Stóriðjusovét Sjálfstæðisflokksins Árni Páll Árnason skrifar 1. febrúar 2007 00:01 Forystumenn stjórnarflokkanna klifa nú á því að engin stóriðjustefna sé rekin af hálfu hins opinbera og ákvarðanir um virkjanir séu teknar í frjálsum viðskiptum milli orkukaupenda og orku-fyrirtækja. Þetta er tómur þvættingur. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um sovéskt efnahagskerfi í stóriðjusölu. Opinber orkufyrirtæki hafa notið sérréttinda til að reka raforkuver og hitaveitur. Þessara réttinda var upphaflega þörf til að tryggja okkur öllum ljós og hita í hús og orku til innlendrar atvinnustarfsemi. Í krafti þeirra höfðu fyrirtækin möguleika til að taka nauðsynlegar auðlindir eignarnámi og afla fjár til þeirra verkefna með ríkis-ábyrgð. Lítum á staðreyndir. Opinber orkufyrirtæki geta krafist eignarnáms á orkulindum sem þau vilja nota við orkuöflun til stóriðju. Ákvæði um eignarnám, sem sett voru til að tryggja öflun á orku til íslensks almennings, eru í dag misnotuð til að fyrirtækin geti sölsað undir sig orkuauðlindir án þess að greiða umráðamönnum þeirra markaðsverð í frjálsum viðskiptum. Þessi fyrirtæki afla sér ekki heldur lánsfjár á markaðskjörum, þar sem þau njóta ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga. Skattgreiðendur niðurgreiða því orkusölu til stóriðju. Þess vegna þarf aldrei að upplýsa um orkuverð, því erlendir lánardrottnar líta svo á þeir séu að lána ríkinu peningana. Ef Sjálfstæðisflokkurinn meinar eitthvað með sífri sínu um mikilvægi markaðslausna og nýfundinn áhuga á umhverfismálum getur hann gert tvennt í skyndi: Afnumið heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms nema þegar um er að ræða virkjanir í þágu almennings og bannað orkufyrirtækjum að afla fjár til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju nema með því að stofna um hana sérstök hlutafélög, sem þyrftu þá að afla fjár á markaðskjörum. Og þá myndi lítið þýða að halda orkuverðinu leyndu fyrir erlendum fjárfestum. Þetta myndi marka fyrstu teiknin um fráhvarf Sjálfstæðisflokksins frá sovéskum stjórnarháttum í efnahags- og atvinnulífi. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Forystumenn stjórnarflokkanna klifa nú á því að engin stóriðjustefna sé rekin af hálfu hins opinbera og ákvarðanir um virkjanir séu teknar í frjálsum viðskiptum milli orkukaupenda og orku-fyrirtækja. Þetta er tómur þvættingur. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um sovéskt efnahagskerfi í stóriðjusölu. Opinber orkufyrirtæki hafa notið sérréttinda til að reka raforkuver og hitaveitur. Þessara réttinda var upphaflega þörf til að tryggja okkur öllum ljós og hita í hús og orku til innlendrar atvinnustarfsemi. Í krafti þeirra höfðu fyrirtækin möguleika til að taka nauðsynlegar auðlindir eignarnámi og afla fjár til þeirra verkefna með ríkis-ábyrgð. Lítum á staðreyndir. Opinber orkufyrirtæki geta krafist eignarnáms á orkulindum sem þau vilja nota við orkuöflun til stóriðju. Ákvæði um eignarnám, sem sett voru til að tryggja öflun á orku til íslensks almennings, eru í dag misnotuð til að fyrirtækin geti sölsað undir sig orkuauðlindir án þess að greiða umráðamönnum þeirra markaðsverð í frjálsum viðskiptum. Þessi fyrirtæki afla sér ekki heldur lánsfjár á markaðskjörum, þar sem þau njóta ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga. Skattgreiðendur niðurgreiða því orkusölu til stóriðju. Þess vegna þarf aldrei að upplýsa um orkuverð, því erlendir lánardrottnar líta svo á þeir séu að lána ríkinu peningana. Ef Sjálfstæðisflokkurinn meinar eitthvað með sífri sínu um mikilvægi markaðslausna og nýfundinn áhuga á umhverfismálum getur hann gert tvennt í skyndi: Afnumið heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms nema þegar um er að ræða virkjanir í þágu almennings og bannað orkufyrirtækjum að afla fjár til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju nema með því að stofna um hana sérstök hlutafélög, sem þyrftu þá að afla fjár á markaðskjörum. Og þá myndi lítið þýða að halda orkuverðinu leyndu fyrir erlendum fjárfestum. Þetta myndi marka fyrstu teiknin um fráhvarf Sjálfstæðisflokksins frá sovéskum stjórnarháttum í efnahags- og atvinnulífi. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun