Blekkingar Nolans 11. janúar 2007 10:00 Scarlett Johansson og Hugh Jackman lifa og hrærast í heimi sjónhverfinga í The Prestige. Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju. Sýningar á nýjustu mynd hans, The Prestige, hefjast á Íslandi á morgun en þar egnir hann saman áðurnefndum Bale og Hugh Jackman í hlutverkum tveggja töframanna sem eru í bullandi samkeppni við upphaf 20. aldarinnar. Jackman leikur Robert Angier sem er með sviðstöfrabrögðum sínum að verða vinsæll skemmtikraftur en Bale leikur félaga hans og kollega Alfred Borden. Sá er hugmyndaríkt séní sem á öllu erfiðara með að láta hugmyndir sínar og brellur njóta sín í sviðsljósinu. Þegar magnaðasta töfrabragð þeirra félaga mislukkast með skelfilegum afleiðingum skilja leiðir og þeir verða svarnir óvinir sem leggja ofurkapp á að skyggja hvor á annan og fletta ofan af brellum hins. Samkeppnin stigmagnast þegar þeir neyta báðir alra bragða til að slá hinum við og notast meðal annars við nýjustu rafnagnstækni. Persónulegur núningurinn er ekki síður rafmagnaður og metingur þeirra stofnar öllum í kringum þá í lífshættu áður en yfir lýkur. Auk þeirra Jackmans og Bale fara þau Michael Caine og Scarlett Johansson með veigamikil hlutverk ásamt Andy Serkis (Gollum í Hringadróttinssögu) og sjálfum David Bowie sem leikur rafmagnsbrautryðjandan Nikola Tesla. Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju. Sýningar á nýjustu mynd hans, The Prestige, hefjast á Íslandi á morgun en þar egnir hann saman áðurnefndum Bale og Hugh Jackman í hlutverkum tveggja töframanna sem eru í bullandi samkeppni við upphaf 20. aldarinnar. Jackman leikur Robert Angier sem er með sviðstöfrabrögðum sínum að verða vinsæll skemmtikraftur en Bale leikur félaga hans og kollega Alfred Borden. Sá er hugmyndaríkt séní sem á öllu erfiðara með að láta hugmyndir sínar og brellur njóta sín í sviðsljósinu. Þegar magnaðasta töfrabragð þeirra félaga mislukkast með skelfilegum afleiðingum skilja leiðir og þeir verða svarnir óvinir sem leggja ofurkapp á að skyggja hvor á annan og fletta ofan af brellum hins. Samkeppnin stigmagnast þegar þeir neyta báðir alra bragða til að slá hinum við og notast meðal annars við nýjustu rafnagnstækni. Persónulegur núningurinn er ekki síður rafmagnaður og metingur þeirra stofnar öllum í kringum þá í lífshættu áður en yfir lýkur. Auk þeirra Jackmans og Bale fara þau Michael Caine og Scarlett Johansson með veigamikil hlutverk ásamt Andy Serkis (Gollum í Hringadróttinssögu) og sjálfum David Bowie sem leikur rafmagnsbrautryðjandan Nikola Tesla.
Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira