Óbeisluð fegurð á hvíta tjaldið 24. apríl 2007 08:00 Það var Tina Naccache, samstarfskona Hrafnhildar Gunnarsdóttur, sem vakti athygli hennar á Óbeislaðri fegurð, en Tina hafði heyrt um hana í útvarpi í Beirút. MYND/E.ól Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinnur að heimildarmynd um fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð, í samstarfi við Tinu Naccache frá Líbanon. Hrafnhildur og Tina hafa áður gert saman myndirnar Lifandi í limbó og Hver hengir upp þvottinn? auk þess sem Tina aðstoðaði Hrafnhildi við gerð myndarinnar Hrein og bein. „Tina kom í heimsókn til mín frá Líbanon. Hún fór að tala um einhverja fegurðarsamkeppni sem hún hafði heyrt um í útvarpinu í Beirút. Ég kannaði málið og þá kom í ljós að það var fegurðarsamkeppnin á Ísafirði,“ útskýrði Hrafnhildur. Þær skelltu sér því vestur með stuttum fyrirvara, „til að fjalla um þennan heimsviðburð, sem fólk fyrir vestan gerði sér grein fyrir að væri í gangi“, sagði Hrafnhildur. Hún og Tina hyggjast gera 28 mínútna heimildarmynd um keppnina og stefna á að klára hana sem fyrst. Hrafnhildur er ekki enn farin að gera sér hugmyndir um sýningu eða dreifingu. „En af því að keppnin vakti mikla athygli erlendis munum við örugglega kanna áhugann úti,“ sagði hún. ánægð með umfjöllun Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda Óbeislaðrar fegurðar, hefur verið í sambandi við fjölda erlendra fjölmiðla. BBC World Service fjallaði um keppnina í gær, en það er langt í frá eini miðillinn sem hefur sýnt henni áhuga. Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda keppninnar, hefur verið í sambandi við dagblað og tímarit frá Frakklandi, blaðamann í Bretlandi sem hyggst skrifa um keppnina fyrir Daily Mirror, svo eitthvað sé nefnt. „Það var greinilega töluverð umfjöllun um þessa keppni út um allan heim, sem sést ef „untamed beauty“ er slegið inn í leitarvélar á netinu,“ sagði Matthildur. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinnur að heimildarmynd um fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð, í samstarfi við Tinu Naccache frá Líbanon. Hrafnhildur og Tina hafa áður gert saman myndirnar Lifandi í limbó og Hver hengir upp þvottinn? auk þess sem Tina aðstoðaði Hrafnhildi við gerð myndarinnar Hrein og bein. „Tina kom í heimsókn til mín frá Líbanon. Hún fór að tala um einhverja fegurðarsamkeppni sem hún hafði heyrt um í útvarpinu í Beirút. Ég kannaði málið og þá kom í ljós að það var fegurðarsamkeppnin á Ísafirði,“ útskýrði Hrafnhildur. Þær skelltu sér því vestur með stuttum fyrirvara, „til að fjalla um þennan heimsviðburð, sem fólk fyrir vestan gerði sér grein fyrir að væri í gangi“, sagði Hrafnhildur. Hún og Tina hyggjast gera 28 mínútna heimildarmynd um keppnina og stefna á að klára hana sem fyrst. Hrafnhildur er ekki enn farin að gera sér hugmyndir um sýningu eða dreifingu. „En af því að keppnin vakti mikla athygli erlendis munum við örugglega kanna áhugann úti,“ sagði hún. ánægð með umfjöllun Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda Óbeislaðrar fegurðar, hefur verið í sambandi við fjölda erlendra fjölmiðla. BBC World Service fjallaði um keppnina í gær, en það er langt í frá eini miðillinn sem hefur sýnt henni áhuga. Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda keppninnar, hefur verið í sambandi við dagblað og tímarit frá Frakklandi, blaðamann í Bretlandi sem hyggst skrifa um keppnina fyrir Daily Mirror, svo eitthvað sé nefnt. „Það var greinilega töluverð umfjöllun um þessa keppni út um allan heim, sem sést ef „untamed beauty“ er slegið inn í leitarvélar á netinu,“ sagði Matthildur.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira