Alltaf á leið til leikhússins 29. apríl 2007 10:00 Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur. Ræðir um leikritið Straumrof á Gljúfrasteini. MYND/Hörður Menn hafa löngum afgreitt leikrit Halldórs Laxness sem einhvers konar aukagetu. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur segir að leikritaskrif hans hafi verið mikilvægur hluti af hans listrænu leit og glímu og eigi skilið verðugri sess. Hann ræðir um olnbogabarnið Straumrof á Gljúfrasteini í dag. Leikritið Straumrof er „Verk mánaðarins" á Gljúfrasteini en það er yfirskrift leshrings þar sem verk Nóbelskáldsins eru könnuð frá ýmsum hliðum. Straumrof var fyrsta leikrit Halldórs Laxness, frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1934 og fékk þá blendnar viðtökur. Jón Viðar telur verkið vanmetið og hefur bent á að í því búi meira en margur haldi og rekur þær röksemdir sínar til dæmis í nýlegri ritgerð á vefritinu Kistunni. „Verkið fékk dræma dóma á sínum tíma en þeir hafa ugglaust orðið til þess að Laxness hélt ekki áfram á þeirri braut. Enda liðu tuttugu ár þangað til hann sendi frá sér annað leikrit en þá voru líka breyttar aðstæður í íslensku leikhúslífi, Þjóðleikhúsið var risið, en einn af fyrstu sigrum þess var leikgerð á Íslandsklukkunni sem fékk ákaflega góðar viðtökur," segir Jón Viðar. Hann lítur á Straumrof sem eðlilegt skref á höfundarferli skáldsins en verkið samdi Halldór í miklum rykk á sama tíma og hann fékkst við ritun Sjálfstæðs fólks. „Laxness er ekki leikritahöfundur af sama kalíberi og skáldsagnahöfundur en honum var engu að síður full alvara með leikritunum. Það kom gleggst í ljós í kringum 1960 þegar hann sneri sér að leikritagerð og sendi frá sér þrjú merkileg leikrit, Prjónastofuna Sólina, Strompleik og Dúfnaveisluna. Þau eru fyrstu íslensku módernísku leikritin og með þeim ruddi hann braut fyrir leikskáld á borð við Odd Björnsson og Guðmund Steinsson." Jón Viðar telur að leikritin séu áhugaverðust í samhengi við stærri verk höfundarins en hann rekur í ritgerð sinni ýmsar hliðstæður í Straumrofi og öðrum verkum Halldórs, til dæmis hvað varðar minni og form. „Ég tel til dæmis að Halldór hafi verið meiri symbólisti en menn hafa almennt viljað viðurkenna. Flestir hafa horft svolítið mikið á raunsæisþáttinn í sögum hans, persónu- og samfélagslýsingar og ádeiluna. Vissulega eru það allt mikilvægir þættir en hann var líka að kafa ofan í manneskjuna og hann notar mikið tákn sem ég held að menn ættu að rannsaka betur." Halldór Laxness var alla tíð mikill leikhúsmaður og fylgdist vel með leikhúslífinu bæði hér heima og erlendis. „Það mætti segja að hann hafi alla tíð verið á leið til leikhússins," segir Jón Viðar. „Hann heillaðist ungur af tveimur stórum leikritahöfundum, Jóhanni Sigurjónssyni, sem ég tel að hafi sett meira mark á æskuverk hans en flestir telja, og síðan var hann alla tíð heillaður af Strindberg og þau áhrif fylgdu honum lengi." Jón Viðar bætir við að á vissan hátt hafi leikhúsið endurgoldið ást Laxness þegar hann var orðinn fullorðinn og leikgerðirnar komnar til sögunnar. Sviðsetningar á Íslandsklukkunni og Kristnihaldi undir jökli nutu fádæma vinsælda þótt Halldór hafi aldrei slegið í gegn með frumsömdu sviðsverkunum sínum. Eftir 1966 skrifar Laxness ekki fleiri frumsamin leikrit. Jón Viðar telur að viðtökur þeirra hafi átt sinn þátt í því. „Það er líka eins og með margt annað í ævi mikilla listamanna, allt hefur sinn tíma. Ég held að hann hafi verið búinn að ljúka sér af sem leikritahöfundur. Hann var kominn í ákveðna kreppu í skáldsagnagerðinni í kringum 1960 og leitaði leiða út úr henni. Það er enginn vafi að leikritin voru hans tæki til þess. Sú leit hans skilar sér í þessum merkilegu verkum sem hann skrifar undir lok ferils síns, ekki síst í Kristnihaldi undir jökli sem er afar leikræn bók. Með henni og Innansveitarkroniku og Guðsgjafaþulu er hann að endurnýja sig sem listamaður. Þannig skilar leikhúsið sér inn í hans mikla höfundarverk en leikhúsið er ákveðinn undirstraumur í verkum hans alla tíð." Dagskráin á Gljúfrasteini hefst kl. 16 í dag og er öllum opin. Auk Jóns Viðars verður sérstakur gestur safnsins Brynja Benediktsdóttir leikstjóri sem setti Straumrof á svið hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1977 og segir hún af kynnum sínum af höfundinum. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Menn hafa löngum afgreitt leikrit Halldórs Laxness sem einhvers konar aukagetu. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur segir að leikritaskrif hans hafi verið mikilvægur hluti af hans listrænu leit og glímu og eigi skilið verðugri sess. Hann ræðir um olnbogabarnið Straumrof á Gljúfrasteini í dag. Leikritið Straumrof er „Verk mánaðarins" á Gljúfrasteini en það er yfirskrift leshrings þar sem verk Nóbelskáldsins eru könnuð frá ýmsum hliðum. Straumrof var fyrsta leikrit Halldórs Laxness, frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1934 og fékk þá blendnar viðtökur. Jón Viðar telur verkið vanmetið og hefur bent á að í því búi meira en margur haldi og rekur þær röksemdir sínar til dæmis í nýlegri ritgerð á vefritinu Kistunni. „Verkið fékk dræma dóma á sínum tíma en þeir hafa ugglaust orðið til þess að Laxness hélt ekki áfram á þeirri braut. Enda liðu tuttugu ár þangað til hann sendi frá sér annað leikrit en þá voru líka breyttar aðstæður í íslensku leikhúslífi, Þjóðleikhúsið var risið, en einn af fyrstu sigrum þess var leikgerð á Íslandsklukkunni sem fékk ákaflega góðar viðtökur," segir Jón Viðar. Hann lítur á Straumrof sem eðlilegt skref á höfundarferli skáldsins en verkið samdi Halldór í miklum rykk á sama tíma og hann fékkst við ritun Sjálfstæðs fólks. „Laxness er ekki leikritahöfundur af sama kalíberi og skáldsagnahöfundur en honum var engu að síður full alvara með leikritunum. Það kom gleggst í ljós í kringum 1960 þegar hann sneri sér að leikritagerð og sendi frá sér þrjú merkileg leikrit, Prjónastofuna Sólina, Strompleik og Dúfnaveisluna. Þau eru fyrstu íslensku módernísku leikritin og með þeim ruddi hann braut fyrir leikskáld á borð við Odd Björnsson og Guðmund Steinsson." Jón Viðar telur að leikritin séu áhugaverðust í samhengi við stærri verk höfundarins en hann rekur í ritgerð sinni ýmsar hliðstæður í Straumrofi og öðrum verkum Halldórs, til dæmis hvað varðar minni og form. „Ég tel til dæmis að Halldór hafi verið meiri symbólisti en menn hafa almennt viljað viðurkenna. Flestir hafa horft svolítið mikið á raunsæisþáttinn í sögum hans, persónu- og samfélagslýsingar og ádeiluna. Vissulega eru það allt mikilvægir þættir en hann var líka að kafa ofan í manneskjuna og hann notar mikið tákn sem ég held að menn ættu að rannsaka betur." Halldór Laxness var alla tíð mikill leikhúsmaður og fylgdist vel með leikhúslífinu bæði hér heima og erlendis. „Það mætti segja að hann hafi alla tíð verið á leið til leikhússins," segir Jón Viðar. „Hann heillaðist ungur af tveimur stórum leikritahöfundum, Jóhanni Sigurjónssyni, sem ég tel að hafi sett meira mark á æskuverk hans en flestir telja, og síðan var hann alla tíð heillaður af Strindberg og þau áhrif fylgdu honum lengi." Jón Viðar bætir við að á vissan hátt hafi leikhúsið endurgoldið ást Laxness þegar hann var orðinn fullorðinn og leikgerðirnar komnar til sögunnar. Sviðsetningar á Íslandsklukkunni og Kristnihaldi undir jökli nutu fádæma vinsælda þótt Halldór hafi aldrei slegið í gegn með frumsömdu sviðsverkunum sínum. Eftir 1966 skrifar Laxness ekki fleiri frumsamin leikrit. Jón Viðar telur að viðtökur þeirra hafi átt sinn þátt í því. „Það er líka eins og með margt annað í ævi mikilla listamanna, allt hefur sinn tíma. Ég held að hann hafi verið búinn að ljúka sér af sem leikritahöfundur. Hann var kominn í ákveðna kreppu í skáldsagnagerðinni í kringum 1960 og leitaði leiða út úr henni. Það er enginn vafi að leikritin voru hans tæki til þess. Sú leit hans skilar sér í þessum merkilegu verkum sem hann skrifar undir lok ferils síns, ekki síst í Kristnihaldi undir jökli sem er afar leikræn bók. Með henni og Innansveitarkroniku og Guðsgjafaþulu er hann að endurnýja sig sem listamaður. Þannig skilar leikhúsið sér inn í hans mikla höfundarverk en leikhúsið er ákveðinn undirstraumur í verkum hans alla tíð." Dagskráin á Gljúfrasteini hefst kl. 16 í dag og er öllum opin. Auk Jóns Viðars verður sérstakur gestur safnsins Brynja Benediktsdóttir leikstjóri sem setti Straumrof á svið hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1977 og segir hún af kynnum sínum af höfundinum.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira