Til hamingju með daginn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 27. janúar 2007 00:01 Í dag eru liðin hundrað ár frá því Bríet boðaði til fundar í Þingholtsstræti 18 til að stofna Kvenréttindafélag Íslands. Og nú gildir það sama og fyrr: Konur þurfa að segja frá og þær þurfa að tala saman. Hvernig líður frjálsum íslenskum konum á 21. öld? Hvað útheimtir móðurhlutverkið af konum við nútímaaðstæður? Þarf vinnutími á Íslandi að vera svona miklu lengri en í nágrannalöndum? Hver axlar ábyrgð á úrræðaleysi samfélagsins þegar kemur að öldruðum? Taka dæturnar við? Hví skyldu konur taka þátt í þögninni um launin ef þær tapa alltaf sjálfar? Þegar samfélagsþjónustu skortir axla konur byrðarnar, án launa og án viðurkenningar. Í hjarta hverrar konu þarf að vera vissan um að hið persónulega sem hún oft telur varða sig eina og vera sér að kenna er í raun almenn reynsla kvenna og þar með pólitískt mál. Fyrir alllöngu varð almenn viðhorfsbreyting meðal kvenna. Nú er víðtæk samstaða um það meðal kvenna að konur eigi ákveðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta stöðu kvenna. Sú þrá er reyndar missterk - hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir. Reynslan hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Þess vegna hef ég lýst því yfir að ég muni gæta þess, þegar flokkur minn sest í ríkisstjórn, að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Ég upplifði það líka í ráðhúsinu að forsenda árangurs í jafnréttismálum er að æðstu stjórnendur láti þau til sín taka. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að færa ábyrgðina á jafnréttismálum til forsætisráðuneytisins. Við höfum verk að vinna og eigum að vera órög að takast á við þau rétt eins og konurnar sem stofnuðu Kvenréttindafélagið fyrir 100 árum. Ég óska konum og kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn og starf þeirra í þágu samfélagsins öll þessi ár. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin hundrað ár frá því Bríet boðaði til fundar í Þingholtsstræti 18 til að stofna Kvenréttindafélag Íslands. Og nú gildir það sama og fyrr: Konur þurfa að segja frá og þær þurfa að tala saman. Hvernig líður frjálsum íslenskum konum á 21. öld? Hvað útheimtir móðurhlutverkið af konum við nútímaaðstæður? Þarf vinnutími á Íslandi að vera svona miklu lengri en í nágrannalöndum? Hver axlar ábyrgð á úrræðaleysi samfélagsins þegar kemur að öldruðum? Taka dæturnar við? Hví skyldu konur taka þátt í þögninni um launin ef þær tapa alltaf sjálfar? Þegar samfélagsþjónustu skortir axla konur byrðarnar, án launa og án viðurkenningar. Í hjarta hverrar konu þarf að vera vissan um að hið persónulega sem hún oft telur varða sig eina og vera sér að kenna er í raun almenn reynsla kvenna og þar með pólitískt mál. Fyrir alllöngu varð almenn viðhorfsbreyting meðal kvenna. Nú er víðtæk samstaða um það meðal kvenna að konur eigi ákveðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta stöðu kvenna. Sú þrá er reyndar missterk - hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir. Reynslan hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Þess vegna hef ég lýst því yfir að ég muni gæta þess, þegar flokkur minn sest í ríkisstjórn, að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Ég upplifði það líka í ráðhúsinu að forsenda árangurs í jafnréttismálum er að æðstu stjórnendur láti þau til sín taka. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að færa ábyrgðina á jafnréttismálum til forsætisráðuneytisins. Við höfum verk að vinna og eigum að vera órög að takast á við þau rétt eins og konurnar sem stofnuðu Kvenréttindafélagið fyrir 100 árum. Ég óska konum og kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn og starf þeirra í þágu samfélagsins öll þessi ár. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar