Fjárveitingarheimild úr draumi 5. apríl 2007 05:00 Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðjudag að hafa veitt Óperukórnum styrk uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði aldraða – samkvæmt dularfullri munnlegri heimild sem ráðherra heilbrigðismála hefði til að veita „smástyrki“ úr sjóðnum. Í sjóðinn greiðum við flest 6314 krónur á ári með nefskatti- og höldum að það fé sé notað til að byggja yfir afa okkar og ömmur, foreldra okkar og að lokum okkur sjálf – og öll önnur gamalmenni nú og síðar. Jón segist hafa fengið ósk frá Óperukórnum um að ráðuneytið keypti 133 aðgöngumiða fyrir 266 þúsund krónur. Hann hafi orðið nokkuð hvumsa sem heilbrigðisráðherra en ákveðið að styrkja gott málefni – um helmingi meira fé, 500 þúsund! – úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Til að möndla þetta með sjóðinn hafi hann beðið um sex óperukórstónleika á öldrunarstofnunum. Söngur á öldrunarstofnunum var tylliástæða ráðherrans til gera vel við kórinn, sem er út af fyrirsig lofsvert. Því miður kemur óperukórsöngurinn heilbrigðisráðherranum ekkert við sem slíkum – hvað þá Framkvæmdasjóði aldraðra. Merkustu upplýsingarnar sem fram koma hjá Jóni eru þó þær að hann hafi haft einhverskonar munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum: „Á mínum tíma var talað um heimild um smástyrki sem ráðherra hefði til ráðstöfunar í samráði við stjórn sjóðsins í þágu aldraðra.“ Ha? „var talað um“ ?? Heimild án stoðar í lögum eða reglugerð? Hér viljum við fá að heyra meira. Var ekki Ólafur Ólafsson hjá Eldri borgurum að biðjast afsökunar á að hafa gefið í skyn að Siv ráðherra hefði brotið lög? Svo kemur Jón fyrrverandi ráðherra og segist hafa haft munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum? Hver gaf honum þá heimild? Ráðuneytisstjórinn? Formaður sjóðstjórnarinnar? Aðstoðarmaðurinn? Eða fékk ráðherrann kannski heimildina í draumi? Og síðast en ekki síst: Var það sama munnlega heimildin sem Siv Friðleifsdóttir nýtti sér til að láta Framkvæmdasjóð aldraðra borga bæklinginn „Nýja sýn – nýjar áherslur“ um „sýn mína á málaflokkinn sem hér er kynnt“? Er það samkvæmt vitrun að ofan sem skattborgarar eru látnir borga fyrir pólitískan áróður Framsóknarflokksins úr Framkvæmdasjóði aldraðra? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Sjá meira
Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðjudag að hafa veitt Óperukórnum styrk uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði aldraða – samkvæmt dularfullri munnlegri heimild sem ráðherra heilbrigðismála hefði til að veita „smástyrki“ úr sjóðnum. Í sjóðinn greiðum við flest 6314 krónur á ári með nefskatti- og höldum að það fé sé notað til að byggja yfir afa okkar og ömmur, foreldra okkar og að lokum okkur sjálf – og öll önnur gamalmenni nú og síðar. Jón segist hafa fengið ósk frá Óperukórnum um að ráðuneytið keypti 133 aðgöngumiða fyrir 266 þúsund krónur. Hann hafi orðið nokkuð hvumsa sem heilbrigðisráðherra en ákveðið að styrkja gott málefni – um helmingi meira fé, 500 þúsund! – úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Til að möndla þetta með sjóðinn hafi hann beðið um sex óperukórstónleika á öldrunarstofnunum. Söngur á öldrunarstofnunum var tylliástæða ráðherrans til gera vel við kórinn, sem er út af fyrirsig lofsvert. Því miður kemur óperukórsöngurinn heilbrigðisráðherranum ekkert við sem slíkum – hvað þá Framkvæmdasjóði aldraðra. Merkustu upplýsingarnar sem fram koma hjá Jóni eru þó þær að hann hafi haft einhverskonar munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum: „Á mínum tíma var talað um heimild um smástyrki sem ráðherra hefði til ráðstöfunar í samráði við stjórn sjóðsins í þágu aldraðra.“ Ha? „var talað um“ ?? Heimild án stoðar í lögum eða reglugerð? Hér viljum við fá að heyra meira. Var ekki Ólafur Ólafsson hjá Eldri borgurum að biðjast afsökunar á að hafa gefið í skyn að Siv ráðherra hefði brotið lög? Svo kemur Jón fyrrverandi ráðherra og segist hafa haft munnlega heimild til að veita fé úr sjóðnum? Hver gaf honum þá heimild? Ráðuneytisstjórinn? Formaður sjóðstjórnarinnar? Aðstoðarmaðurinn? Eða fékk ráðherrann kannski heimildina í draumi? Og síðast en ekki síst: Var það sama munnlega heimildin sem Siv Friðleifsdóttir nýtti sér til að láta Framkvæmdasjóð aldraðra borga bæklinginn „Nýja sýn – nýjar áherslur“ um „sýn mína á málaflokkinn sem hér er kynnt“? Er það samkvæmt vitrun að ofan sem skattborgarar eru látnir borga fyrir pólitískan áróður Framsóknarflokksins úr Framkvæmdasjóði aldraðra? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar