Um ódýrar eftirlíkingar 8. mars 2007 05:00 Framsóknarmenn virðast hafa fyllst hreinni örvæntingu ef marka má yfirlýsingar þeirra á flokksþingi sínu um helgina. Þar kallast á rangfærslur og tilraunir til þess að eigna sér stefnumál annarra flokka, einkum Samfylkingarinnar. Í ræðu sinni hélt Jón Sigurðsson því fram að Framsóknarflokkurinn hefði átt frumkvæði að lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokkanna og takmörkun á auglýsingum. Þetta er makalaus fullyrðing í ljósi þess að Samfylkingin og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa barist fyrir lagasetningu af þessu tagi um árabil og það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem lagði til við formenn flokkanna fyrir áramótin að samkomulag yrði gert um takmarkanir á auglýsingum. Framsóknarmenn voru ekki tilbúnir í slíkt samkomulag þá fremur en Sjálfstæðisflokkurinn. Framsóknarflokkurinn samþykkti ýmsar ályktanir á flokksþingi sínu og margt kemur okkur jafnaðarmönnum þar kunnuglega fyrir sjónir. Þar má nefna gömul baráttumál okkar eins og jöfnun atkvæðisréttar, að hluta námslána verði breytt í styrki og afnám stimpilgjalda. Framsóknarmenn taka þessi mál nú upp á sína arma og allt í fínu með það. Það er hins vegar góð latína að geta heimilda þegar menn fá lánað frá öðrum. En því er ekki að heilsa, Jón Sigurðsson kvittar upp á lánið með því að saka aðra flokka um ódýrar eftirlíkingar! Það má Jón eiga að hann slær hér frumlegan tón en málflutningur hans verður seint talinn traustvekjandi. Framsóknarflokkurinn í félagi við Sjálfstæðisflokk ber ábyrgð á stuðningsyfirlýsingu við Íraksstríðið, yfirþyrmandi stóriðjustefnu, sviknum loforðum við eldri borgara og öryrkja, Byrgismáli, ofþenslu í efnahagslífinu sem leggur þungar byrðar á heimilin í landinu, himinháu húsnæðisverði og loks kosningaloforðum sem losa nú tæpa 400 milljarða króna og munu binda hendur næstu og þarnæstu ríkisstjórnar. Þessi frammistaða er ekki til fyrirmyndar og hverfandi hætta á eftirlíkingum enda flýja nú Framsóknarmenn flórinn og leita í smiðju okkar jafnaðarmanna. Verið velkomnir. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Framsóknarmenn virðast hafa fyllst hreinni örvæntingu ef marka má yfirlýsingar þeirra á flokksþingi sínu um helgina. Þar kallast á rangfærslur og tilraunir til þess að eigna sér stefnumál annarra flokka, einkum Samfylkingarinnar. Í ræðu sinni hélt Jón Sigurðsson því fram að Framsóknarflokkurinn hefði átt frumkvæði að lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokkanna og takmörkun á auglýsingum. Þetta er makalaus fullyrðing í ljósi þess að Samfylkingin og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa barist fyrir lagasetningu af þessu tagi um árabil og það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem lagði til við formenn flokkanna fyrir áramótin að samkomulag yrði gert um takmarkanir á auglýsingum. Framsóknarmenn voru ekki tilbúnir í slíkt samkomulag þá fremur en Sjálfstæðisflokkurinn. Framsóknarflokkurinn samþykkti ýmsar ályktanir á flokksþingi sínu og margt kemur okkur jafnaðarmönnum þar kunnuglega fyrir sjónir. Þar má nefna gömul baráttumál okkar eins og jöfnun atkvæðisréttar, að hluta námslána verði breytt í styrki og afnám stimpilgjalda. Framsóknarmenn taka þessi mál nú upp á sína arma og allt í fínu með það. Það er hins vegar góð latína að geta heimilda þegar menn fá lánað frá öðrum. En því er ekki að heilsa, Jón Sigurðsson kvittar upp á lánið með því að saka aðra flokka um ódýrar eftirlíkingar! Það má Jón eiga að hann slær hér frumlegan tón en málflutningur hans verður seint talinn traustvekjandi. Framsóknarflokkurinn í félagi við Sjálfstæðisflokk ber ábyrgð á stuðningsyfirlýsingu við Íraksstríðið, yfirþyrmandi stóriðjustefnu, sviknum loforðum við eldri borgara og öryrkja, Byrgismáli, ofþenslu í efnahagslífinu sem leggur þungar byrðar á heimilin í landinu, himinháu húsnæðisverði og loks kosningaloforðum sem losa nú tæpa 400 milljarða króna og munu binda hendur næstu og þarnæstu ríkisstjórnar. Þessi frammistaða er ekki til fyrirmyndar og hverfandi hætta á eftirlíkingum enda flýja nú Framsóknarmenn flórinn og leita í smiðju okkar jafnaðarmanna. Verið velkomnir. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar