Milljón krónur á fjölskyldu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. apríl 2007 05:00 Fréttablaðið sagði nýlega frá rannsóknum Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings. Niðurstaða hennar var að verðbólgan á síðasta ári hefði orðið 7% í stað 8,5% vegna þess að útlendingar fengust til starfa eftir þörfum í hinni miklu þenslu sem var í hagkerfinu. Taldi Þóra að venjulegt heimili hefði sparað um 300 þús. kr. í lægri útgjöldum sem væri þá ávinningur landsmanna. Kenning hennar er að nægt framboð af vinnuafli hafi haldið aftur af hækkun launa. Þess vegna varð lægri verðbólga þrátt fyrir þensluna í efnahagslífinu. Séstaka athygli mína vekur að Þóra Helgadóttir segir að greina megi vísbendingar í þá veru að erlent vinnuafl sé að þiggja lægri laun en innlent og bendir á að launakostnaður í byggingariðnaði og mannvirkjagerð hafi lækkað á árinu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands öfugt við þróunina í öðrum greinum, en það séu einmitt þau störf sem erlent vinnuafl hefur að mestu fyllt. Þóra upplýsir að gögn bæði frá Svíþjóð og Bretlandi sýni fram á að tekjur innflytjenda séu almennt lægri en innlendra aðila. Þessi þróun, sýnist mér, getur ekki leitt annað af sér en stéttskipt þjóðfélag þar sem útlendingar hafa lægri tekjur og innlendir nota þá til þess að lækka útgjöld sín. En það er önnur hlið á peningnum. Verðbólgan varð 7% í stað 2,5% sem að var stefnt. Aðgangur að erlendu vinnuafli eftir þörfum gerði það að verkum að stjórnvöld og einkaaðilar gátu hrint í framkvæmt öllum þeim framkvæmdum sem hugurinn girnt-ist. Ef skort hefði vinnufúsar hendur hefði orðið að fresta eða seinka verulegum framkvæmdum, þar með minni þensla, þar með minni verðbólga. Miðað við útreikninga Þóru hefði ávinningur meðalheimilisins af minni þenslu og aðeins 2,5% verðbólgu því líklega numið um 1 milljón króna. Almenningur greiðir kostnaðinn af þenslunni. Því gleymdu Fréttablaðið og Kaupþing að segja frá. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði nýlega frá rannsóknum Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings. Niðurstaða hennar var að verðbólgan á síðasta ári hefði orðið 7% í stað 8,5% vegna þess að útlendingar fengust til starfa eftir þörfum í hinni miklu þenslu sem var í hagkerfinu. Taldi Þóra að venjulegt heimili hefði sparað um 300 þús. kr. í lægri útgjöldum sem væri þá ávinningur landsmanna. Kenning hennar er að nægt framboð af vinnuafli hafi haldið aftur af hækkun launa. Þess vegna varð lægri verðbólga þrátt fyrir þensluna í efnahagslífinu. Séstaka athygli mína vekur að Þóra Helgadóttir segir að greina megi vísbendingar í þá veru að erlent vinnuafl sé að þiggja lægri laun en innlent og bendir á að launakostnaður í byggingariðnaði og mannvirkjagerð hafi lækkað á árinu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands öfugt við þróunina í öðrum greinum, en það séu einmitt þau störf sem erlent vinnuafl hefur að mestu fyllt. Þóra upplýsir að gögn bæði frá Svíþjóð og Bretlandi sýni fram á að tekjur innflytjenda séu almennt lægri en innlendra aðila. Þessi þróun, sýnist mér, getur ekki leitt annað af sér en stéttskipt þjóðfélag þar sem útlendingar hafa lægri tekjur og innlendir nota þá til þess að lækka útgjöld sín. En það er önnur hlið á peningnum. Verðbólgan varð 7% í stað 2,5% sem að var stefnt. Aðgangur að erlendu vinnuafli eftir þörfum gerði það að verkum að stjórnvöld og einkaaðilar gátu hrint í framkvæmt öllum þeim framkvæmdum sem hugurinn girnt-ist. Ef skort hefði vinnufúsar hendur hefði orðið að fresta eða seinka verulegum framkvæmdum, þar með minni þensla, þar með minni verðbólga. Miðað við útreikninga Þóru hefði ávinningur meðalheimilisins af minni þenslu og aðeins 2,5% verðbólgu því líklega numið um 1 milljón króna. Almenningur greiðir kostnaðinn af þenslunni. Því gleymdu Fréttablaðið og Kaupþing að segja frá. Höfundur er alþingismaður.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun