Science of Sleep - fjórar stjörnur 10. apríl 2007 00:01 Sjjónrænt listaverk með frábærum leikurum en þunnum söguþræði. Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum. Þetta er fyrsta myndin sem Gondry skrifar sjálfur en hann er þekktur fyrir stuttmyndir og myndbönd sín, til dæmis fyrir Björk, Beck og White Stripes sem eru mörg hver verkfræðileg undur. Hann leikstýrði líka myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind eftir handriti Charlies Kaufmann sem einnig er minnst fyrir hugvitssamlega lágtæknivinnu. Það mætti vel líta á Science of Sleep sem stóran samnefnara yfir feril leikstjórans, stílbrögð og áherslur sem hann hefur beitt áður koma skemmtilega saman í myndinni. Hún er aukinheldur mjög ævisöguleg því Gondry þjóðnýtir skammlaust sína eigin reynslu. Hann fær útrás fyrir heillandi barnslegan en hugvitssamlegan sköpunarkraft í draumkenndum senum, til dæmis þar sem Stéphane sjónvarpar draumum sínum úr setti sem alfarið er gert úr pappa eða svífur um yfir handgerðum sjó eða vatni gerðu úr sellófani. Fantasían hentar Gondry frábærlega en raunveran ekki jafnvel og sagan sjálf er frekar endasleppt. Stéphane er ýmist sjarmerandi sakleysingi eða agalegt fífl og Stéphanie er ekki mjög eftirminnileg persóna. Leikararnir Bernal og Gainsbourg standa sig þó ágætlega og eru fyrirtaks par. Tungumálið spilar líka stórt hlutverk því myndin er á blöndu af ensku, frönsku og spænsku. Aukaleikararnir eru á hinn bóginn afar skemmtilegir, ekki síst samstarfsmenn Stéphane í dagatalaframleiðslufyrirtækinu þar sem Alain Chabat fer á kostum í hlutverki óforskammaðs yfirmanns. The Science of Sleep er rómantísk mynd og gamanmynd en ekki rómantísk gamanmynd heldur meira forvitnilegt og fjölþjóðlegt fullorðinsævintýri. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum. Þetta er fyrsta myndin sem Gondry skrifar sjálfur en hann er þekktur fyrir stuttmyndir og myndbönd sín, til dæmis fyrir Björk, Beck og White Stripes sem eru mörg hver verkfræðileg undur. Hann leikstýrði líka myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind eftir handriti Charlies Kaufmann sem einnig er minnst fyrir hugvitssamlega lágtæknivinnu. Það mætti vel líta á Science of Sleep sem stóran samnefnara yfir feril leikstjórans, stílbrögð og áherslur sem hann hefur beitt áður koma skemmtilega saman í myndinni. Hún er aukinheldur mjög ævisöguleg því Gondry þjóðnýtir skammlaust sína eigin reynslu. Hann fær útrás fyrir heillandi barnslegan en hugvitssamlegan sköpunarkraft í draumkenndum senum, til dæmis þar sem Stéphane sjónvarpar draumum sínum úr setti sem alfarið er gert úr pappa eða svífur um yfir handgerðum sjó eða vatni gerðu úr sellófani. Fantasían hentar Gondry frábærlega en raunveran ekki jafnvel og sagan sjálf er frekar endasleppt. Stéphane er ýmist sjarmerandi sakleysingi eða agalegt fífl og Stéphanie er ekki mjög eftirminnileg persóna. Leikararnir Bernal og Gainsbourg standa sig þó ágætlega og eru fyrirtaks par. Tungumálið spilar líka stórt hlutverk því myndin er á blöndu af ensku, frönsku og spænsku. Aukaleikararnir eru á hinn bóginn afar skemmtilegir, ekki síst samstarfsmenn Stéphane í dagatalaframleiðslufyrirtækinu þar sem Alain Chabat fer á kostum í hlutverki óforskammaðs yfirmanns. The Science of Sleep er rómantísk mynd og gamanmynd en ekki rómantísk gamanmynd heldur meira forvitnilegt og fjölþjóðlegt fullorðinsævintýri. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira