Stjórn efnahagsmála í molum – ójöfnuður eykst 12. janúar 2007 05:00 Nú um áramótin er ástæða til þess að líta yfir farinn veg og athuga stöðu stjórnmálanna, þegar skammt er til þingkosninga en þær eiga að fara fram í maí næsta vor. Það sem blasir við nú um áramótin er að vöruskiptahallinn er meiri en nokkru sinni fyrr og verðbólga mikil. Vöruskiptahallinn á fyrstu 11 mánuðum ársins 2006 nemur 123 milljörðum. Er það mun meiri halli en síðasta ár en þá var einnig methalli. En það er einmitt hinn mikli viðskiptahalli sem á stærsta þáttinn í því að erlend matsfyrirtæki á sviði fjármála hafa gagnrýnt stjórn íslenskra efnahagsmála undanfarið og gefið okkur lakari lánshæfiseinkunn en áður. Hefur þessi gagnrýni leitt til lækkunar íslensku krónunnar. Miklar erlendar skuldir þjóðarbúsins í heild og þar á meðal bankanna hafa einnig valdið gagnrýni erlendra matsstofnana. Ríkisstjórnin hefur gumað af góðri stjórn efnahagsmála en sannleikurinn er sá, að stjórn efnahagsmála er í molum og stöðugleiki enginn. Krónan er á stöðugu flökti og aukinn þrýstingur á að evra verði tekin upp. Skattar hækkaðir á launafólkiÁ sama tíma og við blasir að stjórn efnahagsmála hefur mistekist hefur misskipting og ójöfnuður stóraukist í þjóðfélaginu. Ójöfnuður er meiri hér á landi en í nokkru hinna Norðurlandanna og stefnir nú óðfluga í það að verða jafnmikill og í Bandaríkjunum, þar sem ójöfnuður er einna mestur. Ójöfnuður hefur aukist hér á landi jafnt og þétt frá 1995 og á sama tíma hefur skattakerfið orðið óréttlátara. Skattar hafa verið hækkaðir á fátækum og launafólki öllu eða á 90% skattgreiðenda en skattar hafa verið lækkaðir á hinum hæst launuðu. Fátækt hefur aukist í landinu undanfarin ár. Níðst á öldruðum og öryrkjumÁ tímabilinu frá 1995 hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið sömu hækkun á lífeyri sínum eins og láglaunafólk á almennum vinnumarkaði hefur fengið á launum sínum. Fram að þeim tíma var það lögbundið að aldraðir og öryrkjar fengju sömu hækkun og verkafólk en þessi tengsl voru rofin. Tugir milljarða hafa verið hafðir af öldruðum og öryrkjum vegna þessarar breytingar. Alls hafa 40 milljarðar verið hafðir af öldruðum vegna þessa síðustu 11 árin. Það er réttlát krafa að ríkisstjórnin skili öldruðum þessum fjármunum. Ranglátt kvótakerfiÞað er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja. En ekki síður er brýnt að leiðrétta hið rangláta kvótakerfi. Kerfið hefur lagt byggðir landsins víða út um land í eyði. Í margri sjávarbyggð er sem sviðin jörð þar eð kvótar hafa verið fluttir á brott. Nokkrir stórir aðilar braska með kvóta og græða milljarða á braskinu. Þeir fengu kvótana fría í upphafi. Það er krafa almennings að þessu kerfi verði breytt og braskið stöðvað. Valdníðslan heldur áframEinkenni ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er ójöfnuður og misskipting. En valdníðslan hefur einnig sett mark sitt á þessa ríkisstjórn. Það er alltaf verið að veita vinum og vandamönnum embætti. En einnig hefur þessi ríkisstjórn stöðugt verið að misbeita valdi sínu. Ríkisstjórnin hefur gerst sek um valdníðslu hvað eftir annað, nú síðast þegar Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri var hrakinn úr embætti, sem hann var forsetaskipaður í og hafði gegnt með sóma. Einu sakir hans voru þær, að hann hafði aðrar sjórnmálaskoðanir en viðskiptaráðherrar Framsóknar. Ráðherrar Framsóknar þurftu ekki að hugsa um það hvað það kostaði ríkissjóð að hrekja Björn úr embætti. Þetta er hrein valdníðsla. Stjórnarskipti eru nauðsynNauðsynlegt er að koma ríkisstjórn misskiptingar og ójafnaðar frá næsta vor. Að því ber að stefna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Það er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nú um áramótin er ástæða til þess að líta yfir farinn veg og athuga stöðu stjórnmálanna, þegar skammt er til þingkosninga en þær eiga að fara fram í maí næsta vor. Það sem blasir við nú um áramótin er að vöruskiptahallinn er meiri en nokkru sinni fyrr og verðbólga mikil. Vöruskiptahallinn á fyrstu 11 mánuðum ársins 2006 nemur 123 milljörðum. Er það mun meiri halli en síðasta ár en þá var einnig methalli. En það er einmitt hinn mikli viðskiptahalli sem á stærsta þáttinn í því að erlend matsfyrirtæki á sviði fjármála hafa gagnrýnt stjórn íslenskra efnahagsmála undanfarið og gefið okkur lakari lánshæfiseinkunn en áður. Hefur þessi gagnrýni leitt til lækkunar íslensku krónunnar. Miklar erlendar skuldir þjóðarbúsins í heild og þar á meðal bankanna hafa einnig valdið gagnrýni erlendra matsstofnana. Ríkisstjórnin hefur gumað af góðri stjórn efnahagsmála en sannleikurinn er sá, að stjórn efnahagsmála er í molum og stöðugleiki enginn. Krónan er á stöðugu flökti og aukinn þrýstingur á að evra verði tekin upp. Skattar hækkaðir á launafólkiÁ sama tíma og við blasir að stjórn efnahagsmála hefur mistekist hefur misskipting og ójöfnuður stóraukist í þjóðfélaginu. Ójöfnuður er meiri hér á landi en í nokkru hinna Norðurlandanna og stefnir nú óðfluga í það að verða jafnmikill og í Bandaríkjunum, þar sem ójöfnuður er einna mestur. Ójöfnuður hefur aukist hér á landi jafnt og þétt frá 1995 og á sama tíma hefur skattakerfið orðið óréttlátara. Skattar hafa verið hækkaðir á fátækum og launafólki öllu eða á 90% skattgreiðenda en skattar hafa verið lækkaðir á hinum hæst launuðu. Fátækt hefur aukist í landinu undanfarin ár. Níðst á öldruðum og öryrkjumÁ tímabilinu frá 1995 hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið sömu hækkun á lífeyri sínum eins og láglaunafólk á almennum vinnumarkaði hefur fengið á launum sínum. Fram að þeim tíma var það lögbundið að aldraðir og öryrkjar fengju sömu hækkun og verkafólk en þessi tengsl voru rofin. Tugir milljarða hafa verið hafðir af öldruðum og öryrkjum vegna þessarar breytingar. Alls hafa 40 milljarðar verið hafðir af öldruðum vegna þessa síðustu 11 árin. Það er réttlát krafa að ríkisstjórnin skili öldruðum þessum fjármunum. Ranglátt kvótakerfiÞað er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja. En ekki síður er brýnt að leiðrétta hið rangláta kvótakerfi. Kerfið hefur lagt byggðir landsins víða út um land í eyði. Í margri sjávarbyggð er sem sviðin jörð þar eð kvótar hafa verið fluttir á brott. Nokkrir stórir aðilar braska með kvóta og græða milljarða á braskinu. Þeir fengu kvótana fría í upphafi. Það er krafa almennings að þessu kerfi verði breytt og braskið stöðvað. Valdníðslan heldur áframEinkenni ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er ójöfnuður og misskipting. En valdníðslan hefur einnig sett mark sitt á þessa ríkisstjórn. Það er alltaf verið að veita vinum og vandamönnum embætti. En einnig hefur þessi ríkisstjórn stöðugt verið að misbeita valdi sínu. Ríkisstjórnin hefur gerst sek um valdníðslu hvað eftir annað, nú síðast þegar Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri var hrakinn úr embætti, sem hann var forsetaskipaður í og hafði gegnt með sóma. Einu sakir hans voru þær, að hann hafði aðrar sjórnmálaskoðanir en viðskiptaráðherrar Framsóknar. Ráðherrar Framsóknar þurftu ekki að hugsa um það hvað það kostaði ríkissjóð að hrekja Björn úr embætti. Þetta er hrein valdníðsla. Stjórnarskipti eru nauðsynNauðsynlegt er að koma ríkisstjórn misskiptingar og ójafnaðar frá næsta vor. Að því ber að stefna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Það er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun