Drottningin leiðir kapphlaupið 13. janúar 2007 11:00 Helen Mirren þykir eiga sigurinn vísan fyrir frammistöðu sína í The Queen. Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. Helen Mirren þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu í kvikmyndinni The Queen en auk hennar var Stephen Frears tilnefndur sem besti leikstjórinn. The Queen lýsir því á skemmtilegan hátt hvernig Elísabet tókst á við dauða Díönu og þá hálfgerðu múgæsingu sem blossaði upp í Bretlandi vegna þessa. Fast á hæla The Queen kemur James Bond-myndin Casino Royale með níu tilnefningar en Daniel Craig er tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur farið vel ofan í harða aðdáendur leyniþjónustumannsins og ljóst að Craig hefur blásið á allar gagnrýnisraddir sem sögðu hann óhæfan í hlutverkið. Fátt kemur á óvart hvað tilnefningarnar varðar ef undanskilið er gott gengi Casino Royale en Bond-myndirnar hafa hingað til ekki þótt mikill verðlaunamatur. Flestar af þeim kvikmyndum sem tilnefndar eru sem besta myndin hafa verið orðaðar við Óskarsverðlaunin, svo sem The Departed, Babel og United 93. Kvikmyndarýnirinn Mark Kermode segir að fátt hafi komið sér á óvart. „Þetta er mjög fjölbreytt og mér finnst gaman að því hversu mikla viðurkenningu Little Miss Sunshine fær,“ sagði Kermode í samtali við fréttavef BBC. „Annars virðist engin mynd ætla að tróna á toppnum og þetta verður mjög spennandi,“ bætti hann við. Bafta-verðlaunin verða afhent í Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden 11. febrúar. Stephen Fry verður ekki kynnir í fyrsta sinn síðan árið 2000 en enn á eftir að finna eftirmann breska gamanleikarans sem hefur haldið um stjórnartaumana með miklum glæsibrag. Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. Helen Mirren þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu í kvikmyndinni The Queen en auk hennar var Stephen Frears tilnefndur sem besti leikstjórinn. The Queen lýsir því á skemmtilegan hátt hvernig Elísabet tókst á við dauða Díönu og þá hálfgerðu múgæsingu sem blossaði upp í Bretlandi vegna þessa. Fast á hæla The Queen kemur James Bond-myndin Casino Royale með níu tilnefningar en Daniel Craig er tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur farið vel ofan í harða aðdáendur leyniþjónustumannsins og ljóst að Craig hefur blásið á allar gagnrýnisraddir sem sögðu hann óhæfan í hlutverkið. Fátt kemur á óvart hvað tilnefningarnar varðar ef undanskilið er gott gengi Casino Royale en Bond-myndirnar hafa hingað til ekki þótt mikill verðlaunamatur. Flestar af þeim kvikmyndum sem tilnefndar eru sem besta myndin hafa verið orðaðar við Óskarsverðlaunin, svo sem The Departed, Babel og United 93. Kvikmyndarýnirinn Mark Kermode segir að fátt hafi komið sér á óvart. „Þetta er mjög fjölbreytt og mér finnst gaman að því hversu mikla viðurkenningu Little Miss Sunshine fær,“ sagði Kermode í samtali við fréttavef BBC. „Annars virðist engin mynd ætla að tróna á toppnum og þetta verður mjög spennandi,“ bætti hann við. Bafta-verðlaunin verða afhent í Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden 11. febrúar. Stephen Fry verður ekki kynnir í fyrsta sinn síðan árið 2000 en enn á eftir að finna eftirmann breska gamanleikarans sem hefur haldið um stjórnartaumana með miklum glæsibrag.
Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira