Höfnum heræfingum á Íslandi! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Það voru miklar gleðifregnir sl. haust, þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað og Ísland varð á ný herlaust land eftir margra áratuga bið. Það varpaði þó skugga á þessi ánægjulegu tímamót þegar stjórnvöld kynntu áætlanir um að hér skyldu haldnar reglulegar heræfingar, jafnvel með þátttöku borgaralegra íslenskra stofnana. Til marks um þessa stefnu, var risaherskipinu USS Wasp boðið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur á haustmánuðum. Ekki er langt síðan Cheney, varaforseti Bandríkjanna, heiðraði áhöfn skipsins sérstaklega fyrir þátttöku sína í stríðinu í Írak, hernaði sem kallað hefur ólýsanlegar hörmungum yfir íröksku þjóðina og virðist síst fara dvínandi. Mikill meirihluti Íslendinga hefur frá upphafi verið andvígur stríðinu í Írak, framferði Bandaríkjastjórnar og stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við innrásina og hernámið. Á sama hátt kæra landsmenn sig ekki um að taka á móti vígvélum þeim sem notaðar hafa verið til manndrápa í fjarlægum löndum. Herskip og orrustuþotur Bandaríkjahers eru engir aufúsugestir í íslenskum höfnum eða lofthelgi og fráleitt að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að fá slíkar óheillasendingar hingað til lands. Reynt hefur verið að klæða heræfingar þær sem haldnar hafa verið hér á landi síðustu misserin í þann búning að um borgaralegar aðgerðir sé að ræða, s.s. almannavarnir, björgunar- og löggæslustörf. Öll þessi verkefni eru þó betur komin í höndum annarra aðila, s.s. björgunarsveita, lögreglu eða slökkviliðs. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komist að hernaður er megintilgangur herja. Hver veit nema hermennirnir sem nú drepa írakska borgara hafi einmitt æft aðferðirnar hér á landi? Brottför bandaríska hersins síðasta haust felur í sér stórkostleg tækifæri fyrir Ísland. Alltof lengi hafa íslensk stjórnvöld hangið í pilsfaldi Bandríkjastjórnar og miðað aðgerðir sínar í alþjóðamálum við það eitt að ríghalda í nokkrar orrustuþotur. Nú virðist loks komið færi á að Íslendingar móti sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Sú stefna ætti að felast í að tala máli friðar og afvopnunar í heiminum. Heræfingar á íslensku landi geta aldrei verið hluti af þeirri framtíðarsýn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það voru miklar gleðifregnir sl. haust, þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað og Ísland varð á ný herlaust land eftir margra áratuga bið. Það varpaði þó skugga á þessi ánægjulegu tímamót þegar stjórnvöld kynntu áætlanir um að hér skyldu haldnar reglulegar heræfingar, jafnvel með þátttöku borgaralegra íslenskra stofnana. Til marks um þessa stefnu, var risaherskipinu USS Wasp boðið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur á haustmánuðum. Ekki er langt síðan Cheney, varaforseti Bandríkjanna, heiðraði áhöfn skipsins sérstaklega fyrir þátttöku sína í stríðinu í Írak, hernaði sem kallað hefur ólýsanlegar hörmungum yfir íröksku þjóðina og virðist síst fara dvínandi. Mikill meirihluti Íslendinga hefur frá upphafi verið andvígur stríðinu í Írak, framferði Bandaríkjastjórnar og stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við innrásina og hernámið. Á sama hátt kæra landsmenn sig ekki um að taka á móti vígvélum þeim sem notaðar hafa verið til manndrápa í fjarlægum löndum. Herskip og orrustuþotur Bandaríkjahers eru engir aufúsugestir í íslenskum höfnum eða lofthelgi og fráleitt að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að fá slíkar óheillasendingar hingað til lands. Reynt hefur verið að klæða heræfingar þær sem haldnar hafa verið hér á landi síðustu misserin í þann búning að um borgaralegar aðgerðir sé að ræða, s.s. almannavarnir, björgunar- og löggæslustörf. Öll þessi verkefni eru þó betur komin í höndum annarra aðila, s.s. björgunarsveita, lögreglu eða slökkviliðs. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komist að hernaður er megintilgangur herja. Hver veit nema hermennirnir sem nú drepa írakska borgara hafi einmitt æft aðferðirnar hér á landi? Brottför bandaríska hersins síðasta haust felur í sér stórkostleg tækifæri fyrir Ísland. Alltof lengi hafa íslensk stjórnvöld hangið í pilsfaldi Bandríkjastjórnar og miðað aðgerðir sínar í alþjóðamálum við það eitt að ríghalda í nokkrar orrustuþotur. Nú virðist loks komið færi á að Íslendingar móti sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Sú stefna ætti að felast í að tala máli friðar og afvopnunar í heiminum. Heræfingar á íslensku landi geta aldrei verið hluti af þeirri framtíðarsýn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi-norður.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun