Þjóðareign í stjórnarskrá Jón Sigurðsson skrifar 15. mars 2007 05:00 Frumvarp stjórnarflokkanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands er útfærsla á sameiginlegri niðurstöðu beggja flokka sem náðist fyrir mörgum árum og hefur verið rædd og undirbúin um langt árabil. Nægir í því efni að vísa til álitsgerðar svonefndrar auðlindanefndar sem út kom í september árið 2000. Frumvarpið er byggt beinlínis á ákvæði stjórnarsáttmálans, en þar segir m.a.: “auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar”. Megintilgangur frumvarpsins er að staðfesta eign þjóðarinnar á auðlindunum og að staða nýtingarheimilda haldist óbreytt, þannig að nýtingarheimildir, t.d. fiskveiðiheimildir, verði ekki – hvorki nú né síðar – háðar beinum eignarrétti heldur séu og verði áfram afturkræfur afnotaréttur. Þetta kemur skýrt fram, m.a. með beinum hætti í greinargerð og skýringum. Auk þess var kveðið skýrt að orði um þetta í framsöguræðum á alþingi. Jafnframt er ljóst að löggjafarvald alþingis er ótvírætt til að ákvarða um nánari tilhögun og útfærslur vegna afnota og hagnýtingar samkvæmt sérstökum lögum sem löggjafinn kann að kjósa að setja um þau efni. Í frumvarpinu er fjallað almennt um náttúruauðlindir Íslands en ekki aðeins um auðlindir sjávar. Kveðið er á um “þjóðareign” og vísað er til réttinda samkvæmt eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Loks er kveðið á um heimildir til afnota eða hagnýtingar á auðlindunum samkvæmt lögum. Það er mjög mikilvægt að kveða á um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskránni. Með slíkum hætti eru settar skýrar grundvallarreglur um þetta þjóðarmálefni. Þar með er fyllsta öryggi tryggt og stöðugleiki um þessi réttindi og eigur þjóðarinnar. Hugtakið “þjóðareign” er þegar fyrir hendi í lögum, t.d. lögunum um þjóðgarðinn að Þingvöllum. Og þetta hugtak felur það m.a. í sér að eignartilkalli allra annarra aðila – nú eða síðar – er hafnað og hrundið. Hugsanlegu eignartilkalli einkaaðila til þjóðareignarinnar og yfirráðatilburðum allra slíkra aðila er hafnað og hrundið í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Frumvarp stjórnarflokkanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands er útfærsla á sameiginlegri niðurstöðu beggja flokka sem náðist fyrir mörgum árum og hefur verið rædd og undirbúin um langt árabil. Nægir í því efni að vísa til álitsgerðar svonefndrar auðlindanefndar sem út kom í september árið 2000. Frumvarpið er byggt beinlínis á ákvæði stjórnarsáttmálans, en þar segir m.a.: “auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar”. Megintilgangur frumvarpsins er að staðfesta eign þjóðarinnar á auðlindunum og að staða nýtingarheimilda haldist óbreytt, þannig að nýtingarheimildir, t.d. fiskveiðiheimildir, verði ekki – hvorki nú né síðar – háðar beinum eignarrétti heldur séu og verði áfram afturkræfur afnotaréttur. Þetta kemur skýrt fram, m.a. með beinum hætti í greinargerð og skýringum. Auk þess var kveðið skýrt að orði um þetta í framsöguræðum á alþingi. Jafnframt er ljóst að löggjafarvald alþingis er ótvírætt til að ákvarða um nánari tilhögun og útfærslur vegna afnota og hagnýtingar samkvæmt sérstökum lögum sem löggjafinn kann að kjósa að setja um þau efni. Í frumvarpinu er fjallað almennt um náttúruauðlindir Íslands en ekki aðeins um auðlindir sjávar. Kveðið er á um “þjóðareign” og vísað er til réttinda samkvæmt eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Loks er kveðið á um heimildir til afnota eða hagnýtingar á auðlindunum samkvæmt lögum. Það er mjög mikilvægt að kveða á um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskránni. Með slíkum hætti eru settar skýrar grundvallarreglur um þetta þjóðarmálefni. Þar með er fyllsta öryggi tryggt og stöðugleiki um þessi réttindi og eigur þjóðarinnar. Hugtakið “þjóðareign” er þegar fyrir hendi í lögum, t.d. lögunum um þjóðgarðinn að Þingvöllum. Og þetta hugtak felur það m.a. í sér að eignartilkalli allra annarra aðila – nú eða síðar – er hafnað og hrundið. Hugsanlegu eignartilkalli einkaaðila til þjóðareignarinnar og yfirráðatilburðum allra slíkra aðila er hafnað og hrundið í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar