Dreymir um stóra vinninginn 14. apríl 2007 11:00 Splunkunýtt verk um hið sanna sport er frumsýnt í Hjáleigunni í kvöld. Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn. Í hlutverki örlagavaldsins, bingóstjórans, er Frosti Friðriksson, sem þekktari er fyrir störf sín sem leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Sjálfur segist Frosti ekki hafa lagt mikla stund á bingóspil en hann fór þó í pílagrímsför í Vinabæ í kynningarskyni. „Þetta er dramatískt verk en líka spaugilegt. Lífið er óttalegt bingó, það snýst allt um tölur og þetta happdrætti lífsins. Það er mikil hending hvað maður ber úr býtum og auðvelt að gleyma sér í hita leiksins,“ segir Frosti. Leikarinn blundaði ávallt í þessum bingóstjóra en Frosti hóf sinn feril hjá Leikfélagi Kópavogs. Síðan sneri hann sér að öðrum hluta leikhússins og hóf að hanna leikmyndir fyrir ýmis verkefni. Erfiðast segir hann að læra textann. „Það er minn Akkilesarhæll. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem getur bara gengið inn á svið og munað heilu rullurnar,“ segir hann kíminn. Það verður síðan bara að koma í ljós hvort hann man sitt í kvöld. „Maður spinnur þá bara eitthvað,“ segir hann í gríni, hinir spilararnir verða jú að dansa eftir fyrirmælum bingóstjórans. Frumsýnt verður kl. 20 í kvöld en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn. Í hlutverki örlagavaldsins, bingóstjórans, er Frosti Friðriksson, sem þekktari er fyrir störf sín sem leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Sjálfur segist Frosti ekki hafa lagt mikla stund á bingóspil en hann fór þó í pílagrímsför í Vinabæ í kynningarskyni. „Þetta er dramatískt verk en líka spaugilegt. Lífið er óttalegt bingó, það snýst allt um tölur og þetta happdrætti lífsins. Það er mikil hending hvað maður ber úr býtum og auðvelt að gleyma sér í hita leiksins,“ segir Frosti. Leikarinn blundaði ávallt í þessum bingóstjóra en Frosti hóf sinn feril hjá Leikfélagi Kópavogs. Síðan sneri hann sér að öðrum hluta leikhússins og hóf að hanna leikmyndir fyrir ýmis verkefni. Erfiðast segir hann að læra textann. „Það er minn Akkilesarhæll. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem getur bara gengið inn á svið og munað heilu rullurnar,“ segir hann kíminn. Það verður síðan bara að koma í ljós hvort hann man sitt í kvöld. „Maður spinnur þá bara eitthvað,“ segir hann í gríni, hinir spilararnir verða jú að dansa eftir fyrirmælum bingóstjórans. Frumsýnt verður kl. 20 í kvöld en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira