Hefjum merkið á loft Guðni Ágústsson skrifar 20. janúar 2007 00:01 Framsóknarflokkurinn getur borið höfuðið hátt eftir störf sín í ríkisstjórn undanfarin 12 ár. Þegar við settumst í ríkisstjórn voru hér 12-14.000 manns án atvinnu, fjöldi manna var að missa heimili sín. Margir leituðu til annarra landa eftir atvinnu. Nú er þannig um að litast í þjóðfélaginu að hér er bjartsýni og uppgangur á öllum sviðum, allir hafa atvinnu og við höfum þurft að kalla til 12.-14.000 erlenda verkamenn að taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem hér fer fram. Þjóðin veit að ríkisstjórnin hefur unnið gott starf í hennar þágu. Ný skoðanakönnun Capacent sýnir að 33% landsmanna segjast sannfærðir um að lífskjör þeirra muni batna á þessu ári frá því sem verið hefur. Sá árangur sem náðst hefur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi í atvinnumálum og efnahagsmálum er engin tilviljun. Hann á sér meðal annars skýringu í grundvallaráherslum Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á sér gríðarlega merka sögu, sem er nátengd framfarasókn íslensku þjóðarinnar á öllum sviðum í 90 ár. Við stofnun flokksins var íslenska þjóðin ein sú fátækasta í álfunni, nú er hún ein hin efnaðasta og lífskjör hér eru öðrum þjóðum öfundarefni. Í sögu sinni hefur Framsóknarflokkurinn átt þátt í framgangi allra stærstu hagsmunamála íslensku þjóðarnnar. Það er staðreynd, sem ekki fer hátt í umræðunni í samtímanum, að Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið í fremstu röð í baráttu fyrir umhverfis- og náttúruvernd í íslenskum stjórnmálum, allt frá dögum Eysteins Jónssonar. Ást og virðing fyrir landinu og náttúru þess er og verið meginstoð í stefnu Framsóknarflokksins, undir okkar stjórn er nú unnið að stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu á Vatnajökulssvæðinu og undir okkar stjórn er nú leitað sáttar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Íslenskt samfélag á að vera gott samfélag. Við eigum mörg verk óunnin. Við eigum að leggja af mörkum til heilbrigðismála og menntamála. Áfangi á þeirri leið er sá samningur sem nýlega var gerður og kveður á um að 27 milljörðum króna verði varið í leiðréttingar og kjarabætur til aldraðra á næstu árum. Sá samningur er lýsandi fyrir áherslur framsóknarmanna. Við viljum standa þannig að verki að stækka kökuna með öflugu atvinnulífi og tryggja síðan að afraksturinn skili sér til allra landsmanna, ekki síst þeirra sem búa við lökust kjörin. Í dag, laugardag, göngum við til prófkjörs framsóknarmenn í Suðurkjördæmi. Þátttaka er heimil öllum þeim sem skráðir eru í flokksfélögin í kjördæminu. Nýir félagar geta gengið til liðs við flokkinn á kjörstað. Ég hvet alla framsóknarmenn í kjördæminu til þátttöku í prófkjörinu. Ég býð mig þar fram til forystu og sækist eftir endurnýjuðu umboði í 1. sæti framboðslistans. Ég heiti á framsóknarmenn að taka höndum saman um að hefja merki flokksins hátt á loft í þeirri baráttu sem framundan er vegna alþingiskosninganna 12. maí í vor. Höfundur er landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn getur borið höfuðið hátt eftir störf sín í ríkisstjórn undanfarin 12 ár. Þegar við settumst í ríkisstjórn voru hér 12-14.000 manns án atvinnu, fjöldi manna var að missa heimili sín. Margir leituðu til annarra landa eftir atvinnu. Nú er þannig um að litast í þjóðfélaginu að hér er bjartsýni og uppgangur á öllum sviðum, allir hafa atvinnu og við höfum þurft að kalla til 12.-14.000 erlenda verkamenn að taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem hér fer fram. Þjóðin veit að ríkisstjórnin hefur unnið gott starf í hennar þágu. Ný skoðanakönnun Capacent sýnir að 33% landsmanna segjast sannfærðir um að lífskjör þeirra muni batna á þessu ári frá því sem verið hefur. Sá árangur sem náðst hefur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi í atvinnumálum og efnahagsmálum er engin tilviljun. Hann á sér meðal annars skýringu í grundvallaráherslum Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á sér gríðarlega merka sögu, sem er nátengd framfarasókn íslensku þjóðarinnar á öllum sviðum í 90 ár. Við stofnun flokksins var íslenska þjóðin ein sú fátækasta í álfunni, nú er hún ein hin efnaðasta og lífskjör hér eru öðrum þjóðum öfundarefni. Í sögu sinni hefur Framsóknarflokkurinn átt þátt í framgangi allra stærstu hagsmunamála íslensku þjóðarnnar. Það er staðreynd, sem ekki fer hátt í umræðunni í samtímanum, að Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið í fremstu röð í baráttu fyrir umhverfis- og náttúruvernd í íslenskum stjórnmálum, allt frá dögum Eysteins Jónssonar. Ást og virðing fyrir landinu og náttúru þess er og verið meginstoð í stefnu Framsóknarflokksins, undir okkar stjórn er nú unnið að stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu á Vatnajökulssvæðinu og undir okkar stjórn er nú leitað sáttar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Íslenskt samfélag á að vera gott samfélag. Við eigum mörg verk óunnin. Við eigum að leggja af mörkum til heilbrigðismála og menntamála. Áfangi á þeirri leið er sá samningur sem nýlega var gerður og kveður á um að 27 milljörðum króna verði varið í leiðréttingar og kjarabætur til aldraðra á næstu árum. Sá samningur er lýsandi fyrir áherslur framsóknarmanna. Við viljum standa þannig að verki að stækka kökuna með öflugu atvinnulífi og tryggja síðan að afraksturinn skili sér til allra landsmanna, ekki síst þeirra sem búa við lökust kjörin. Í dag, laugardag, göngum við til prófkjörs framsóknarmenn í Suðurkjördæmi. Þátttaka er heimil öllum þeim sem skráðir eru í flokksfélögin í kjördæminu. Nýir félagar geta gengið til liðs við flokkinn á kjörstað. Ég hvet alla framsóknarmenn í kjördæminu til þátttöku í prófkjörinu. Ég býð mig þar fram til forystu og sækist eftir endurnýjuðu umboði í 1. sæti framboðslistans. Ég heiti á framsóknarmenn að taka höndum saman um að hefja merki flokksins hátt á loft í þeirri baráttu sem framundan er vegna alþingiskosninganna 12. maí í vor. Höfundur er landbúnaðarráðherra.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar