Stórhátíð í bíóhúsum 5. apríl 2007 10:30 Mr. Bean vinnur ferð til Suður-Frakklands þegar kvikmyndahátíðin í Cannes stendur sem hæst. Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean. Þetta hugarfóstur breska leikarans Rowans Atkinson hefur áður birst á hvíta tjaldinu en hann hefur skemmt sjónvarpsáhorfendum um allan heim með barnslegri og umfram allt klaufalegri einlægni sinni. Að þessu sinni heldur Mr. Bean til Cannes í frí sem hann vann hjá kirkjusöfnuði sínum og svo skemmtilega vill til að kvikmyndahátíðin fræga stendur akkúrat yfir á þessum tíma. Og varla þarf að taka fram að Mr. Bean setur sinn svip á hátíðina. Auk Atkinsons fer Willem Dafoe með eitt aðalhlutverkanna. Sambíóin taka einnig til sýninga hina kolsvörtu kómedíu Because I Said So sem skartar hinni síungu Diane Keaton í aðalhlutverki. Keaton leikur Daphne Wilder, sem hefur komið þremur dætrum sínum til manns. En það sem hún veit ekki er að afkvæmin eru orðin langþreytt á afskiptasemi móðurinnar. Með önnur helstu hlutverk fara þau Piper Perabo og Tom Everett Scott. Páskamyndin fyrir börnin er síðan teiknimyndin Úti er ævintýri en hún er gerð af sömu aðilum og færðu heimsbyggðinni græna skrýmslið Skrekk. Að þessu sinni hefur ævintýrið um Öskubusku verið fært í stílinn. Töframaðurinn sem ræður ríkjum í Ævintýraveröldinni er farinn í langþráð frí og nýtir stjúpmamman illa sér tækifærið og rænir völdum og íbúarnir, með Öskubusku fremsta í flokki, ákveða að ráðast gegn kvalara sínum. Að endingu er vert að minnast á stórmyndina Sunshine sem heimsfrumsýnd verður í Regnboganum og Smárabíói. Þetta er nýjasta mynd leikstjórans Dannys Boyle sem skaust upp á stjörnuhimininn með kvikmyndinni Trainspotting. Að þessu sinni veltir leikstjórinn fyrir sér hvað myndi gerast ef sjálf sólin myndi brenna upp. Myndin gerist árið 2057 en þá er hópur vísindamanna sendur út í geim til að koma í veg fyrir að sólin brenni upp. Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean. Þetta hugarfóstur breska leikarans Rowans Atkinson hefur áður birst á hvíta tjaldinu en hann hefur skemmt sjónvarpsáhorfendum um allan heim með barnslegri og umfram allt klaufalegri einlægni sinni. Að þessu sinni heldur Mr. Bean til Cannes í frí sem hann vann hjá kirkjusöfnuði sínum og svo skemmtilega vill til að kvikmyndahátíðin fræga stendur akkúrat yfir á þessum tíma. Og varla þarf að taka fram að Mr. Bean setur sinn svip á hátíðina. Auk Atkinsons fer Willem Dafoe með eitt aðalhlutverkanna. Sambíóin taka einnig til sýninga hina kolsvörtu kómedíu Because I Said So sem skartar hinni síungu Diane Keaton í aðalhlutverki. Keaton leikur Daphne Wilder, sem hefur komið þremur dætrum sínum til manns. En það sem hún veit ekki er að afkvæmin eru orðin langþreytt á afskiptasemi móðurinnar. Með önnur helstu hlutverk fara þau Piper Perabo og Tom Everett Scott. Páskamyndin fyrir börnin er síðan teiknimyndin Úti er ævintýri en hún er gerð af sömu aðilum og færðu heimsbyggðinni græna skrýmslið Skrekk. Að þessu sinni hefur ævintýrið um Öskubusku verið fært í stílinn. Töframaðurinn sem ræður ríkjum í Ævintýraveröldinni er farinn í langþráð frí og nýtir stjúpmamman illa sér tækifærið og rænir völdum og íbúarnir, með Öskubusku fremsta í flokki, ákveða að ráðast gegn kvalara sínum. Að endingu er vert að minnast á stórmyndina Sunshine sem heimsfrumsýnd verður í Regnboganum og Smárabíói. Þetta er nýjasta mynd leikstjórans Dannys Boyle sem skaust upp á stjörnuhimininn með kvikmyndinni Trainspotting. Að þessu sinni veltir leikstjórinn fyrir sér hvað myndi gerast ef sjálf sólin myndi brenna upp. Myndin gerist árið 2057 en þá er hópur vísindamanna sendur út í geim til að koma í veg fyrir að sólin brenni upp.
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira