Eini góði bankinn 17. janúar 2007 10:30 Senn líður að jólum. Eftir nokkrar vikur koma þeir allir saman til byggða gróðasveinarnir úr bönkunum. Það eru Vaxtapínir, Þjónustugjaldasníkir, Víxlakrókur, Yfirdráttargaur og Láglaunaskefill. Þeir koma allir glaðhlakkalegir til byggða sama daginn og tilkynna þjóðinni að þeir séu jafnvel ennþá feitari og ríkari í ár en þeir voru í fyrra. Og eins og venjulega munu þeir halda því blákalt fram að eina ástæðan fyrir góðærinu í fjármálafjallinu sé að Útrásargrýlan hafi verið svo afkastamikil. Ekki hafi þeir stolið auði sínum af sauðsvörtum íslenskum almúganum - nei, ó, nei - langt í frá. Í raun sjá gróðasveinarnir slíkar aumur á þjóð sinni að hér reka þeir alla sína starfsemi á núlli og fórna því ómældum gróða í þau góðverk. Já - nú liður að ársuppgjörum banka og fjármálafyrirtækja. Bráðum koma bankajólin. Bónusabörnin hlakka til Allir fá þá eitthvað fallegt. Í það minnsta milljarð til. Hvað það verður vita allir. Enginn vandi um að spá. Það er jú víst að allir græða ótrúlega mikið þá. En ekki mun Aurasálin fagna þessum jólum nema með því að líma út í glugga yfirdráttarnóturnar, víxlana og sannanir um vaxtaberandi skuldir í íslenskum krónum sem gera þessum ósvífnu bönkum og Hannesum Smárasonum kleift að vaða yfir okkur verðmætaskapandi lista- og handverksmenn þessarar þjóðar með vaxtaokri sínu og þjónustugjöldum. Það er hins vegar huggun harmi gegn að hér á landi sé enn starfandi einn heiðarlegur banki sem ekki okrar á almenningi í landinu en berst fyrir lítilmagnann gegn auðvaldinu. Þetta er Seðlabankinn sem aðeins rukkar 14,5 prósenta vexti á meðan íslensku bankarnir eru að taka 21 prósent. Aurasálin hefur þegar óskað eftir að færa viðskipti sín yfir í Seðlabankann. Raunar er það svo að samkvæmt skilningi Aurasálarinnar hefur Seðlabankinn heimildir í lögum til þess að taka yfir stjórn viðskiptabankanna ef þeir valda ekki hlutverki sínu. Þarf frekari sannanna við en ofsagróða síðustu ára á baki íslenskrar alþýðu? Er ekki nóg komið? Er vilji þjóðarinnar ekki skýr? Davíð og Seðlabankinn verða að taka málin í sínar hendur. Seðlabankavæðum bankana. Höldum landinu hreinu frá útlenskum þenslugjaldmiðlum. Seðlabankinn er síðasti varnarmúr íslenskrar menningar. Upp með fánann og fallbyssurnar í Seðlabankanum! Markaðir Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Senn líður að jólum. Eftir nokkrar vikur koma þeir allir saman til byggða gróðasveinarnir úr bönkunum. Það eru Vaxtapínir, Þjónustugjaldasníkir, Víxlakrókur, Yfirdráttargaur og Láglaunaskefill. Þeir koma allir glaðhlakkalegir til byggða sama daginn og tilkynna þjóðinni að þeir séu jafnvel ennþá feitari og ríkari í ár en þeir voru í fyrra. Og eins og venjulega munu þeir halda því blákalt fram að eina ástæðan fyrir góðærinu í fjármálafjallinu sé að Útrásargrýlan hafi verið svo afkastamikil. Ekki hafi þeir stolið auði sínum af sauðsvörtum íslenskum almúganum - nei, ó, nei - langt í frá. Í raun sjá gróðasveinarnir slíkar aumur á þjóð sinni að hér reka þeir alla sína starfsemi á núlli og fórna því ómældum gróða í þau góðverk. Já - nú liður að ársuppgjörum banka og fjármálafyrirtækja. Bráðum koma bankajólin. Bónusabörnin hlakka til Allir fá þá eitthvað fallegt. Í það minnsta milljarð til. Hvað það verður vita allir. Enginn vandi um að spá. Það er jú víst að allir græða ótrúlega mikið þá. En ekki mun Aurasálin fagna þessum jólum nema með því að líma út í glugga yfirdráttarnóturnar, víxlana og sannanir um vaxtaberandi skuldir í íslenskum krónum sem gera þessum ósvífnu bönkum og Hannesum Smárasonum kleift að vaða yfir okkur verðmætaskapandi lista- og handverksmenn þessarar þjóðar með vaxtaokri sínu og þjónustugjöldum. Það er hins vegar huggun harmi gegn að hér á landi sé enn starfandi einn heiðarlegur banki sem ekki okrar á almenningi í landinu en berst fyrir lítilmagnann gegn auðvaldinu. Þetta er Seðlabankinn sem aðeins rukkar 14,5 prósenta vexti á meðan íslensku bankarnir eru að taka 21 prósent. Aurasálin hefur þegar óskað eftir að færa viðskipti sín yfir í Seðlabankann. Raunar er það svo að samkvæmt skilningi Aurasálarinnar hefur Seðlabankinn heimildir í lögum til þess að taka yfir stjórn viðskiptabankanna ef þeir valda ekki hlutverki sínu. Þarf frekari sannanna við en ofsagróða síðustu ára á baki íslenskrar alþýðu? Er ekki nóg komið? Er vilji þjóðarinnar ekki skýr? Davíð og Seðlabankinn verða að taka málin í sínar hendur. Seðlabankavæðum bankana. Höldum landinu hreinu frá útlenskum þenslugjaldmiðlum. Seðlabankinn er síðasti varnarmúr íslenskrar menningar. Upp með fánann og fallbyssurnar í Seðlabankanum!
Markaðir Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun