Píkusögur í öllum fjórðungum 15. mars 2007 08:00 Ólöf Arnalds V-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í sjötta skipti hér á landi 15.-18. mars. Að þessu sinni verður dagskrá í tilefni dagsins í hverjum landsfjórðungi en á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Selfossi munu athafnakonur á hverjum stað taka þátt í flutningi á leikriti Eve Ensler, Píkusögum. Bæjarstjórar, forsetar bæjarstjórnar og prestur verða meðal þátttakenda ásamt þjóðþekktum leikkonum í dagskránni en aukinheldur munu tónlistarkonurnar Lay Low, Ragnhildur Gísladóttir og Ólöf Arnalds koma fram á V-deginum og deila með sér uppákomunum fjórum. Í kvöld verður dagskrá í Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem bæjarstjórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir kemur fram ásamt leikkonunum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur og Sunnu Borg og sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, sóknarpresti á Möðruvöllum. Á Egilsstöðum á föstudag stígur Ilmur Kristjánsdóttir á svið ásamt stöllu sinni Mörtu Nordal en þeim til fulltingis verður Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Sigrún Björk Jakobsdóttir Soffía Vagnsdóttir og Birna Lárusdóttir, forsetar bæjarstjórnar Bolungarvíkur og Ísafjarðar, láta ekki sitt eftir liggja og flytja Píkusögur í Félagsheimilinu á Hnífsdal ásamt leikkonunum Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur á laugardagskvöld. Dagskránni lýkur svo á Hótel Selfossi á sunnudagskvöld þar sem Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir koma fram ásamt Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra Árborgar, og Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur stjórnmálafræðinema. V-dagurinn er haldinn af samnefndum samtökum víðs vegar í heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 1998 en markmið þeirra er að binda endi á ofbeldi gegn konum. Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
V-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í sjötta skipti hér á landi 15.-18. mars. Að þessu sinni verður dagskrá í tilefni dagsins í hverjum landsfjórðungi en á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Selfossi munu athafnakonur á hverjum stað taka þátt í flutningi á leikriti Eve Ensler, Píkusögum. Bæjarstjórar, forsetar bæjarstjórnar og prestur verða meðal þátttakenda ásamt þjóðþekktum leikkonum í dagskránni en aukinheldur munu tónlistarkonurnar Lay Low, Ragnhildur Gísladóttir og Ólöf Arnalds koma fram á V-deginum og deila með sér uppákomunum fjórum. Í kvöld verður dagskrá í Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem bæjarstjórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir kemur fram ásamt leikkonunum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur og Sunnu Borg og sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, sóknarpresti á Möðruvöllum. Á Egilsstöðum á föstudag stígur Ilmur Kristjánsdóttir á svið ásamt stöllu sinni Mörtu Nordal en þeim til fulltingis verður Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Sigrún Björk Jakobsdóttir Soffía Vagnsdóttir og Birna Lárusdóttir, forsetar bæjarstjórnar Bolungarvíkur og Ísafjarðar, láta ekki sitt eftir liggja og flytja Píkusögur í Félagsheimilinu á Hnífsdal ásamt leikkonunum Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur á laugardagskvöld. Dagskránni lýkur svo á Hótel Selfossi á sunnudagskvöld þar sem Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir koma fram ásamt Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra Árborgar, og Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur stjórnmálafræðinema. V-dagurinn er haldinn af samnefndum samtökum víðs vegar í heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 1998 en markmið þeirra er að binda endi á ofbeldi gegn konum.
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira