Þjóðareign í stjórnarskrá Jón Sigurðsson skrifar 15. mars 2007 05:00 Frumvarp stjórnarflokkanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands er útfærsla á sameiginlegri niðurstöðu beggja flokka sem náðist fyrir mörgum árum og hefur verið rædd og undirbúin um langt árabil. Nægir í því efni að vísa til álitsgerðar svonefndrar auðlindanefndar sem út kom í september árið 2000. Frumvarpið er byggt beinlínis á ákvæði stjórnarsáttmálans, en þar segir m.a.: “auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar”. Megintilgangur frumvarpsins er að staðfesta eign þjóðarinnar á auðlindunum og að staða nýtingarheimilda haldist óbreytt, þannig að nýtingarheimildir, t.d. fiskveiðiheimildir, verði ekki – hvorki nú né síðar – háðar beinum eignarrétti heldur séu og verði áfram afturkræfur afnotaréttur. Þetta kemur skýrt fram, m.a. með beinum hætti í greinargerð og skýringum. Auk þess var kveðið skýrt að orði um þetta í framsöguræðum á alþingi. Jafnframt er ljóst að löggjafarvald alþingis er ótvírætt til að ákvarða um nánari tilhögun og útfærslur vegna afnota og hagnýtingar samkvæmt sérstökum lögum sem löggjafinn kann að kjósa að setja um þau efni. Í frumvarpinu er fjallað almennt um náttúruauðlindir Íslands en ekki aðeins um auðlindir sjávar. Kveðið er á um “þjóðareign” og vísað er til réttinda samkvæmt eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Loks er kveðið á um heimildir til afnota eða hagnýtingar á auðlindunum samkvæmt lögum. Það er mjög mikilvægt að kveða á um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskránni. Með slíkum hætti eru settar skýrar grundvallarreglur um þetta þjóðarmálefni. Þar með er fyllsta öryggi tryggt og stöðugleiki um þessi réttindi og eigur þjóðarinnar. Hugtakið “þjóðareign” er þegar fyrir hendi í lögum, t.d. lögunum um þjóðgarðinn að Þingvöllum. Og þetta hugtak felur það m.a. í sér að eignartilkalli allra annarra aðila – nú eða síðar – er hafnað og hrundið. Hugsanlegu eignartilkalli einkaaðila til þjóðareignarinnar og yfirráðatilburðum allra slíkra aðila er hafnað og hrundið í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Frumvarp stjórnarflokkanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands er útfærsla á sameiginlegri niðurstöðu beggja flokka sem náðist fyrir mörgum árum og hefur verið rædd og undirbúin um langt árabil. Nægir í því efni að vísa til álitsgerðar svonefndrar auðlindanefndar sem út kom í september árið 2000. Frumvarpið er byggt beinlínis á ákvæði stjórnarsáttmálans, en þar segir m.a.: “auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar”. Megintilgangur frumvarpsins er að staðfesta eign þjóðarinnar á auðlindunum og að staða nýtingarheimilda haldist óbreytt, þannig að nýtingarheimildir, t.d. fiskveiðiheimildir, verði ekki – hvorki nú né síðar – háðar beinum eignarrétti heldur séu og verði áfram afturkræfur afnotaréttur. Þetta kemur skýrt fram, m.a. með beinum hætti í greinargerð og skýringum. Auk þess var kveðið skýrt að orði um þetta í framsöguræðum á alþingi. Jafnframt er ljóst að löggjafarvald alþingis er ótvírætt til að ákvarða um nánari tilhögun og útfærslur vegna afnota og hagnýtingar samkvæmt sérstökum lögum sem löggjafinn kann að kjósa að setja um þau efni. Í frumvarpinu er fjallað almennt um náttúruauðlindir Íslands en ekki aðeins um auðlindir sjávar. Kveðið er á um “þjóðareign” og vísað er til réttinda samkvæmt eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Loks er kveðið á um heimildir til afnota eða hagnýtingar á auðlindunum samkvæmt lögum. Það er mjög mikilvægt að kveða á um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskránni. Með slíkum hætti eru settar skýrar grundvallarreglur um þetta þjóðarmálefni. Þar með er fyllsta öryggi tryggt og stöðugleiki um þessi réttindi og eigur þjóðarinnar. Hugtakið “þjóðareign” er þegar fyrir hendi í lögum, t.d. lögunum um þjóðgarðinn að Þingvöllum. Og þetta hugtak felur það m.a. í sér að eignartilkalli allra annarra aðila – nú eða síðar – er hafnað og hrundið. Hugsanlegu eignartilkalli einkaaðila til þjóðareignarinnar og yfirráðatilburðum allra slíkra aðila er hafnað og hrundið í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun