Pottþétt við mætum ÍS 31. mars 2007 10:30 Hildur Sigurðardóttir skorar hér góða körfu fyrir Grindavík en það dugði ekki til gegn Keflavík í gær. MYND/víkurfréttir körfubolti Keflavík er komið í lokaúrslit Iceland Express deild kvenna eftir 91-76 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna og þar með 3-1 sigur í einvíginu. Þetta er fimmta árið í röð og níunda skiptið á 11 árum sem Keflavík spilar til úrslita. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða ÍS í úrslitunum en það ræðst í oddaleik í Hafnarfirði í dag hvort liðið það verður. Grindavík tefldi fram nýjum bandaríkjamanni í leiknum, Monicu Diamond, en hún var ekki öfundsverð að ná bara einni æfingu með liðinu. Diamond var engin Tamara Bowie en skoraði þó 17 stig. Keflavíkurliðið var með frumkvæðið í leiknum eftir að 18-3 sprettur kom þeim í 27-15 í fyrsta leikhlutanum en Grindavík gafst aldrei upp og átti nokkra góða spretti. “Það er erfitt að sætta sig við það þegar leikmaður ákveður að fara í miðri úrslitakeppni, segist vera að með veika frænku, en síðan heyrir maður þær sögur að hún sé á leiðinni í WNBA-körfuboltabúðir á sunnudaginn,” sagði Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur um brotthvarf Tamöru Bowie sem stakk af fyrir leikinn. “Veturinn var nokkuð góður, við erum að fylgja þriggja ára plani. Við erum að ná að móta liðið saman og þetta er flott lið. Miðað við aðstæður þá er ég mjög stoltur af mínu liði. Við gerðum okkar besta en þetta er það lið sem menn ættu að fylgjast með í framtíðinni svo framanlega sem að þessi hópur haldi áfram saman og að vinna þessa vinnu sem hann hefur verið að gera í vetur,” bætti Unndór við. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með sínar stelpur. “Þetta er það sem við stefnum að allan veturinn. Það að þær misstu útlendinginn sinn lagði grunninn að þessum sigri. Ég er með rosalega gott lið og get spilað á mörgum mönnum og það skiptir öllu í svona seríu,” sagði Jón Halldór og hann er viss um hvoru liðinu hann mætir í úrslitum. “ÍS, það er pottþrétt,” sagði Jón Halldór að lokum. - óój Stig Grindavíkur: Hildur Sigurðardóttir 22 (11 frák., 5 stolnir), Monica Diamond 17, Petrúnella Skúladóttir 12 (10 frák.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 5, Alma Rut Garðarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 1. Stig Keflavíkur. María Ben Erlingsdóttir 20 (8 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 18, Margrét Kara Sturludóttir 14 (9 frák., 4 varin), Kesha Watson 13 (9 frák., 6 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Marín Rós Karlsdóttir 6, Birna Valgarðsdóttir 5. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
körfubolti Keflavík er komið í lokaúrslit Iceland Express deild kvenna eftir 91-76 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna og þar með 3-1 sigur í einvíginu. Þetta er fimmta árið í röð og níunda skiptið á 11 árum sem Keflavík spilar til úrslita. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða ÍS í úrslitunum en það ræðst í oddaleik í Hafnarfirði í dag hvort liðið það verður. Grindavík tefldi fram nýjum bandaríkjamanni í leiknum, Monicu Diamond, en hún var ekki öfundsverð að ná bara einni æfingu með liðinu. Diamond var engin Tamara Bowie en skoraði þó 17 stig. Keflavíkurliðið var með frumkvæðið í leiknum eftir að 18-3 sprettur kom þeim í 27-15 í fyrsta leikhlutanum en Grindavík gafst aldrei upp og átti nokkra góða spretti. “Það er erfitt að sætta sig við það þegar leikmaður ákveður að fara í miðri úrslitakeppni, segist vera að með veika frænku, en síðan heyrir maður þær sögur að hún sé á leiðinni í WNBA-körfuboltabúðir á sunnudaginn,” sagði Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur um brotthvarf Tamöru Bowie sem stakk af fyrir leikinn. “Veturinn var nokkuð góður, við erum að fylgja þriggja ára plani. Við erum að ná að móta liðið saman og þetta er flott lið. Miðað við aðstæður þá er ég mjög stoltur af mínu liði. Við gerðum okkar besta en þetta er það lið sem menn ættu að fylgjast með í framtíðinni svo framanlega sem að þessi hópur haldi áfram saman og að vinna þessa vinnu sem hann hefur verið að gera í vetur,” bætti Unndór við. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með sínar stelpur. “Þetta er það sem við stefnum að allan veturinn. Það að þær misstu útlendinginn sinn lagði grunninn að þessum sigri. Ég er með rosalega gott lið og get spilað á mörgum mönnum og það skiptir öllu í svona seríu,” sagði Jón Halldór og hann er viss um hvoru liðinu hann mætir í úrslitum. “ÍS, það er pottþrétt,” sagði Jón Halldór að lokum. - óój Stig Grindavíkur: Hildur Sigurðardóttir 22 (11 frák., 5 stolnir), Monica Diamond 17, Petrúnella Skúladóttir 12 (10 frák.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 5, Alma Rut Garðarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 1. Stig Keflavíkur. María Ben Erlingsdóttir 20 (8 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 18, Margrét Kara Sturludóttir 14 (9 frák., 4 varin), Kesha Watson 13 (9 frák., 6 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Marín Rós Karlsdóttir 6, Birna Valgarðsdóttir 5.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira