í sviðsljósinu. Þegar magnaðasta töfrabragð þeirra félaga mislukkast með skelfilegum afleiðingum skilja leiðir og þeir verða svarnir óvinir sem leggja ofurkapp á að skyggja hvor á annan og fletta ofan af brellum hins. Samkeppnin stigmagnast þegar þeir neyta báðir alra bragða til að slá hinum við og notast meðal annars við nýjustu rafnagnstækni. Persónulegur núningurinn er ekki síður rafmagnaður og metingur þeirra stofnar öllum í kringum þá í lífshættu áður en yfir lýkur. Auk þeirra Jackmans og Bale fara þau Michael Caine og Scarlett Johansson með veigamikil hlutverk ásamt Andy Serkis (Gollum í Hringadróttinssögu) og sjálfum David Bowie sem leikur rafmagnsbrautryðjandan Nikola Tesla. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju. Sýningar á nýjustu mynd hans, The Prestige, hefjast á Íslandi á morgun en þar egnir hann saman áðurnefndum Bale og Hugh Jackman í hlutverkum tveggja töframanna sem eru í bullandi samkeppni við upphaf 20. aldarinnar. Jackman leikur Robert Angier sem er með sviðstöfrabrögðum sínum að verða vinsæll skemmtikraftur en Bale leikur félaga hans og kollega Alfred Borden. Sá er hugmyndaríkt séní sem á öllu erfiðara með að láta hugmyndir sínar og brellur njóta sín í sviðsljósinu. Þegar magnaðasta töfrabragð þeirra félaga mislukkast með skelfilegum afleiðingum skilja leiðir og þeir verða svarnir óvinir sem leggja ofurkapp á að skyggja hvor á annan og fletta ofan af brellum hins. Samkeppnin stigmagnast þegar þeir neyta báðir alra bragða til að slá hinum við og notast meðal annars við nýjustu rafnagnstækni. Persónulegur núningurinn er ekki síður rafmagnaður og metingur þeirra stofnar öllum í kringum þá í lífshættu áður en yfir lýkur. Auk þeirra Jackmans og Bale fara þau Michael Caine og Scarlett Johansson með veigamikil hlutverk ásamt Andy Serkis (Gollum í Hringadróttinssögu) og sjálfum David Bowie sem leikur rafmagnsbrautryðjandan Nikola Tesla.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira