Samfylking vill stóriðjuhlé Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 19. mars 2007 00:01 Þegar Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu í íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík hafa þeir í hendi sér valdið til þess að stöðva stækkunaráform Alcans. Það gera þeir með því að merkja nei við tillögu að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir þreföldun álversins. Velji fólk að samþykkja skipulagstillöguna þá verður gert ráð fyrir stækkuninni í Straumsvík í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar. Nýtt deiliskipulag er hins vegar ekki endanleg ávísun á stækkun. Þá á eftir að taka afstöðu til orkuöflunar, þjóðhagslegra áhrifa og fleiri þátta. Sú staðreynd vill gleymast í umræðunni um íbúakosninguna í Hafnarfirði.Vald og vilji fólksins Það er í senn lofsvert og til eftirbreytni að bæjarstjórnin í Hafnarfirði skuli hafa ákveðið að setja ákvörðun um skipulag sem rúmar stækkað álver í hendur bæjarbúa. Með því stígur Samfylkingin í Hafnarfirði stórt skref í átt til aukins íbúalýðræðis hér á landi. Ég er sannfærð um að krafan um íbúakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur um stór og brýn mál mun hljóma oftar og hærra hér á landi í náinni framtíð. Samfylkingin hefur frá upphafi barist fyrir auknum heimildum til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.Verndum fyrst – virkjum svo Fagra Ísland er yfirskrift stefnumótunar Samfylkingarinnar í umhverfis- og náttúruvernd. Þar er gert ráð fyrir því að Íslendingar geri stóriðjuhlé og nýti tímann til þess að kortleggja náttúru Íslands með tilliti til þess hvaða verðmætu svæði við viljum vernda og jafnframt hvaða svæði við teljum óhætt að nýta með öðrum hætti. Svo að þetta sé framkvæmanlegt þarf að taka leyfisveitingar til rannsókna og nýtingar á orkukostum úr höndum iðnaðarráðherra og færa þær aftur til Alþingis. Aðeins þannig er hægt að fá yfirsýn yfir þá kosti sem okkur bjóðast, forgangsraða þeim og vernda þá eða nýta til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það er mikilvægt að Hafnfirðingum sé stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum skýr þegar þeir ganga að kjörborði 31. mars nk. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu í íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík hafa þeir í hendi sér valdið til þess að stöðva stækkunaráform Alcans. Það gera þeir með því að merkja nei við tillögu að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir þreföldun álversins. Velji fólk að samþykkja skipulagstillöguna þá verður gert ráð fyrir stækkuninni í Straumsvík í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar. Nýtt deiliskipulag er hins vegar ekki endanleg ávísun á stækkun. Þá á eftir að taka afstöðu til orkuöflunar, þjóðhagslegra áhrifa og fleiri þátta. Sú staðreynd vill gleymast í umræðunni um íbúakosninguna í Hafnarfirði.Vald og vilji fólksins Það er í senn lofsvert og til eftirbreytni að bæjarstjórnin í Hafnarfirði skuli hafa ákveðið að setja ákvörðun um skipulag sem rúmar stækkað álver í hendur bæjarbúa. Með því stígur Samfylkingin í Hafnarfirði stórt skref í átt til aukins íbúalýðræðis hér á landi. Ég er sannfærð um að krafan um íbúakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur um stór og brýn mál mun hljóma oftar og hærra hér á landi í náinni framtíð. Samfylkingin hefur frá upphafi barist fyrir auknum heimildum til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.Verndum fyrst – virkjum svo Fagra Ísland er yfirskrift stefnumótunar Samfylkingarinnar í umhverfis- og náttúruvernd. Þar er gert ráð fyrir því að Íslendingar geri stóriðjuhlé og nýti tímann til þess að kortleggja náttúru Íslands með tilliti til þess hvaða verðmætu svæði við viljum vernda og jafnframt hvaða svæði við teljum óhætt að nýta með öðrum hætti. Svo að þetta sé framkvæmanlegt þarf að taka leyfisveitingar til rannsókna og nýtingar á orkukostum úr höndum iðnaðarráðherra og færa þær aftur til Alþingis. Aðeins þannig er hægt að fá yfirsýn yfir þá kosti sem okkur bjóðast, forgangsraða þeim og vernda þá eða nýta til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það er mikilvægt að Hafnfirðingum sé stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum skýr þegar þeir ganga að kjörborði 31. mars nk. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun