Ósamræmi hjá lögreglu 16. mars 2007 05:00 Baugsmál Ósamræmi var í framburði saksóknara sem hafði yfirumsjón með rannsókn Baugsmálsins og eins af lögreglufulltrúunum sem rannsakaði málið, þegar þeir voru spurðir um fyrstu yfirheyrsluna yfir Jóni Gerald Sullenberger í dómsal í gær. Jón H. Snorrason, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem stýrði rannsókninni í Baugsmálinu, sagði að fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald hefði farið fram laugardaginn 24. ágúst 2002. Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, sagði það hljóta að vera misminni, fyrsta yfirheyrslan hefði farið fram sunnudaginn 25. ágúst. Það myndi hann vel því hann hefði verið á ættarmóti á laugardeginum, og því fjölmörg vitni sem væri hægt að kalla fyrir dóminn til að bera um það. Jón H. skýrði einnig hvernig það hafi komið til að hann hafi sótt Jón Gerald þennan morgun. Hann sagðist hafa átt erindi í Hafnarfjörð, og því hafi hentað betur að sækja Jón Gerald í Kópavoginn heldur en að láta hann koma sjálfan, enda skrifstofan lokuð um helgina og enginn í móttökunni. Verjendur spurðu bæði Jón H. og Svein um nokkur tilvik þar sem sakborningar eða vitni komu með ábendingar um eitthvað sem þyrfti að rannsaka, og ekki var sinnt af lögreglu. Báðir sögðu að ávallt hefðu verið rannsakaðar þær ábendingar sem þóttu koma atvikum sem voru til rannsóknar við, og Jón H. sagði að hætt hefði verið við að rannsaka frekar tugi atvika vegna ábendinga sakborninga þar sem grunur var um eitthvert saknæmt í upphafi. Þannig hafi jafnt verið rannsökuð atriði sem þóttu horfa til sýknu og þau sem þóttu horfa til sektar. Þannig spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jón H. hvers vegna samskipti Baugs við Simon's Agentur hafi ekki verið rannsökuð eftir að Jón Ásgeir benti ítrekað á að þau væru sambærileg og viðskiptin við Nordica. „Mér finnst þetta vera eins og að bera saman epli og appelsínur," sagði Jón H., sem sagði að engin ástæða hefði verið til að hefja rannsókn á samskiptum Baugs og Simon's Agentur. Ummæli Jóns Ásgeirs í yfirheyrslum hafi hann ekki litið á sem ábendingu, enda hafi Jón Ásgeir minnst á það tvisvar, en ekki óskað sérstaklega eftir því að þetta yrði rannsakað. Jón H. var einnig spurður út í símtal sem hann átti við Helga Sigurðsson, lögmann hjá Kaupþingi, um svipað leyti og upprunaleg ákæra var gefin út, í byrjun júlí 2005. Helgi hafði fyrir dómi lýst því hvernig símtalið endaði á því að fagnaðarlæti sem minntu á lætin á fótboltaleik hafi brotist út á skrifstofu Jóns H. þegar hann skýrði frá því að hann hefði engin gögn fundið sem styddu skýringar sakborninga. „Þetta er auðvitað alveg fráleitt," sagði Jón H., sem sagðist muna vel eftir þessu símtali. Hann hafi verið einn á skrifstofu sinni og skildi til að byrja með ekki hverju hann hefði átt að vera að fagna. Fréttir Tengdar fréttir Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00 Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Baugsmál Ósamræmi var í framburði saksóknara sem hafði yfirumsjón með rannsókn Baugsmálsins og eins af lögreglufulltrúunum sem rannsakaði málið, þegar þeir voru spurðir um fyrstu yfirheyrsluna yfir Jóni Gerald Sullenberger í dómsal í gær. Jón H. Snorrason, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem stýrði rannsókninni í Baugsmálinu, sagði að fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald hefði farið fram laugardaginn 24. ágúst 2002. Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, sagði það hljóta að vera misminni, fyrsta yfirheyrslan hefði farið fram sunnudaginn 25. ágúst. Það myndi hann vel því hann hefði verið á ættarmóti á laugardeginum, og því fjölmörg vitni sem væri hægt að kalla fyrir dóminn til að bera um það. Jón H. skýrði einnig hvernig það hafi komið til að hann hafi sótt Jón Gerald þennan morgun. Hann sagðist hafa átt erindi í Hafnarfjörð, og því hafi hentað betur að sækja Jón Gerald í Kópavoginn heldur en að láta hann koma sjálfan, enda skrifstofan lokuð um helgina og enginn í móttökunni. Verjendur spurðu bæði Jón H. og Svein um nokkur tilvik þar sem sakborningar eða vitni komu með ábendingar um eitthvað sem þyrfti að rannsaka, og ekki var sinnt af lögreglu. Báðir sögðu að ávallt hefðu verið rannsakaðar þær ábendingar sem þóttu koma atvikum sem voru til rannsóknar við, og Jón H. sagði að hætt hefði verið við að rannsaka frekar tugi atvika vegna ábendinga sakborninga þar sem grunur var um eitthvert saknæmt í upphafi. Þannig hafi jafnt verið rannsökuð atriði sem þóttu horfa til sýknu og þau sem þóttu horfa til sektar. Þannig spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jón H. hvers vegna samskipti Baugs við Simon's Agentur hafi ekki verið rannsökuð eftir að Jón Ásgeir benti ítrekað á að þau væru sambærileg og viðskiptin við Nordica. „Mér finnst þetta vera eins og að bera saman epli og appelsínur," sagði Jón H., sem sagði að engin ástæða hefði verið til að hefja rannsókn á samskiptum Baugs og Simon's Agentur. Ummæli Jóns Ásgeirs í yfirheyrslum hafi hann ekki litið á sem ábendingu, enda hafi Jón Ásgeir minnst á það tvisvar, en ekki óskað sérstaklega eftir því að þetta yrði rannsakað. Jón H. var einnig spurður út í símtal sem hann átti við Helga Sigurðsson, lögmann hjá Kaupþingi, um svipað leyti og upprunaleg ákæra var gefin út, í byrjun júlí 2005. Helgi hafði fyrir dómi lýst því hvernig símtalið endaði á því að fagnaðarlæti sem minntu á lætin á fótboltaleik hafi brotist út á skrifstofu Jóns H. þegar hann skýrði frá því að hann hefði engin gögn fundið sem styddu skýringar sakborninga. „Þetta er auðvitað alveg fráleitt," sagði Jón H., sem sagðist muna vel eftir þessu símtali. Hann hafi verið einn á skrifstofu sinni og skildi til að byrja með ekki hverju hann hefði átt að vera að fagna.
Fréttir Tengdar fréttir Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00 Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00
Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30