Höfnum heræfingum á Íslandi! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Það voru miklar gleðifregnir sl. haust, þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað og Ísland varð á ný herlaust land eftir margra áratuga bið. Það varpaði þó skugga á þessi ánægjulegu tímamót þegar stjórnvöld kynntu áætlanir um að hér skyldu haldnar reglulegar heræfingar, jafnvel með þátttöku borgaralegra íslenskra stofnana. Til marks um þessa stefnu, var risaherskipinu USS Wasp boðið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur á haustmánuðum. Ekki er langt síðan Cheney, varaforseti Bandríkjanna, heiðraði áhöfn skipsins sérstaklega fyrir þátttöku sína í stríðinu í Írak, hernaði sem kallað hefur ólýsanlegar hörmungum yfir íröksku þjóðina og virðist síst fara dvínandi. Mikill meirihluti Íslendinga hefur frá upphafi verið andvígur stríðinu í Írak, framferði Bandaríkjastjórnar og stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við innrásina og hernámið. Á sama hátt kæra landsmenn sig ekki um að taka á móti vígvélum þeim sem notaðar hafa verið til manndrápa í fjarlægum löndum. Herskip og orrustuþotur Bandaríkjahers eru engir aufúsugestir í íslenskum höfnum eða lofthelgi og fráleitt að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að fá slíkar óheillasendingar hingað til lands. Reynt hefur verið að klæða heræfingar þær sem haldnar hafa verið hér á landi síðustu misserin í þann búning að um borgaralegar aðgerðir sé að ræða, s.s. almannavarnir, björgunar- og löggæslustörf. Öll þessi verkefni eru þó betur komin í höndum annarra aðila, s.s. björgunarsveita, lögreglu eða slökkviliðs. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komist að hernaður er megintilgangur herja. Hver veit nema hermennirnir sem nú drepa írakska borgara hafi einmitt æft aðferðirnar hér á landi? Brottför bandaríska hersins síðasta haust felur í sér stórkostleg tækifæri fyrir Ísland. Alltof lengi hafa íslensk stjórnvöld hangið í pilsfaldi Bandríkjastjórnar og miðað aðgerðir sínar í alþjóðamálum við það eitt að ríghalda í nokkrar orrustuþotur. Nú virðist loks komið færi á að Íslendingar móti sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Sú stefna ætti að felast í að tala máli friðar og afvopnunar í heiminum. Heræfingar á íslensku landi geta aldrei verið hluti af þeirri framtíðarsýn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru miklar gleðifregnir sl. haust, þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað og Ísland varð á ný herlaust land eftir margra áratuga bið. Það varpaði þó skugga á þessi ánægjulegu tímamót þegar stjórnvöld kynntu áætlanir um að hér skyldu haldnar reglulegar heræfingar, jafnvel með þátttöku borgaralegra íslenskra stofnana. Til marks um þessa stefnu, var risaherskipinu USS Wasp boðið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur á haustmánuðum. Ekki er langt síðan Cheney, varaforseti Bandríkjanna, heiðraði áhöfn skipsins sérstaklega fyrir þátttöku sína í stríðinu í Írak, hernaði sem kallað hefur ólýsanlegar hörmungum yfir íröksku þjóðina og virðist síst fara dvínandi. Mikill meirihluti Íslendinga hefur frá upphafi verið andvígur stríðinu í Írak, framferði Bandaríkjastjórnar og stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við innrásina og hernámið. Á sama hátt kæra landsmenn sig ekki um að taka á móti vígvélum þeim sem notaðar hafa verið til manndrápa í fjarlægum löndum. Herskip og orrustuþotur Bandaríkjahers eru engir aufúsugestir í íslenskum höfnum eða lofthelgi og fráleitt að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að fá slíkar óheillasendingar hingað til lands. Reynt hefur verið að klæða heræfingar þær sem haldnar hafa verið hér á landi síðustu misserin í þann búning að um borgaralegar aðgerðir sé að ræða, s.s. almannavarnir, björgunar- og löggæslustörf. Öll þessi verkefni eru þó betur komin í höndum annarra aðila, s.s. björgunarsveita, lögreglu eða slökkviliðs. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komist að hernaður er megintilgangur herja. Hver veit nema hermennirnir sem nú drepa írakska borgara hafi einmitt æft aðferðirnar hér á landi? Brottför bandaríska hersins síðasta haust felur í sér stórkostleg tækifæri fyrir Ísland. Alltof lengi hafa íslensk stjórnvöld hangið í pilsfaldi Bandríkjastjórnar og miðað aðgerðir sínar í alþjóðamálum við það eitt að ríghalda í nokkrar orrustuþotur. Nú virðist loks komið færi á að Íslendingar móti sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Sú stefna ætti að felast í að tala máli friðar og afvopnunar í heiminum. Heræfingar á íslensku landi geta aldrei verið hluti af þeirri framtíðarsýn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi-norður.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar