Eldfjallagarður á Reykjanesi? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 23. mars 2007 05:00 Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi. Reykjanesskaginn, allt norðaustur fyrir Þingvelli, landsvæðið hjá Eldgjá, Lakagígum og Langasjó og svo Ódáðahraun, Askja, Mývatn og Krafla eru lykillandsvæði í þessu tilliti. Eina stóra landsvæðið með öflugum plötuskilum eins og hér, er að finna á austurhorni Afríku, t.d. í Eritreu, en þar er þó meginland að klofna og því nokkur munur á. Á Reykjanesskaganum er þannig til orðið stórt og sérstætt, náttúrulegt útisafn um plötuskilaeldvirkni og jarðhnik, þ.e klofnun jarðskorpu og sig. Þessa sérstöðu Reykjanesskagans í námunda við helsta þéttbýli landsins á að nýta af skynsemi. Það má til dæmis gera með því að hlífa sumum jarðhitasvæðum við nýtingu og halda þeim óvirkjuðum, vernda gosmyndanir betur en gert hefur verið lengst af og hanna eldfjallagarð sem getur nýst mörgu fólki til fræðslu, jafnt leikum sem lærðum. Um hann hafa hugmyndir verið á kreiki í meira en áratug. Eldfjallagarðar, söfn eða upplýsingamiðstöðvar, eru til víða um heim. Sums staðar tengjast þeir sögunni, annars staðar er um mjög tækni- og vélvæddar miðstöðvar að ræða (sbr. Vulcania í Frakklandi) og enn annars staðar er fyrst og fremst náttúran sjálf látin „tala við" gestinn. Þannig háttar t.d. til í eldfjallagarði á austustu (og nýjustu) Hawaii-eyjunni þar sem samvaxnar, risastórar klasahraundyngjur eru enn eldvirkar ofan á heitum reit en fjarri plötuskilum. Ýmiss konar menjar basalteldvirkni eru þar mikilfenglegar og í meira en áratug hefur eldgos glatt augu gesta. Skýrir það að hluta heimsóknartölur upp á 3-4 milljónir gesta á ári en garðurinn er um 80 ára og sá þekktasti í heimi. Basalteldvirkni og dyngjugos eru vel þekkt t.d. á Galapagoseyjum, Reunion og víðar. Á Íslandi hafa dyngjugos verið algeng (stök gos og smáar dyngjur miðað við risana á Hawaii eða Galapagos) en hér auðga plötuskila-sprungueldgos myndina og einnig þróaðar megineldstöðvar af meginlandsgerð (sbr. Öræfajökul) eða með öskju (sbr. Grímsvötn), sem hinar eyjarnar státa ekki af. Af þessu leiðir að eldfjallagarðar eru ekki síður vænlegir hér en t.d. á Hawaii þótt þar komi til sérleg veðursæld, mikill ferðamannafjöldi og fjármagn sem ekki er hægt að líkja saman við það sem hér gerist. Lakagígar „Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi, segir meðal annars í greininni.“Nú hefur verið hafin alvöruumræða um eldfjallagarð á Reykjanesskaga. Gott er það. Slíkir þemagarðar eru stórir og fjölbreyttir, þarfnast litlu fleiri vega eða stíga en við þekkjum á nesinu en þeim mun meiri leiðbeininga, les- og myndefnis og merkinga. Auk þess bjóða bæirnir aðstöðu og við sögu koma fræðslutilboð á borð við Eldgjá í Svartsengi, fyrirhugaða fræðslusýningu (Orkuverið jörð) í nýja orkuverinu á Reykjanesi og það sem Orkuveita Reykjavíkur mun sýna á Hengilssvæðinu. Orkuverin sjálf eru auk þess hluti þemagarðs. Ef af eldfjallagarði verður á skaganum mætti síðar þróa sams konar garða á öðrum lykilsvæðum í landinu. Grunnhugmynd þemagarðs er hringleiðir þar sem menn aka, hjóla eða ganga fyrirfram gefna leið og skoða fyrirbæri undir beinni leiðsögn eða sjálfsleiðsögn (prentefni, DVD, smáspilarar, þ.e. i-pod með efni, eða smáskjáir). Ég hef t.d. rissað upp þrjá slíka hringi á Reykjanesskaga. Einn er á Reykjanes-Grindavíkursvæðinu, annar á miðbiki skagans og sá þriðji á Hengils-Þingvallasvæðinu. Auk þess tók ég frá ítarsvæði: Brennisteinsfjöll-Þríhnjúka, Trölladyngju-Sog-Keili og svæði við Búrfell-Kaldá-Helgafell. Auðvitað er hér ekki um að ræða hönnun, heldur hugmyndir til þess að sýna mætti landsvæðisins (pótensíal). Útfærsla á til þess bærum eldfjallagarði er ferli sem krefst athugana og yfirlegu, auk samvinnu margra aðila. Þannig mætti skipta skaganum í svæði sem til samans eru á við digra kennslubók varðandi plötuskrið, eldvirkni á landi og í sjó, jarðskorpuhreyfingar og jarðhita - með viðráðanlegum kostnaði. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og samtök geta sem best unnið að þessu í sameiningu. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi. Reykjanesskaginn, allt norðaustur fyrir Þingvelli, landsvæðið hjá Eldgjá, Lakagígum og Langasjó og svo Ódáðahraun, Askja, Mývatn og Krafla eru lykillandsvæði í þessu tilliti. Eina stóra landsvæðið með öflugum plötuskilum eins og hér, er að finna á austurhorni Afríku, t.d. í Eritreu, en þar er þó meginland að klofna og því nokkur munur á. Á Reykjanesskaganum er þannig til orðið stórt og sérstætt, náttúrulegt útisafn um plötuskilaeldvirkni og jarðhnik, þ.e klofnun jarðskorpu og sig. Þessa sérstöðu Reykjanesskagans í námunda við helsta þéttbýli landsins á að nýta af skynsemi. Það má til dæmis gera með því að hlífa sumum jarðhitasvæðum við nýtingu og halda þeim óvirkjuðum, vernda gosmyndanir betur en gert hefur verið lengst af og hanna eldfjallagarð sem getur nýst mörgu fólki til fræðslu, jafnt leikum sem lærðum. Um hann hafa hugmyndir verið á kreiki í meira en áratug. Eldfjallagarðar, söfn eða upplýsingamiðstöðvar, eru til víða um heim. Sums staðar tengjast þeir sögunni, annars staðar er um mjög tækni- og vélvæddar miðstöðvar að ræða (sbr. Vulcania í Frakklandi) og enn annars staðar er fyrst og fremst náttúran sjálf látin „tala við" gestinn. Þannig háttar t.d. til í eldfjallagarði á austustu (og nýjustu) Hawaii-eyjunni þar sem samvaxnar, risastórar klasahraundyngjur eru enn eldvirkar ofan á heitum reit en fjarri plötuskilum. Ýmiss konar menjar basalteldvirkni eru þar mikilfenglegar og í meira en áratug hefur eldgos glatt augu gesta. Skýrir það að hluta heimsóknartölur upp á 3-4 milljónir gesta á ári en garðurinn er um 80 ára og sá þekktasti í heimi. Basalteldvirkni og dyngjugos eru vel þekkt t.d. á Galapagoseyjum, Reunion og víðar. Á Íslandi hafa dyngjugos verið algeng (stök gos og smáar dyngjur miðað við risana á Hawaii eða Galapagos) en hér auðga plötuskila-sprungueldgos myndina og einnig þróaðar megineldstöðvar af meginlandsgerð (sbr. Öræfajökul) eða með öskju (sbr. Grímsvötn), sem hinar eyjarnar státa ekki af. Af þessu leiðir að eldfjallagarðar eru ekki síður vænlegir hér en t.d. á Hawaii þótt þar komi til sérleg veðursæld, mikill ferðamannafjöldi og fjármagn sem ekki er hægt að líkja saman við það sem hér gerist. Lakagígar „Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi, segir meðal annars í greininni.“Nú hefur verið hafin alvöruumræða um eldfjallagarð á Reykjanesskaga. Gott er það. Slíkir þemagarðar eru stórir og fjölbreyttir, þarfnast litlu fleiri vega eða stíga en við þekkjum á nesinu en þeim mun meiri leiðbeininga, les- og myndefnis og merkinga. Auk þess bjóða bæirnir aðstöðu og við sögu koma fræðslutilboð á borð við Eldgjá í Svartsengi, fyrirhugaða fræðslusýningu (Orkuverið jörð) í nýja orkuverinu á Reykjanesi og það sem Orkuveita Reykjavíkur mun sýna á Hengilssvæðinu. Orkuverin sjálf eru auk þess hluti þemagarðs. Ef af eldfjallagarði verður á skaganum mætti síðar þróa sams konar garða á öðrum lykilsvæðum í landinu. Grunnhugmynd þemagarðs er hringleiðir þar sem menn aka, hjóla eða ganga fyrirfram gefna leið og skoða fyrirbæri undir beinni leiðsögn eða sjálfsleiðsögn (prentefni, DVD, smáspilarar, þ.e. i-pod með efni, eða smáskjáir). Ég hef t.d. rissað upp þrjá slíka hringi á Reykjanesskaga. Einn er á Reykjanes-Grindavíkursvæðinu, annar á miðbiki skagans og sá þriðji á Hengils-Þingvallasvæðinu. Auk þess tók ég frá ítarsvæði: Brennisteinsfjöll-Þríhnjúka, Trölladyngju-Sog-Keili og svæði við Búrfell-Kaldá-Helgafell. Auðvitað er hér ekki um að ræða hönnun, heldur hugmyndir til þess að sýna mætti landsvæðisins (pótensíal). Útfærsla á til þess bærum eldfjallagarði er ferli sem krefst athugana og yfirlegu, auk samvinnu margra aðila. Þannig mætti skipta skaganum í svæði sem til samans eru á við digra kennslubók varðandi plötuskrið, eldvirkni á landi og í sjó, jarðskorpuhreyfingar og jarðhita - með viðráðanlegum kostnaði. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og samtök geta sem best unnið að þessu í sameiningu. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og rithöfundur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar