Strákur veiðir úlf úr skóginum 21. febrúar 2007 07:15 Bernd Ogrodnik með brúður sínar úr sýningunni Krakkarnir voru með á nótunum í sviðsetningu Bernds Ogrodnik á sögunni góðkunnu um Pétur og fórnarlamb hans, úlfinn. Í hvert sinn sem Bernd leitaði til þeirra voru svör á reiðum höndum. Þau sátu fremst í salnum í Kúlunni á sessum meðan eldri gestir sátu aftar og skemmtu sér ekki síður. Það er erfitt að komast hjá altekinni hrifningu í grennd við listamann eins og Bernd: allar brúður sínar smíðar hann af stórkostlegu listfengi, vélvæðir þær með þráðum og klemmum, klæðir og skreytir í sínum persónulega stíl. Og svo leiðir hann á sýnilegan og augljósan hátt fram söguna og nærgætnin, stillingin og tökin eru aðdáunarverð. Það er ef til vill það sem gerir það að verkum að krakkarnir fylgjast svo vel með, jafnvel í sögu sem þau þekkja vel til. Mátinn í sviðsetningunni er skammt frá þeirra eigin iðjum í leik með brúður og önnur verkfæri í leik dagsins: minn gerir þetta og þá gerir þinn … eins og þau segja gjarnan. Sýningar Bernds eru þannig á sinn hátt nánast eins og kennslustund fyrir leikfælin börn. Það er eitt af merkilegustu nýmælum í stjórnartíð Tinnu Gunnlaugsdóttur að koma brúðusýningum af stað á gamla litla sviðinu í Húsi Jóns Þorsteinssonar. Aðkoma er nú skreytt myndum úr barnasýningum Þjóðleikhússins frá fornu fari. Hér á að gera einhvers konar skjól fyrir leiksýningar ætlaðar yngstu börnunum og samferðamönnnum þeirra. Það er afar mikilvægt að ná ungum börnum inn í leikhúsið með foreldrum og frænkum. Það er gaman að fara með börnum í leikhús. Aðkoma Bernds að íslenskum brúðusýningum á sér sögulega vísun: það var Kurt Zier sem hóf á ný brúðuhefðina hér og kenndi Jóni E. Guðmundssyni. Þaðan lá leið leikbrúðanna í sjónvarp, á leikskóla og víðar. Brúðurgerð og brúðunotkun ætti að vera skylda í grunnskóla. Sýningin á Pétri og Úlfinum er fyrsta flokks og menn skulu hópast á hana sem til gleði. Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Krakkarnir voru með á nótunum í sviðsetningu Bernds Ogrodnik á sögunni góðkunnu um Pétur og fórnarlamb hans, úlfinn. Í hvert sinn sem Bernd leitaði til þeirra voru svör á reiðum höndum. Þau sátu fremst í salnum í Kúlunni á sessum meðan eldri gestir sátu aftar og skemmtu sér ekki síður. Það er erfitt að komast hjá altekinni hrifningu í grennd við listamann eins og Bernd: allar brúður sínar smíðar hann af stórkostlegu listfengi, vélvæðir þær með þráðum og klemmum, klæðir og skreytir í sínum persónulega stíl. Og svo leiðir hann á sýnilegan og augljósan hátt fram söguna og nærgætnin, stillingin og tökin eru aðdáunarverð. Það er ef til vill það sem gerir það að verkum að krakkarnir fylgjast svo vel með, jafnvel í sögu sem þau þekkja vel til. Mátinn í sviðsetningunni er skammt frá þeirra eigin iðjum í leik með brúður og önnur verkfæri í leik dagsins: minn gerir þetta og þá gerir þinn … eins og þau segja gjarnan. Sýningar Bernds eru þannig á sinn hátt nánast eins og kennslustund fyrir leikfælin börn. Það er eitt af merkilegustu nýmælum í stjórnartíð Tinnu Gunnlaugsdóttur að koma brúðusýningum af stað á gamla litla sviðinu í Húsi Jóns Þorsteinssonar. Aðkoma er nú skreytt myndum úr barnasýningum Þjóðleikhússins frá fornu fari. Hér á að gera einhvers konar skjól fyrir leiksýningar ætlaðar yngstu börnunum og samferðamönnnum þeirra. Það er afar mikilvægt að ná ungum börnum inn í leikhúsið með foreldrum og frænkum. Það er gaman að fara með börnum í leikhús. Aðkoma Bernds að íslenskum brúðusýningum á sér sögulega vísun: það var Kurt Zier sem hóf á ný brúðuhefðina hér og kenndi Jóni E. Guðmundssyni. Þaðan lá leið leikbrúðanna í sjónvarp, á leikskóla og víðar. Brúðurgerð og brúðunotkun ætti að vera skylda í grunnskóla. Sýningin á Pétri og Úlfinum er fyrsta flokks og menn skulu hópast á hana sem til gleði. Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira