Gyðingar og víkingar 25. janúar 2007 08:15 Skólasystur sýna þrjú dansverk og stuttmynd í Hafnarfjarðarleikhúsinu um helgina. MYND/Heiða Fjórar ungar konur úr tveimur ólíkum löndum deildu vist í Arnhem við nám í samningu listdansa í ArtEZ-skólanum. Tvær þeirra voru íslenskar, menntaðar sem dansarar úr Listdansskóla Íslands, hinar komu frá Ísrael. Þeim var falið það verk að setja saman hugmynd að danssýningu og datt þá í hug að leiða saman tvo ólíka heima. Hugmyndinni var vel tekið en það var ekki fyrr en komið var að skilnaðarstund að upp rann ljós; innrásin í Líbanon stóð sem hæst. Nú eru þær komnar hingað til lands allar fjórar og á föstudag og laugardagskvöld verða þær með sýningu: Víkingar og gyðingar kallast hún og er sett saman úr þremur dansverkum og einni stuttmynd. Sér til liðsinnis hafa þær stöllur ellefu unga tónlistarmenn úr skóla FÍH. Verkin eru ólík: Margrét segir eitt þeirra afstrakt, annað hafa beina tilvísun í hryðjuverk. Þau standi nær leikverkum og myndverkum í rými en beinlínis dansi. Þær stöllur, Margrét Bjarnadóttir, Sara Sigurðardóttir, Annat Eisenberg og Noa Shadur náðu vel saman. Þeim var ljóst hvað hlutskipti þeirra voru ólík: stelpurnar frá Ísrael rifjuðu upp þá daga þegar þær urðu að fara í skólann með gasgrímur í poka meðan Persaflóastríðið stóð sem hæst. Þó þær næðu vel saman var heimur þeirra ekki einn - eða bjuggu þær þrátt fyrir það sama heiminn. Margrét segir að verkefnið hafi orðið til með stuðningi verkefnis Evrópusambandsins - Ungt fólk í Evrópu. Hún er hvergi bangin að koma heim og taka upp þráðinn við frekari dansasamningu þegar þessari lotu lýkur. Þær Saga ætla að reyna að vinna saman að frekari verkefnum. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort þær komast með vinkonum sínum til Ísrael til að sýna þar. Það er erfiðara að finna fjármagn til sýninga þar en hér. Þær voru svo heppnar að komast í samband við Hafnarfjarðarleikhúsið, en þar standa nú yfir æfingar á tveimur verkum, Abbababb, barnarokksöngleik dr. Gunna og Felix Bergssonar og verki sem byggir á Draumalandi Andra Snæs. Skammt er í frumsýningingu á Abbababb og var danssýningu þeirra vinkvenna skotið inn. Einungis eru fyrirhugaðar sýninga á föstu- og laugardagskvöld. Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Fjórar ungar konur úr tveimur ólíkum löndum deildu vist í Arnhem við nám í samningu listdansa í ArtEZ-skólanum. Tvær þeirra voru íslenskar, menntaðar sem dansarar úr Listdansskóla Íslands, hinar komu frá Ísrael. Þeim var falið það verk að setja saman hugmynd að danssýningu og datt þá í hug að leiða saman tvo ólíka heima. Hugmyndinni var vel tekið en það var ekki fyrr en komið var að skilnaðarstund að upp rann ljós; innrásin í Líbanon stóð sem hæst. Nú eru þær komnar hingað til lands allar fjórar og á föstudag og laugardagskvöld verða þær með sýningu: Víkingar og gyðingar kallast hún og er sett saman úr þremur dansverkum og einni stuttmynd. Sér til liðsinnis hafa þær stöllur ellefu unga tónlistarmenn úr skóla FÍH. Verkin eru ólík: Margrét segir eitt þeirra afstrakt, annað hafa beina tilvísun í hryðjuverk. Þau standi nær leikverkum og myndverkum í rými en beinlínis dansi. Þær stöllur, Margrét Bjarnadóttir, Sara Sigurðardóttir, Annat Eisenberg og Noa Shadur náðu vel saman. Þeim var ljóst hvað hlutskipti þeirra voru ólík: stelpurnar frá Ísrael rifjuðu upp þá daga þegar þær urðu að fara í skólann með gasgrímur í poka meðan Persaflóastríðið stóð sem hæst. Þó þær næðu vel saman var heimur þeirra ekki einn - eða bjuggu þær þrátt fyrir það sama heiminn. Margrét segir að verkefnið hafi orðið til með stuðningi verkefnis Evrópusambandsins - Ungt fólk í Evrópu. Hún er hvergi bangin að koma heim og taka upp þráðinn við frekari dansasamningu þegar þessari lotu lýkur. Þær Saga ætla að reyna að vinna saman að frekari verkefnum. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort þær komast með vinkonum sínum til Ísrael til að sýna þar. Það er erfiðara að finna fjármagn til sýninga þar en hér. Þær voru svo heppnar að komast í samband við Hafnarfjarðarleikhúsið, en þar standa nú yfir æfingar á tveimur verkum, Abbababb, barnarokksöngleik dr. Gunna og Felix Bergssonar og verki sem byggir á Draumalandi Andra Snæs. Skammt er í frumsýningingu á Abbababb og var danssýningu þeirra vinkvenna skotið inn. Einungis eru fyrirhugaðar sýninga á föstu- og laugardagskvöld.
Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira