Óvænt samstaða myndast innan leikarastéttarinnar 19. apríl 2007 14:30 Þór Freysson kannast við óróa meðal leikara en segir ekki um upphlaup að ræða. „Þetta er rétt og þessi samstaða er vægast stórkostleg,“ segir Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó nokkuð margir ungir leikarar hafnað hlutverkum í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu vegna ósættis um launamál. Meðal þeirra sem hafa hafnað hlutverkum eru þeir Gísli Pétur Hinriksson og Jóhannes Haukur Jóhannesson auk annarra og hafa þeir fengið mikinn stuðning í þessari kjarabaráttu frá leikurum af eldri kynslóðinni í tölvupósti. „Launaumhverfi leikara breyttist mjög mikið fyrir nokkrum árum þegar verktakasamningar voru teknir upp en þá reyndist það erfiðara fyrir félagið að fylgjast með,“ segir Randver. „En það hefur alltaf verið krafa hjá FÍL að staðið sé við gerða samninga,“ segir Randver og ljóst að leikarar ætli ekki lengur að láta undirbjóða sig. Pressa er hugarfóstur þeirra Óskars Jónassonar og Sigurjóns Kjartanssonar en það er Saga Film sem framleiðir þættina fyrir Stöð 2. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir leikarar þegar skrifað undir samninga og ætla sér að standa við þá. Aðrir íhuga að rifta þeim sökum þessarar miklu undiröldu meðal leikarastéttarinnar en þættirnir þykja bjóða upp á skemmtileg og bitastæð hlutverk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk Leikfélag Hafnarfjarðar síðan bréf frá Saga Film þar sem framleiðslufyrirtækið óskaði eftir að fá að koma á fund félagsins og halda prufur. Þór Freysson, framleiðandi þáttanna, kannaðist vissulega við þennan óróa en sagði ekki um neitt upphlaup að ræða. „Við erum langleiðina komnir með að ráða í hlutverk þannig að þetta hefur ekki verið vandamál. Og satt að segja kemur þetta okkur spánskt fyrir sjónir,“ segir Þór en Saga Film hefur framleitt þætti á borð við Stelpurnar og nú síðast Næturvaktina. „Það er miðað við annað verð fyrir svona lokaðar stöðvar en fyrir til dæmis RÚV sem hefur breiðari áhorfendahóp,“ útskýrir Þór. „Og eftir því sem okkur skilst eru samningar FÍL við SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna, útrunnir auk þess sem félagið hefur ekki haft neinn samning við Stöð 2 eins og hátturinn er hafður á í öðrum löndum,“ bætir hann við. Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Þetta er rétt og þessi samstaða er vægast stórkostleg,“ segir Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó nokkuð margir ungir leikarar hafnað hlutverkum í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu vegna ósættis um launamál. Meðal þeirra sem hafa hafnað hlutverkum eru þeir Gísli Pétur Hinriksson og Jóhannes Haukur Jóhannesson auk annarra og hafa þeir fengið mikinn stuðning í þessari kjarabaráttu frá leikurum af eldri kynslóðinni í tölvupósti. „Launaumhverfi leikara breyttist mjög mikið fyrir nokkrum árum þegar verktakasamningar voru teknir upp en þá reyndist það erfiðara fyrir félagið að fylgjast með,“ segir Randver. „En það hefur alltaf verið krafa hjá FÍL að staðið sé við gerða samninga,“ segir Randver og ljóst að leikarar ætli ekki lengur að láta undirbjóða sig. Pressa er hugarfóstur þeirra Óskars Jónassonar og Sigurjóns Kjartanssonar en það er Saga Film sem framleiðir þættina fyrir Stöð 2. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir leikarar þegar skrifað undir samninga og ætla sér að standa við þá. Aðrir íhuga að rifta þeim sökum þessarar miklu undiröldu meðal leikarastéttarinnar en þættirnir þykja bjóða upp á skemmtileg og bitastæð hlutverk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk Leikfélag Hafnarfjarðar síðan bréf frá Saga Film þar sem framleiðslufyrirtækið óskaði eftir að fá að koma á fund félagsins og halda prufur. Þór Freysson, framleiðandi þáttanna, kannaðist vissulega við þennan óróa en sagði ekki um neitt upphlaup að ræða. „Við erum langleiðina komnir með að ráða í hlutverk þannig að þetta hefur ekki verið vandamál. Og satt að segja kemur þetta okkur spánskt fyrir sjónir,“ segir Þór en Saga Film hefur framleitt þætti á borð við Stelpurnar og nú síðast Næturvaktina. „Það er miðað við annað verð fyrir svona lokaðar stöðvar en fyrir til dæmis RÚV sem hefur breiðari áhorfendahóp,“ útskýrir Þór. „Og eftir því sem okkur skilst eru samningar FÍL við SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna, útrunnir auk þess sem félagið hefur ekki haft neinn samning við Stöð 2 eins og hátturinn er hafður á í öðrum löndum,“ bætir hann við.
Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira