Vissi ekki um kaupréttinn 3. mars 2007 09:00 Stefán Hilmarsson bar vitni í Baugsmálinu í gær, í baksýn eru Sigurður Tómas Magnússon, sækjandi í málinu (til vinstri), og Jón Þór Ólason, aðstoðarmaður hans. MYND/GVA Endurskoðandi Baugs sem áritaði ársreikninga félagsins frá stofnun þess vissi ekki um kaupréttarákvæði í ráðningarsamningum þriggja æðstu stjórnenda félagsins, sem gerðir voru árið 1998, fyrr en síðla árs 2002, eftir að rannsókn lögreglu á Baugi var hafin. Þetta kom fram í vitnisburði Stefáns H. Hilmarssonar í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en Stefán var endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG endurskoðun og áritaði ársreikninga Baugs frá árunum 1998 til 2002. Komið hefur fram við meðferð málsins í héraðsdómi að kaupréttarákvæði voru í ráðningarsamningum Baugs við þá Óskar Magnússon stjórnarformann, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra, og Tryggva Jónsson aðstoðarforstjóra, en samningarnir voru gerðir árið 1998. Einnig hefur komið fram að hluti kaupréttarákvæðanna var fullnustaður árið 1999. Jón Ásgeir sagði í skýrslutöku fyrir dómi að kaupréttarsamningar stjórnenda hefðu legið fyrir hjá KPMG, sem sá um greiðslur á launum og hlunnindum stjórnenda. Ákæruvaldið heldur því fram að vegna kaupréttarákvæðanna hafi hlutabréf í Baugi sem félagið átti sjálft, samtals fjögur prósent af bréfum í félaginu, verið færð á vörslureikning Baugs hjá Kaupþingi í Lúxemborg, sjálfstæðu dótturfélagi Kaupþings, og bókuð sem seld bréf í bókum Baugs. Stefán sagði í gær að hann hafi fengið að vita af kaupréttarákvæðunum, og að þau hafi að hluta til verið uppfyllt, í október 2002, en rannsókn lögreglu hófst seint í ágúst það sama ár. Upplýsingar um þessi kaupréttarákvæði hafi hann fengið frá innri endurskoðun Baugs. Á sama tíma hafi hann fengið að vita af vörslureikningnum í Kaupþingi Lúxemborg. Kaupréttarsamningarnir tengjast málinu þar sem í einum lið ákærunnar eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir ákærðir fyrir að færa sölu á hlutabréfum í Baugi á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg, en þau bréf voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarákvæðin. Segir í ákærunni að markmiðið hafi verið að draga dul á að stjórnendurnir væru raunverulegir viðtakendur. Fréttir Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Endurskoðandi Baugs sem áritaði ársreikninga félagsins frá stofnun þess vissi ekki um kaupréttarákvæði í ráðningarsamningum þriggja æðstu stjórnenda félagsins, sem gerðir voru árið 1998, fyrr en síðla árs 2002, eftir að rannsókn lögreglu á Baugi var hafin. Þetta kom fram í vitnisburði Stefáns H. Hilmarssonar í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en Stefán var endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG endurskoðun og áritaði ársreikninga Baugs frá árunum 1998 til 2002. Komið hefur fram við meðferð málsins í héraðsdómi að kaupréttarákvæði voru í ráðningarsamningum Baugs við þá Óskar Magnússon stjórnarformann, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra, og Tryggva Jónsson aðstoðarforstjóra, en samningarnir voru gerðir árið 1998. Einnig hefur komið fram að hluti kaupréttarákvæðanna var fullnustaður árið 1999. Jón Ásgeir sagði í skýrslutöku fyrir dómi að kaupréttarsamningar stjórnenda hefðu legið fyrir hjá KPMG, sem sá um greiðslur á launum og hlunnindum stjórnenda. Ákæruvaldið heldur því fram að vegna kaupréttarákvæðanna hafi hlutabréf í Baugi sem félagið átti sjálft, samtals fjögur prósent af bréfum í félaginu, verið færð á vörslureikning Baugs hjá Kaupþingi í Lúxemborg, sjálfstæðu dótturfélagi Kaupþings, og bókuð sem seld bréf í bókum Baugs. Stefán sagði í gær að hann hafi fengið að vita af kaupréttarákvæðunum, og að þau hafi að hluta til verið uppfyllt, í október 2002, en rannsókn lögreglu hófst seint í ágúst það sama ár. Upplýsingar um þessi kaupréttarákvæði hafi hann fengið frá innri endurskoðun Baugs. Á sama tíma hafi hann fengið að vita af vörslureikningnum í Kaupþingi Lúxemborg. Kaupréttarsamningarnir tengjast málinu þar sem í einum lið ákærunnar eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir ákærðir fyrir að færa sölu á hlutabréfum í Baugi á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg, en þau bréf voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarákvæðin. Segir í ákærunni að markmiðið hafi verið að draga dul á að stjórnendurnir væru raunverulegir viðtakendur.
Fréttir Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira