Hugur fylgir máli Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 25. mars 2007 05:00 Sú afstaða sem Ísland átti þátt í að móta varðandi verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári, fékk einróma stuðning innan FAO á dögunum. Við minnumst þess að ýmsir urðu til þess að gagnrýna okkur fyrir afstöðuna á sínum tíma. Sú stefnumótun var þó engu að síður staðfest samhljóða, með fiskveiðiályktun allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. Einhverjir töldu það henta sér að ráðast á okkur Íslendinga fyrir þessa stefnumótun, sem var sannarlega í samræmi við okkar sjónarmið, en naut einnig stuðnings stórra fiskveiðiþjóða, svo sem Kanadamanna, Rússa, Japana, Kínverja, Kóreumanna og sjálfs Evrópusambandsins. Í þessu sambandi má nefna frægan leiðara úr Washington Post. Furðulegast af öllu var þó að verða að því vitni að jafnvel íslenskir ábyrgir stjórnmálamenn, lutu svo lágt að reyna að slæma á okkur höggi fyrir afstöðu okkar og voru greinilega tilbúnir að lúta í gras og fórna augljósum hagsmunum Íslands. Afstaða okkar byggðist á því að móta fyrirkomulag þar sem stigið verði mikilvægt skref til verndunar viðkvæmra vistkera í úthafinu, svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta, án þess að bönnuð væru tiltekin veiðarfæri og án þess að skapa hið stóra framfylgnivandamál sem hefði fylgt slíku banni. Þessari stefnumótun, - sem segja má að alþjóðasamfélagið hafi í raun viðurkennt, - höfum við nú fylgt eftir. Samkomulagið sem varð á vettvangi FAO og fyrr er vitnað til, er algjörlega í samræmi við fiskveiðiályktun S.þ.. Mótaðar verða tæknilegar viðmiðunarreglur um verndun hinna viðkvæmu vistkerfa. Þessar reglur munu auðvelda ríkjum að stjórna djúpsjávarveiðum, með þeim hætti að þær valdi ekki skaða. Við sýndum áhuga okkar á þessari ábyrgu stefnumótun með því leggja fram fjármagn, 100 þúsund bandaríkjadali, til þess að auðvelda FAO verkið, enda er almennt viðurkennt að hún sé sú stofnun sem best er til slíkra verka fallin. Þessi saga er býsna lærdómsrík. Hér gerist það að lítil þjóð hefur jákvæð áhrif á stefnumótun um ábyrga auðlindanýtingu. Við eigum okkar þátt í því, ásamt öðrum, að koma málinu inn á þann vettvang sem bestur er til þess fallinn að vinna því framgang svo vel sé og sýnum hug okkar í verki með því að leggja fram fjármuni til verkefnisins. Það er því algjörlega óumdeilt að við höfum sýnt að hugur fylgir máli, í þessu þýðingarmikla úrlausnarefni. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sú afstaða sem Ísland átti þátt í að móta varðandi verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári, fékk einróma stuðning innan FAO á dögunum. Við minnumst þess að ýmsir urðu til þess að gagnrýna okkur fyrir afstöðuna á sínum tíma. Sú stefnumótun var þó engu að síður staðfest samhljóða, með fiskveiðiályktun allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. Einhverjir töldu það henta sér að ráðast á okkur Íslendinga fyrir þessa stefnumótun, sem var sannarlega í samræmi við okkar sjónarmið, en naut einnig stuðnings stórra fiskveiðiþjóða, svo sem Kanadamanna, Rússa, Japana, Kínverja, Kóreumanna og sjálfs Evrópusambandsins. Í þessu sambandi má nefna frægan leiðara úr Washington Post. Furðulegast af öllu var þó að verða að því vitni að jafnvel íslenskir ábyrgir stjórnmálamenn, lutu svo lágt að reyna að slæma á okkur höggi fyrir afstöðu okkar og voru greinilega tilbúnir að lúta í gras og fórna augljósum hagsmunum Íslands. Afstaða okkar byggðist á því að móta fyrirkomulag þar sem stigið verði mikilvægt skref til verndunar viðkvæmra vistkera í úthafinu, svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta, án þess að bönnuð væru tiltekin veiðarfæri og án þess að skapa hið stóra framfylgnivandamál sem hefði fylgt slíku banni. Þessari stefnumótun, - sem segja má að alþjóðasamfélagið hafi í raun viðurkennt, - höfum við nú fylgt eftir. Samkomulagið sem varð á vettvangi FAO og fyrr er vitnað til, er algjörlega í samræmi við fiskveiðiályktun S.þ.. Mótaðar verða tæknilegar viðmiðunarreglur um verndun hinna viðkvæmu vistkerfa. Þessar reglur munu auðvelda ríkjum að stjórna djúpsjávarveiðum, með þeim hætti að þær valdi ekki skaða. Við sýndum áhuga okkar á þessari ábyrgu stefnumótun með því leggja fram fjármagn, 100 þúsund bandaríkjadali, til þess að auðvelda FAO verkið, enda er almennt viðurkennt að hún sé sú stofnun sem best er til slíkra verka fallin. Þessi saga er býsna lærdómsrík. Hér gerist það að lítil þjóð hefur jákvæð áhrif á stefnumótun um ábyrga auðlindanýtingu. Við eigum okkar þátt í því, ásamt öðrum, að koma málinu inn á þann vettvang sem bestur er til þess fallinn að vinna því framgang svo vel sé og sýnum hug okkar í verki með því að leggja fram fjármuni til verkefnisins. Það er því algjörlega óumdeilt að við höfum sýnt að hugur fylgir máli, í þessu þýðingarmikla úrlausnarefni. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar